Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 23
Skjalasöfn Nú er gert ráð fyrir að gögnunum sé skilað á CD-R diskum sem eru af tiltekinni gerð og brenndir samkvæmt ákveðnum staðli (ISO 9660:1988). Reglur um hið fyrra svið gilda um öll rafræn kerfi sem eru notuð til að safna og varðveita upplýsingar og verða til í starf- semi opinbers aðila, þar með taldir gagna- grunnar og sérstök skjalavörslukerfi. Kerf- in þarf að tilkynna og þau þurfa að hljóta samþykki Þjóðskjalasafns. Gagnagrunna þarf einnig að tilkynna en þeir þurfa ekki samþykki safnsins. Tilkynningar- og sam- þykktarferlið er til að tryggja skipulega uppbyggingu gagnakerfanna og getu þeirra til skráningar og vörslu gagna. En það er lykilatriði fyrir framtíðarnotendur skjalasafnanna að söfnin endurspegli ferli skjala frá myndun þeirra til endanlegrar vörslu. Auk tilkynningaskyldu er kveðið á um skráningaraðferðir á skjölum, skrán- ingarupplýsingar, skjalavörslutímabil, kerfisupplýsingar, svo meginatriði séu nefnd. Gert er ráð fyrir að skila beri til Þjóðskjalasafns tveimur eins eintökum af skjalagögnunum opinberra aðila á nokk- urra ára fresti. Slíkt skilaeintak er kallað geymsluútgáfa skjalasafnsins eða skjala- gagnanna. þurfa að fylgja með. Nú er gert ráð fyrir að gögnunum sé skilað á CD-R diskum sem eru af tiltekinni gerð og brenndir samkvæmt ákveðnum staðli (ISO 9660:1988). Gögnum skal breytt á snið sem eru kerfisóháð. Textaskjöl skulu vist- uð samkvæmt tiltekinni stafatöflu (ISO 8859-1:1987) en myndir og skönnuð skjöl samkvæmt TIFF staðli (6.0). Hljóðrunur geymast eftir staðlinum MP3 (ISO 11172- 3). Vídeomyndskeið skulu varðveitt sam- kvæmt staðlinum MPEG2 (ISO 13218-2). Miðað er við að í geymsluútgáfunni verði rafræn skjöl bæði vistuð sem texti og sem myndir (TIFF). Skjalakerfin þurfa því að geta búið til hvort tveggja textagerð skjals og myndútgáfu þess þegar að skilum kem- ur. Þannig kveða reglurnar á, í stóru og smáu, um gerð þessarar geymsluútgáfu en ekki verður nánar fjallað urn það að sinni, enda reglurnar ekki endanlega frágengnar. Þetta þýðir að skjalasafn ríkisins, Þjóð- skjalasafnið verður að vera vel búið af þekkingu og tæknibúnaði þegar að þessu kemur og að því er nú unnið. Staðlar Reglur um skil á gögnum eða afhendingu gagna er einkum tæknilýsing á þeim snið- um sem gögn þurfa að vera á þegar þeim er skilað og hvaða upplýsingar (lýsigögn) Eiríkur G. Guðmundsson sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs Þjóðskjalasafns Islands Vlð viljum vekja athygli ykkar á því að eldri tölublöð Tölvumála eru fáanleg á skrif- stofu félagsins, Laugavegi 178 2. hæð, sími 520 7165. Einnig viljum við benda á að hægt er að sækja blaðið á pdf-skjali á vefsíðu félagsins http://www.sky.is/ Tölvumál 23

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.