Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 12
Sími — nýir möguleikar Sími- Björn Jónsson Nú er leitað er eftir næstu lausnum sem munu slá í gegn, enda leit fjarskipta- fyrirtækja að nýjum tekjumöguleikum grimm. nýir möguleikar Sími er órjúfanlegur hluti af tilveru flestra okkar og í raun þekkjum við vart annað. Notkun hans hefur verið vel skilgreind og lengst af takmarkast við símtöl milli manna. Þetta eins og svo margt annað hefur verið að breytast og mun klárlega halda því áfram því smám saman eru að skapast ný tækifæri með nýrri tækni sem ekki voru til staðar áður. Umræður um svokallaða 3ju kynslóðar farsíma, hefur nánast alfarið fjallað um hugsanlega nýtingu símanna til gagna- samskipta, til dærnis með því að vafra á netinu, hlusta á tónlist, skoða Ijósmyndir eða jafnvel lifandi myndir, kaupa hluta- bréf og nota sem greiðslumáta. Vissulega hafa margir farið fram úr sér og fyrirtæki sem hafa ætlað að þróa slíkar lausnir hafa mörg farið illa út úr fjaðrafokinu og vænt- ingum sem á engan hátt stóðust þegar á reyndi. Fjarskiptafyrirtækin sjálf hafa á sama tíma verið mörg hver hálflömuð vegna kostnaðar við leyfi á farsímaleyf- um. Flestum ber saman um að þessi tækni muni koma, en hversu hratt það gerist og hvað af þessari þjónustu mun verða arð- bært er erfiðara að meta. Sígilt er að benda á vinsældir SMS, sem fáir bundu miklar vonir við í upphafi. Nú er leitað er eftir næstu lausnum sem munu slá í gegn, enda leit fjarskiptafyrirtækja að nýjum tekjumöguleikum grimm. Þessi áhersla á gagnalausnir hefur gengið svo langt að stundum hefur gleymst að tal er eðlileg- asta form samskipta og hægt að útbúa fjölmargar virðisaukandi lausnir þar ofan á. Lausnir sem byggja á slíkri tækni höf- um við kosið að kalla tallausnir. Flér verð- ur fjallað um hver þróunin er í slíkum lausnum og nokkrar slíkar lausnir út- skýrðar. Samruni síma og tölvutækni hefur verið í gangi í töluverðan tíma. Eins og svo oft hafa menn ofmetið hraða breytinganna til skemmri tíma, því þarna er frekar um þró- un en byltingu að ræða. Það er hins vegar staðreynd að skilin milli þessara tveggja heima verða sífellt óljósari þegar tal og gögn fara um sömu miðlana og nútíma símstöðvar eru þjónustur keyrandi á Unix netþjónum. Símtölvun, sem eru hugbún- aðarlausnir sem byggja á samþættingu síma og tölvutækni, er heldur ekki nýtt fyrirbrigði. Flins vegar hefur áðurnefnd tæknibreyting ýtt mjög undir þá mögu- leika sem nú standa til boða. Nútíminn Símtæki nútímans hvort heldur um er að ræða farsíma eða borðsíma bjóða upp á sí- fellt fleiri möguleika og því eðlilegt að nýta þennan búnað í fleira en bara að tala í. Fyrir utan að almennu símkerfin eru ákaflega traust samskiptaleið er það aug- ljós staðreynd að allir hafa aðgang að síma á nánast öllum tírnum. A sama hátt og símtæki er staðalbúnaður sem allir munu nota í fyrirsjáanlegri framtíð til að tala í, er vefurinn sá samskiptamiðill sem óum- deilanlega mun verðandi ráðandi varðandi gagnasamskipti og viðmót. Vefurinn hefur þann sama kost og síminn að hægt er að nota hann hvar sem er til að komast í sam- band við kerfi hvar sem er í heiminum. Með því að blanda þessu tvennu saman er verið að búa til lausnir sem ekki krefjast neins viðbótarbúnaðar fram yfir það sem venjulegir notendur eru þegar með í dag. Þessu til viðbótar fylgir sá kostur að slík kerfi má hýsa hvar sem er án þess að not- endur sjái nokkum mun þar á. Síðast en ekki síst hefur hin almenna notkun far- síma gert það að verkum að farsímanúmer er orðið hægt að nota sem einkennisnúmer viðkomandi sem enn frekar eykur nota- gildi þessara lausna, því hægt er að nýta símanúmerið sem hringt er úr sem að- gangsstjórnun sem og til skilaboða svo dæmi séu nefnd. Hefðbundin svarkerfi, sem eru dæmi um símtölvunarlausnir, hafa þekkst lengi, þar sem notendur geta hringt inn í sérstök númer og fengið upplýsingar um stöðu á bankareikningi, upplýsingar um komur og brottfarir flugvéla, veður og færð svo dæmi séu nefnd. Hægt er að ganga mun lengra í þessu sambandi og þá sérstaklega með áðurnefndri samþættingu síma og 12 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.