Tölvumál - 01.02.2000, Síða 14
WAP
Vörpunin, sem sér um
að velja hvað eigi
að birta á WAP
tækinu, er sérsmíðuð
fyrir hverja vefsíðu
Þriðja kynslóðin mun
vera gjörbylting á því
kerfi sem við þekkjum
í dag og þá
aðallega hvað
snertir bandbreidd
um líkt og hver annar vafri og velur úr
heimasíðum það sem á að birtast á WAP
tækinu. Vörpunin, sem sér um að velja
hvað eigi að birta á WAP tækinu, er sér-
smíðuð fyrir hverja vefsíðu. Þegar WAP
tæki biður um viðkomandi síðu eru þær
upplýsingar, sem eru á þeirri stundu á síð-
unni, teknar og þeim komið á WML form
og svo áleiðis í WAP tækið. Vörpunin er
mjög sveigjanleg og ræður vel við síður
þar sem efni er stöðugt að breytast, eins
og t.d. fréttasíður. Waporizer vex því með
HTML vefnum án þess að snerta hann
beint og breytingar í HTML vefnum fær-
ast sjálfkrafa jafnóðum yftr í WAP vefinn.
Þar sem Waporizer kemur fram eins og
hver annar vafri gagnvart vefþjóninum er
þessi aðferð algjörlega óháð tegund vef-
þjóns og nýtir þá vefþjónatækni sem er
notuð á síðunni, eins og t.d. ASP, JSP eða
PHP. Einnig er mögulegt að taka
JavaScript og varpa því yfir í WMLScript
til að fá biðlara tæknina. A mynd 1 má sjá
hvar Waporizer kemur inn í upplýsinga-
keðjuna þegar WAP tæki hefur samband
við vefþjón. Waporizer getur legið hvar
sem er á netinu á milli WAP gáttarinnar
(WAP Gateway) og vefþjónsins (Web Ser-
ver), og þarf því ekki að hreyfa neitt við
uppsetningu veijrjóns til að geta nýtt þjón-
ustu Waporizers.
Framtíð WAP
Eins og áður sagði er núverandi útfærsla á
WAP óþroskuð en það stendur til bóta. A
þessu ári stefna öll helstu símfélög heims
að því að koma á svokölluðu GPRS kerft.
GPRS stendur fyrir General Packet Radio
Service og er fyrsti liðurinn í því að bjóða
farsímanotendum upp á meiri bandbreidd
og sítengingu. GPRS er pakkakerfí sem
hefur þann möguleika að geta nýtt fleiri
rásir í GSM kerfinu og þannig aukið band-
breiddina. Kosturinn við GPRS er að það
notar núverandi dreifmgarnet og er stofn-
kostnaður því ekki mikill fyrir símafyrir-
tæki.
A næstu árum er áætlað að ný kynslóð
farsíma komi fram. Er sú kynslóð kölluð
3G (3rd generation) eða þriðja kynslóðin.
Mun sú kynslóð vera gjörbylting á því
kerfi sem við þekkjum í dag og þá aðal-
lega hvað snertir bandbreidd, sem er áætl-
að að verði um 2 Mb/s, sem er talsvert
Á þessari mynd má sjá hvar Waporizer kemur inn í samskiptakeðjuna á milli WAP tækis jWAP Devicej og vefþjóns (Web Serverj.
14
Tölvumál