Tölvumál - 01.05.2002, Qupperneq 18

Tölvumál - 01.05.2002, Qupperneq 18
CeBIT 2002 Þróuniri væri sú að efni sem þætti áhuga- verðast yrði einungis hægf að nálgast í áskrift, eða greiða sérstaklega fyrir í hvert sinn sem það væri sótt. ýmsar tækninýjungar. Blaðið vakti athygli á því að vísbendingar eru uppi um að þeir dagar færu að verða taldir þar sem sækja mætti hvaða efni af Vefnum sem væri án þess að greiða sérstaklega fyrir. Þróunin væri sú að efni sem þætti áhugaverðast yrði einungis hægt að nálgast í áskrift, eða greiða sérstaklega fyrir í hvert sinn sem það væri sótt. CHIP þótti einnig standa uppúr hvernig ný skilaboðþjónusta í farsímum, MMS, er að halda innreið sína en nokkrir aðilar voru að sýna fyrstu kynslóðir slíkra síma. Með MMS væri hægt að senda tölvugögn sem viðhengi frá símunum. Hér má einnig nefna að núna eru fáein farsímafyrirtæki í Evrópu að hefja þjónustu sem upprunnin er í Japan og kallast iMode. Hún krefst afar lítillar bandbreiddar en leyfir engu að síður viðtöku á grafísku efni og að sækja í símana lítil forrit. Þjónustan hefur slegið í gegn þar eystra en hvort Vesturlandabúar taki henni opnum önnum mun tíminn leiða í ljós. Blaðinu þótti afar athyglisvert að sjá innlegg Microsft í leikjabransann með tölvunni XBOX sem skartar margvísleg- um eiginleikum. Microsoft er að halda innreið sína á svið þar sem fyrir eru rót- grónir aðilar eins og Sony með Playstation vél sína og má búast við hörðum slag á þeim vígstöðvum á komandi árum. Einar H. Reynis Höfundur starfar hjá Landssíma íslands og er ritstjóri Tölvumála. 18 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.