Tölvumál - 01.02.2000, Blaðsíða 11
Myntkort
Geldkarte kerfið er
nefnilega svokallað
rekjanlegt myntkorta-
kerfi
Eins og fyrr segir þá
gefur það, að hafa
öflugan örgjörva á
handhægu plastkorti,
fjölbreytta notkunar-
möguleika á ýmsum
sviðum
grípa fegins hendi að geta keypt Klink-
handhafakort og greitt með því fyrir sím-
töl, í strætó og annarsstaðar þar sem smá-
mynt væri annars notuð.
Greiðsla með Klink-korti
Þegar korthafi hefur hiaðið kortið er ekk-
ert því til fyrirstöðu að fara að greiða fyrir
vöru og þjónustu með kortinu. Eins og
fyrr segir er Klink-kortinu ætlað að koma
fyrst og fremst í staðinn fyrir notkun á
smámynt og munu því tæki til móttöku
Klinks ekki verða eins almenn og svokall-
aðir Posar eru nú orðnir, því Klink mun
ekki koma í stað greiðslukorta nema að
litlu leyti. Helstu móttökustaðir Klinks
fyrsta kastið verða, ef að líkum lætur,
sjálfsalar, stöðumælahús, símasjálfsalar,
almenningsvagnar og sundstaðir.
Þegar kortið er notað, þá stingur kort-
hafinn sjálfur kortinu í þar til gerða rauf á
útstöð söluaðilans, upphæðin birtist á skjá
og korthafinn samþykkir eða hafnar
greiðslunni. Ekkert pin kemur við sögu,
engin undirskrift og korthafinn lætur kort-
ið ekki af hendi, frekar en hann lætur
budduna sína með smápeningunum af
hendi í dag. Greiðsla á þennan hátt er
„offline" og færslur dagsins safnast upp í
örgjörvakort söluaðilans, sem er í útstöð
hans. Greiðslufærslurnar eru síðan sendar
inn í bunkum gegnum símkerfið þegar
söluaðilinn kýs, t.d. við uppgjör í lok
dags. Greiðsla, sem fer fram með Klink-
korti á því að geta verið rnjög fljótleg og
henni ætti að vera hægt að ljúka á 1 - 2
sekúndum.
Uppgjör við Söluaðila
Þegar bunki söluaðilans berst til Reikni-
stofu bankanna, þar sem svokallað bak-
grunnskerfi Klink-kerfisins er staðsett, fer
bunkinn inn í daglegt uppgjör myntkorta-
kerfisins. Þar eru viðskipti dagsins tekin
saman og upphæð viðskiptanna ráðstafað
á viðskiptareikning söluaðilans, auk þess
sem kerfi RB reikna þóknun og gjöld í
samræmi við þá samninga sem viðkom-
andi söluaðili hefur gert vegna móttöku
Klinks.
Rekjanlegt myntkortakerfi
Bakgrunnskerfið í RB heldur einnig utan
um stöðu hvers einstaks Klink-korts og
kemur því einnig við sögu við hleðslu
Klinks, sem fyrr var nefnd, auk þess að sjá
um uppgjör við söluaðila. Geldkarte kerf-
ið er nefnilega svokallað rekjanlegt mynt-
kortakerfi, andstætt við t.d. Mondex kerfið
sem er órekjanlegt kerft. Síðarnefnda kerf-
ið er færslulaust, einungis hækka teljarar í
örgjörvakortum söluaðila þegar þeir lækka
hjá viðskiptavininum. Klink er hinsvegar
færslukerfi, þar eru færslur rekjanlegar og
kerfið endurskoðunarlegt. Hægt er að ná
fram stöðu hvers Klink-korts, sem getur
komið sér vel t.d. þegar örgjörvi kortsins
skemmist og er þá hægt að endurgreiða
samkvæmt stöðu Klink-kortsins í bak-
grunnskerfinu. Það er reyndar ekki gert
fyrr en að vissum tíma liðnum, þegar allir
söluaðilar hafa sent inn færslubunka, því
annars gætu leynst úttektir af skemmda
kortinu hér og hvar um kerfið.
Opið myntkortakerfi
Gerður hefur verið greinarmunur á opnum
og lokuðum myntkortakerfum. Geldkarte
er dæmi um opið kerfi þar sem ZKA
(Zentralen Kreditausschuss - Þýska
Bankasambandið) gaf út heildarstaðal fyr-
ir allt það sem lýtur að myntkortakerfinu.
Staðallinn nær til útstöðva, hleðslustöðva,
bakgrunnskerfis auk kortanna sjálfra. Lýst
er öllum samskiptum og svæðum sem í
hlut eiga. Auk þess er lýst ströngum ör-
yggiskröfum sem kerfið þarf að standast.
Samkvæmt þessum staðli hafa verið gerð
nokkur bakgrunnskerfi, eða hlutar þeirra.
Einnig framleiða ýmsir kortaframleiðend-
ur örgjörvakort sem uppfylla staðalinn og
á annað hundrað útstöðvaframleiðendur
bjóða jaðartæki fyrir snjallkort af ýmsum
toga, sem hlotið hafa vottun og þar með
blessun ZKA.
Atos og G&D
Vegna Klink-kerfisins var samið við fyrir-
tækið ATOS Gmbh í Aachen um kaup á
hugbúnaði fyrir bakgrunnskerfið. Samn-
ingsaðili varðandi stærstan hluta korta-
framleiðslunnar er Giesecke og Devrient
Gmbh í Munchen. G&D er einnig stór
samstarfsaðili varðandi hleðslutæki og lík-
ur á að þeir útvegi hluta þess búnaðar sem
staðsettur verður hjá íslenskum bönkum
og sparisjóðum. Samstarfsaðili beggja
þessara fyrirtækja hér á landi eru Góðar
Tölvumál
11