Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 25
Kynjamunur Kynjamunur tengdur tölvunotkun Sólveig Jakobsdóttir Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa ein- nig sýnt að töluverður kynjamunur sé til staðar, drengjum í hag, í tölvutengdum viðhorfum og færni, ■ tölvuaðgangi heima fyrir og ekki síst í notkun tölva Ef litið var á ýmsa þætti til að reyna að skýra ofangreindan kynjamun kom t.d. í Ijós að marktæk fylgni var milli kyns og fjöl- margra atriða sem tengdust tölvunotkun utan skóla. Rannsóknin sem liér er fjallað um ber heitið „Kynjamunur tengdur tölvu- notkun í íslensku skólastarfi og leiðir til að draga úr honum“. Þessi rannsókn var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Rannsóknarstofnun KHI. Brýnt er að skólar hér á landi stuðli að auknu jafnrétti kynjanna á sviði tölvu- og upplýsingatækni en innlendar kannanir hafa eindregið bent til þess að piltar/karlar noti tölvur og/eða Netið mun meira en stúlkur/konur [1,2,3,4]. Fjölmargar er- lendar rannsóknir hafa einnig sýnt að tölu- verður kynjamunur sé til staðar, drengjum í hag, í tölvutengdum viðhorfum og fæmi, tölvuaðgangi heima fyrir og ekki síst í notkun tölva. Aðrar erlendar rannsóknir hafa þó ýmist leitt í ljós hið gagnstæða eða ekki fundið marktækan mun. Því þarf að auka skilning og þekkingu á því hvers vegna sltkur kynjamunur kemur fram. I doktorsritgerð minni [5] gerði ég grein fyrir fjölmörgum þáttum sem hefðu Ifk- lega áhrif á hvort kynjamunur kæmi fram eða ekki í viðbrögðum nemenda við tölvu- notkun. Má þar nefna þætti sem ein- kenndu tölvumenningu skóla s.s.: nemendurna sjálfa (aldur, námsgetu, tölvureynslu), félagslega þœtti, tölvu- og hugbúnað í skóla, aðstœður í tölvustofum, kennara og nýting tölva í kennslu Einnig gerði ég grein fyrir ytri þáttum tölvumenningar sem hefðu (óbeinni)áhrif á viðbrögð nemenda t.d.: þjóðfélaginu samfélaginu heimili/fjölskyldum skólaumdœmi/skóla Þessi rannsókn hefur eftirfarandi mark- mið. (a) Kanna hvort um kynjamun sé að ræða rneðal nemenda varðandi tölvu- notkun, færni og viðhorf; (b) leitast við að skýra hvers vegna kynjamunur kemur fram (c) auka þekkingu á tölvumenningu íslenskra skóla. Byrjað var á forkönnun þar sem spurningalistar fyrir nemendur og skólastjórnendur voru hannaðir í samræmi við fym rannsóknir. Listar voru prófaðir vorið 1998. Rannsókn var gerð með endurbættum spurningalistum í nóvember 1998.1 þessari kynningu verður gerð grein fyrir ýmsum niðurstöðum úr forkönnun og aðalrannsókn. Forkönnun Forkönnunin var unnin í samvinnu við tvo nemendur við KHÍ sem skrifuðu B.Ed. rit- gerð sem byggði á niðurstöðum úr verkefninu [6]. Þátttakendur voru um 200 nemendur úr 8.-10. bekk sex skóla á Vestfjörðum. I ritgerðinni voru gögn greind eftir kyni, aldri og skóla en ég hef greint gögnin nánar tölfræðilega og skoðað kynjamun innan hvers skóla. Mikill kynjamunur kom fram í sjálfmetinni færni (nemendurnir merktu við á 10 atriða lista hvort þau kynnu t.d. að vista skjal í tölvu eða búa til vefsíðu): 22% stúlkna taldi sig kunna 0-3 atriði; 41% 4-6 en 37% 7-10. Samsvarandi prósentur hjá piltum voru hins vegar 16%, 20% og 64%. Einnig var töluverður kynja- munur í ýmsum viðhorfum. Það var t.d. var meiri tilhneiging hjá piltum en stúlkum að telja sig mjög klára að nota tölvur, að telja tölvur mikilvægar fyrir framtíðina og að telja tölvur nauðsynleg tæki í námi og starfi. Ef litið var á ýmsa þætti til að reyna að skýra ofangreindan kynjamun kom t.d. í ljós að marktæk fylgni var milli kyns og fjölmargra atriða sem tengdust tölvunotkun utan skóla. Piltar virtust t.d. hafa notað fleiri fomtategundir heima en stúlkur. Einnig voru þeir líklegri en stúlkur til að segjast oft nota tölvur utan skólans. Það sama gilti um vef, annars konar Netveitur og leikjatölvur. Fleiri tölvur væru til staðar á heimili pilta og félagar pilta notuðu meira tölvur en félagar stúlkna. Enn fremur var tölva fremur staðsett inn í herbergi pilta en Tölvumól 25

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.