Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 32

Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 32
Kidlink Allir sem ekki eru orðnir 16 ára eru velkomnir í Kidlink hvar sem jbe/'r búa i heiminum og hvaða tungumál sem þeir tala margar viðurkenningar, m.a. hlaut hún verðlaun frá IBM í október 1997 fyrir frábæra notkun á tölvum í skólastarfi. Kidlink er á mörgum tungumálum og þeim fjölgar stöðugt. Þó áhersla sé lögð á að þátttakendur geti tekið þátt á eigin tungumáli er einnig reynt að stuðla að samskiptum milli krakka á ólíkum málsvæðum. Allir sem ekki eru orðnir 16 ára eru velkomnir í Kidlink hvar sem þeir búa í heiminum og hvaða tungumál sem þeir tala. Öll málsvæði eru opin börnum og unglingum sem vilja slást í hópinn. Þetta kom glöggt í ljós með þátttöku íslenskra bama og unglinga í Kidlink löngu fyrir daga Kidlink á íslensku. Svæðaskipting A Kidcafe-póstlistanum fara fram óformleg bréfaskipti milli pennavina. Listinn er eingöngu fyrir ki'akka og mega fullorðnir ekki taka þátt í umræðum. Bréfin eru geymd í gagnasafni Kidlink. Gagnasafnið er kjörið til rannsókna eða skoðunar á því hvernig tölvusamskipti fara fram. Stjórnandi Kidcafe á íslensku er Kolbrún Hjaltadóttir kennari í Breiðholts- skóla og aðstoðarstjórnandi Þór Jóhannes- son kennari í Borgarnesi. Á Kidproj-póstlistanum eru svokölluð þemaverkefni sem standa mislengi. Nokkur verkefni hafa orðið svo vinsæl að þau ganga ár eftir ár. Stjórnandi Kidproj á íslensku er Hilda Torfadóttir kennari á Akureyri og aðstoðarstjórnandi Eygló Björnsdóttir kennari í Vestmannaeyjum. Islenska svæðið er nýtt, en fyrsta verkefnið Hvalir og menn, fór í gang í september 1998. Á Kidforum eru styttri verkefni. Kidforum er ekki enn til á íslensku. Á Kidleader-póstlistunum eru nokkurs konar kennarastofur eða samráðsvett- vangur fullorðinna í Kidlink og þar eiga kennarar og aðrir fullorðnir samskipti. Stjórnandi Kidleader á íslensku er Ásta K.Guðjónsdóttir kennari á Akranesi. Kidlink á íslensku á sitt eigið krakka- gallerí en þar er nú að fínna myndir eftir börn á Akureyri og í Reykjavík. Kidlink á íslensku Kidlink á íslensku varð til vorið 1997, en íslendingar, bæði einstaklingar og hópar, hafa tekið þátt í Kidlink frá árinu 1992. Til dæmis stjórnaði íslenskur kennari Rósa Gunnarsdóttir, verkefni á enska málsvæðinu um bangsann Benna, sem ferðaðist víða um heiminn, börnum og fullorðnum til mikillar ánægju. Framan af gekk uppbygging íslenska svæðisins hægt, en veturinn 1997-8 vaknaði áhugi kennara og fyrstu verkefnin fóru að taka á sig mynd. Sumarið 1998 hittust svo nokkrir íslenskir sjálfboðaliðar í Kidlink á Akureyri. Hópurinn vann að verkefnum fyrir komandi vetur, kynntist og skipti með sér verkum. Á þessum fundi kviknaði hugmyndin að fyrsta íslenska þemavei'kefninu, Hvalir og menn. Núverandi stjórnandi Kidlink á íslensku er Jóna Pálsdóttir starfsmaður menntamála- ráðuneytisins og fjarkennari í VMA en meðstjórnandi er Eygló Björnsdóttir kennari í Vestmannaeyjum. Fyrsta formlega viðfangsefnið var upp- bygging myndlistarsýningar nemenda í Síðuskóla á Akureyri. Myndlistarsýningin hlaut góðar viðtökur og hafa verk nem- endanna verið valin til að skreyta verk- efnasíður Kidlink á öðrum tungumálum. Seinna hafa bæst við sýningar frá öðrum hópum. Vorið 1998 tóku nemendur í Vestmannaeyjum þátt í eldfjallaverkefni á enska málsvæðinu. í mörg ár hafa íslenskir krakkar tekið þátt í Kidlink- hátíðinni sem haldin er í maí ár hvert á sama tíma og barnamenningarhátíðin í Arendal sem var einmitt kveikjan að Kidlink. Kidlinkhátíðin er samskiptahátíð sem stendur í 3 sólarhringa. Eins og fyrr segir fór l'yrsta þemaverk- efnið, Hvalir og menn, af stað haustið 1998. Það var unnið í samstarfi við Kidproj á ensku sem og menntanet í Oregon þar sem hvalurinn Keiko var áður en hann kom til íslands í september 1998. Frá Oregon komu innlegg á enska svœðið þegar Keiko var kvaddur í Bandaríkjunum og fluttur til Islands. Á vefsíðum verk- efnisins er hægt að skoða vinnu nemenda, en þátttakendur eru víðs vegar af landinu. Næsta þemaverkefnið sem samið var fyrir íslenska málsvæðið var Þjóðtrú og þjóðsögur. Unnið er út frá þjóðsögum úr heimabyggð og jafnvel leitað fanga í nútímanum. Verk nemenda eru tengd vef- síðum verkefnisins jafn óðum og þau 32 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.