Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 14
Sími — nýir möguleikar 1. Diktafón upptaka Snælda PSTN eða Símstöð •Hringja/Ýtt á takka - Upptaka hefst •Snælda segir „Hefjið upptöku“ •Leggja á eða ýta á takka til enda upptöku •Upptaka geymd miðlægt •Aðgangur að upptökum á vef 2. Upptaka samtala PSTN eða Símstöð 3. Talhólf + „unified messaging“ tali Hringir úr Flutningur á •Hringja í taihólf •Skilaboð í tölvupósti •Aðgangur á veítium •BoðiogSMS - láta vita •Notandi er í samtali •Hringja/Ýtt á takka - Upptaka hefst •Snælda segir „Upptaka hefst“ •Leggja á eða ýta á takka til enda upptöku •Upptaka geymd miðlægt •Aðgangur að upptökum á vef •Einhver hringir en þú ert ekki viðlátinn •Snælda segir „skildu eftir skilaboð" •Snælda spyr um mikilvægi samtalsins •Snælda sendir skilaboðin í tölvupósti •Notandi getur hringt eða fengið skilaboðin á vef •Boði eða SMS skilaboð til að láta vita Mynd 2. Snælda - notkunarmöguleikar. dæmi um nýja hugsun. I stað hefðbund- inna diktafóna sem lækna gengu með á sér og tóku upp skilaboð, afhentu síðan ritur- um spólurnar sem hlustuðu á spólurnar og vélrituðu þær. Spólurnar voru síðan geymdar. Með Snældu virkar síminn sem diktafónn, hvort heldur um er að ræða borðsíma, þráðlausan innanhússsíma, GSM síma eða heimasíma. Læknir á spít- ala sem er t.d. með þráðlausan síma með handfrjálsum búnaði ýtir á einn hnapp og getur þá hafið upptöku. Allt sem hann seg- ir er tekið upp. Með takkaborðinu á sím- anum getur hann stjórnað upptökunni, sett upptöku á bið, spólað aftur á bak og áfram tekið ofan í eða bætt bút úr upptöku inn á milli. Með því að leggja á eða ýta á einn takka er upptakan vistuð. Upptökurnar vistast miðlægt þar sem læknaritarar fara á innri vef spítalans og geta séð allar upp- tökur sem þeim tilheyra, en það er stilling- aratriði hvaða upptökur viðkomandi ritari hefur aðgang að. Spilarann sem fylgir PC tölvunni er síðan notaður til að hlusta á upptökuna. Jafnframt er mögulegt að nota fótstig til að stýra spiluninni. Allar upp- tökur eru á stafrænu formi og geymast þannig sem hluti af rafrænni sjúkrasögu sjúklinga. Læknar geta með þessu tekið upp upptökur innan spítalans, með GSM símanum sínum á leiðinni heim, á strönd- inni í Portúgal eða heiman frá sér. Allar upptökur eru samstundis aðgengilegar fyr- ir ritara, en þó þannig að fullt aðgangsör- yggi sé tryggt enda um viðkvæmar upp- lýsingar að ræða. Boði Boði er þriðja dæmið um lausn af þessu tagi þar sem síma og vef er blandað sam- an. Tilgangurinn með Boða er að geta náð í hóp af einstaklingum og sent þeim tal- skilaboð. Sá sem sendir getur síðan fylgst með á vef hverjir hafa móttekið skilaboðin og hverjir ekki. Dæmi um notkun þessa er t.d. fundarboðun, skoðanakönnun, minna viðskiptavini á tannlæknatíma eða bara til skemmtunar. Mynd 3 sýnir hvemig Boði er hugsaður, en hægt er að boða hópa jafnt frá síma sem og vef, en flóknari boðanir eru þó framkvæmdar frá vefnum. Notandi skilgreinir sína eigin hópa á vef, en í hverjum hópi geta verið örfáir upp í nokkur hundruð einstaklinga. Hver aðili í hóp getur haft allt að 4 símanúmer tengd við sig auk tölvupóstfangs. Notandi 14 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.