Tölvumál - 01.02.2000, Page 3
TOLVUMAL
Tímarit Skýrslutæknifélags íslands
• E • F • N • I •
Fró formanni
ÓSKAR B. HAUKSSON
Staðall fyrir alla - um öryggi
Hjörtur Hjartarson
5
upplýsinga ^
KLINK - myntkort banka og spari
Kjartan Jóhannesson
WAP æðið og Waporizer
Guðmundur Hafsteinsson
Verkefnastjórnun 101
Þórður VIkingur Friðgeirsson
Windows 2000
Magnús Björn Sveinsson
Skýrsla stjórnar fyrir órið 1999
ÓSKAR B. HAUKSSON
Róðstefnur og sýningar
Samantekt á birtum greinum
í 24. órgangi Tölvumóla
13
16
19
24
27
29
Með þessu tölublaði hefst tuttugasti og fimmti árgangur
Tölvumála. I Ijósi þróunarinnar er þetta afar langur timi. Slikur er
hraði breytinganna. Þó er ekki ætlunin hér og nú að líta um öxl
heldur horfa fram á við og sem fyrr mun blaðið hafa að leiðarljósi
að birta áhugaverðar greinar eftir innlenda höfunda um málefni sem
efst eru á baugi hverju sinni. Hinn margumtalaði 2000 vandi er svo
gotf sem að baki en sjálft árið 2000 hófst með miklu auglýsinga-
flóði þar sem WAP tæknin boðaði komu sína. WAP er til um-
fjöllunar í blaðinu en nefna má að stungið hefur verið upp á heitinu
vefsimi um farsima sem búnir eru WAP. Gaman væri að heyra frá
lesendum hvernig þeim lísf á eða hvort þeir hafi aðrar fillögur. Það
eru miklar andstæður milli þess tíma þegar Tölvumál hóf göngu sína
og nú. Þá voru stórar megintölvur það sem mest bar á, siðan komu
einmenningstölvurnar á hvert borð og smáar lófatölvur og vefsímar
eru að slást í hópinn. Flóran verður æ fjölbreyttari og tölvutæknin
teygir sig inn á fleiri og fleiri svið. I blaðinu er að finna í þriðja sinn
ráðstefnudálk sem tekin er saman af ritstjórninni. Þar verður bent á
væntanlegar ráðstefnur innanlands sem utan en allar ábendingar og
viðbætur þar eru vel þegnar.
Einar H. Reynis
Eftirtalin fyrirtæki styrktu
útgáfu Tölvumála:
Reiknistofa bankanna
Hitaveita Suðurnesja
ISSN-NÚMER:
1021-724X
Vefsími
Seint í janúar hafði Auður Pálsdóttir, starfsmaður auglýs-
ingastofunnar Hvíta húsið, samband við formann orða-
nefndar og bað um tillögu að heiti á því sem hefur verið
kallað WAP-sími. Fjallað var um málið á fundi nefndarinn-
ar 27. janúar og kom þá fram sú tillaga að kalla WAP-síma
vefsíma. WAP mun vera skammstöfun á „Wireless Appli-
cation Protocol". En vefsímar eru m.a. notaðir til þessa að
fá samband við veraldarvefinn. WAP-þjónustu mætti kalla
vefsímaþjónustu. Auður Pálsdóttir mælti með orðinu vef-
sími við íslandsbanka og þeir nota orðið í augíýsingu sinni
sem er utan á sumum strætisvögnum í Reykjavík.
Tölvumál
3