Tölvumál - 01.05.2002, Síða 5

Tölvumál - 01.05.2002, Síða 5
Skýrsla stjórnar Skýrsla stjórnar fyrir árið 2001 33. starfsár Eggert Olafsson rið 2001 einkenndist af hratt versnandi árferði í upplýsinga- tækni eftir gífurlega þenslu á ár- unum 1999 og þó sérstaklega á árinu 2000. En árið 2001 einkenndist einnig af kraftmikilli starfsemi Skýrslutæknifélags- ins, þrátt fyrir versnandi ytri skilyrði. Það urðu bæði framkvæmdastjóra- og for- mannsskipti í ársbyrjun 2001 og jafnframt töluverðar breytingar á stjórn. Félagið stóð fyrir 12 atburðum á árinu 2001 sem 1.446 manns sóttu, en það er næstmesti fjöldi í sögu félagsins. Félagið DECUS gerðist faghópur hjá Skýrslutæknifélag- inu. Þá tók Skýrslutæknifélagið þátt í und- irbúningi og síðan stofnun SARÍS (Sant- ráð um rafrænt Island) í ársbyrjun 2002. Afkoma félagsins var neikvæð en þó í samræmi við áætlanir sem gerðar voru í upphafi starfsársins. Þrátt fyrir erfitt ár- ferði fjölgaði félögum úr 790 í 823. Ráðstefnur og fundir Umfangsmesti hlutinn í starfsemi félags- ins var sem áður að standa fyrir áhuga- verðum fundum og ráðstefnum á sviði upplýsingatækni. í þessu felst hugmynda- vinna og annar undirbúningur sem er fjöl- þættur, skipulagning og framkvæmd ráð- stefna og funda. A síðasta ári stóð félagið fyrir 6 hefðbundnum ráðstefnum og 6 há- degisverðarfundum, en til samanburðar voru haldnar 8 ráðstefnur árið 2000 en enginn hádegisverðarfundur. Alls sóttu þessa 12 atburði ársins 2001 1.446 rnanns, 42% þeirra voru félagsmenn en 58% utan- félagsmenn. Til samanburðar sóttu 30 fleiri, eða 1.476 manns, atburði félagsins árið 2000 og var það met í sögu félagsins. Að meðaltali kornu 121 á hvern atburð á árinu 2001 á móti 185 árið áður, en það er lang hæsta meðaltal í sögu félagsins. Til frekari samanburðar má geta þess að árið 1997 stóð félagið fyrir 8 atburðum sem 767 manns sóttu en það var svipaður fjöldi og árið áður sem var rnetár í sögu félags- ins á þeirn tíma. A síðasta ári var fest í sessi sú verklagsregla að senda félags- mönnum tölvupóst á frumstigum undir- búnings ráðstefna, þar sem þeirn er gefinn kostur á að koma með ábendingar og at- hugasemdir og hafa þannig bein áhrif á viðkomandi ráðstefnu. Af þessu er fjöl- þættur ávinningur. Frá aðalfundi: Eggert Olafsson, formaður og Jóhann Gunnarsson, funda- stjóri Tölvumál 5

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.