Tölvumál - 01.02.2000, Blaðsíða 5
Frá formanni
Frá formanni
Óskar B. Hauksson
Flestir líta enn á tölvu-
málin sem afmarkaða
bakvinnslu sem hafi
lítið með stefnumörk-
un að gera
Hér á landi er ekki
mikil verðlista- og
uppboðsmenning
þannig að væntan-
lega verður eitthvað í
að við tileinkum okkur
almennt vefviðskipti
Um þessar mundir stendur yfir mik-
ið stríð á milli bankanna um svo-
kallaða WAP þjónustu þar sem
allir keppast um að vera fyrstir með
nýjungarnar þrátt fyrir að rnjög takmark-
aður hluti viðskiptavina sömu banka eigi
möguleika á að nýta sér þessa þjónustu
vegna skorts á símum sem styðja WAP
staðalinn. Þetta leiðir hugann að þeim
breytingum sem upplýsingatæknin er að
hafa á samkeppnisstöðu og ímynd fyrir-
tækja. Með tilkomu Internetsins hafa öll
viðrnið raskast þar sem stór og stöndug
fyrirtæki hafa fengið samkeppni úr óvænt-
um áttum og eru nú í óða önn að reyna að
átta sig á þessu nýja umhverfi.
Bankar eru smám saman að skilja hlut-
verk sitt sem upplýsingafyrirtæki og fjár-
festa í óða önn í nýrri tækni sem þeir nýta
í samkeppninni. Yfirmenn tölvudeilda eru
allt í einu komnir í fremstu víglínu þar
sem áður sáust aðeins vel smurðir mark-
aðsmenn. Þó svo að bankarnir hafi verið
mest áberandi að undanförnu eru fáar at-
vinnugreinar sem ekki verða fyrir breyt-
ingum vegna upplýsingatækninnar. Enn
sem komið er hafa hins vegar fá fyrirtæki
reynt að átta sig á þessari breyttu stöðu og
markað sér stefnu í upplýsingamálum.
Flestir líta enn á tölvumálin sem afmark-
aða bakvinnslu sem hafi lítið með stefnu-
mörkun að gera. Gjaman eru upplýsinga-
rnálin spyrt saman við fjármál fyrirtækj-
anna þar sem jú bókhaldið var það fyrsta
sem var tölvuvætt á sínunr tíma. Fjar-
skiptamálin eru síðan oft tengd húsnæðis-
málum og skrifstofuhaldi. Tiltölulega lítið
hefur verið gert af því að tölvuvæða þá
þætti sem snúa að viðskiptum fyrirtækja
og þjónustu gagnvart viðskiptavinum.
Mörg fyrirtæki hafa eytt stórum fjárhæð-
um í að tölvuvæða bókhald, framleiðslu,
birgðahald og starfsmannamál með heild-
arkerfum eða Enterprise Resource Mana-
gement (ERP) kerfurn eins og þau nefnast
á ensku. Nú hafa þessi kerfi fallið í skugg-
ann af svokölluðum Customer Relation-
ship Management (CRM) kerfum sem eru
í mikilli sókn erlendis. Þessi kerfi halda
utanurn öll tengsl fyrirtækja við markað-
inn og viðskiptavini. Sölu- og markaðsá-
ætlanir eru samviskusamlega settar inn í
kerfin og þar eru öll þjónusta og samskipti
við viðskiptavini skráð. Hægt er síðan að
gera ýrnsar greiningar með það að mark-
ntiði að finna á hvaða viðskiptavinum fyr-
irtækið lifir og hvaða viðskipti skila tapi.
Menningarþættir
Velta má fyrir sér hvers vegna upplýsinga-
málin séu endilega eitthvað sérstakt við-
fangsefni, er ekki nær að líta á hana sem
verkfæri og samofna allri starfsemi fyrir-
tækjanna? Þegar nýjungar koma fram er
gjarnan litið á þær sem einstakt fyrirbæri
sem ekki tengist neinu sem áður hefur
þekkst. Gott dæmi um þetta er hið marg-
nefnda fyrirtæki amazon.com sem ýmsir
spekingar kepptust við að reyna að skil-
greina í nokkur ár þangað til þeir áttuðu
sig á að fyrirtækið er í raun og veru smá-
sala. Þrátt fyrir allar nýjungarnar, breytist
maðurinn og hans þarfir ekki svo mikið í
tímans rás. Nú velta margir fyrir sér af
hverju Islendingar eru svo seinir til að
nýta sér vefviðskipti miðað við þær þjóðir
sem hafa svipaða stöðu varðandi út-
breiðslu Internetsins. Væntanlega er svarið
að finna í þeirri menningu sem ríkir í
hverju landi. í Bandaríkjunum er gömul
póstlistahefð sem hefst á 19. öldinni og
færist síðan yfir á sjónvarpsmarkaðina.
Þar hefur einnig verið rík uppboðshefð
sem er óðurn að ryðja sér til rúms á netinu.
Vefviðskipti eru síðan rökrétt framhald
þessarar menningar og í raun ekki svo
mikil bylting ef grannt er skoðað. Hér á
landi er ekki mikil verðlista- og uppboðs-
menning þannig að væntanlega verður
eitthvað í að við tileinkum okkur almennt
vefviðskipti. Svo virðist sem að fjárfestar
séu á sörnu skoðun ef litið er til þeirra
gífurlegu fjárfestinga sent fram undan eru
í verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Það verður því ifóðlegt að fylgjast með
samkeppni vefkringlanna sem eru nú í
smíðurn við hefðbundnar verslanir.
Tölvumál
5