Tölvumál - 01.05.2002, Síða 20

Tölvumál - 01.05.2002, Síða 20
Kaup á sérjDekkingu auðlindir. Þegar skilin milli innri starfsemi fyrirtækisins og þeirrar ytri eru afmáð á skapandi hugsun greiðan aðgang að fyrir- tækinu og það ýtir undir framfarir. Hversu miklum verð- mætum er fórnað með því krefjast þess að allt sé unnið innan fyrirtækisins? Svarið við því gæti komið á óvart. Fimm skref til árangurs við kaup á þjónustu samstarfsaðila Þessi fimm skref veita litlum fyrirtækjum mikla hjálp við að meta þörf sína fyrir kaup á þjónustu utan fyrirtækisins og átta sig á kostum þess. 1. skref. Það skiptir sköpum að átta sig á væntingum sínum til útvistunar áður en ákvörðun um þau er tekin. Best er að skrá fyrst helstu vandamál fyrirtækisins og skrifa svo niður hvað þyrfti að gera til þess að leysa hvert vandamál. Því næst má spyrja: „Hvers vegna er þetta ekki gert núna?“ Ef svarið er tímaskortur, skortur á sérþekkingu í skipulagsmálum, fjárskortur eða of mikill rekstrarkostnaður er örugglega góð lausn að leita út fyrir fyrirtækið. Fimm atriði til farsældar við kaup á ut- anaðkomandi þjónustu: 1. Að fá samstarfsaðila til að sjá um flöskuhálsana, þá sem standa uppbygg- ingu fyrirtækisins virkilega fyrir þrif- um. 2. Að velja trausta samstarfsaðila, kynna sér þá og ræða við núverandi viðskipta- vini þeirra. 3. Þegai' tiltekin þjónusta er keypt utan fyrirtækisins er samstarfsaðilinn orðinn hluti af fyrirtækinu. Rétt er að koma fram við hann sem slíkan. Til þess að átta sig á hvaða þýðingu þetta hefur fyrir eigið fyrirtæki er gott að byrja á að bera saman hæfileika sérfræð- inga utan fyrirtækisins og þeirra sem starfa innan þess, og leggja á það hlutlægt mat. Ef metinn er heiðarlega kostnaður, gæði, hraði og nýbreytni þess sem fá má hjá utanaðkomandi aðilum koma væntan- lega í Ijós veikleikar í fyrirtækinu sem erfitt er að réttlæta ef eini ávinningur þess að vinna verkin sjálfur er sá að hafa stjóm á öllu. Hversu miklum verðmætum er fórnað með því krefjast þess að allt sé unnið innan fyrirtækisins? Svarið við því gæti komið á óvart. 4. Að gera kröfu um framúrskarandi vinnubrögð, þar sem samstarfsaðilinn er atvinnumaður á sínu sviði. Vinna hans ætti að vekja sífellda hrifningu. 5. Starfsmenn verða oft tortryggnir þegar til stendur að kaupa utanaðkomandi þjónustu. Best er að koma í veg fyrir kjaftasögur með því að koma ætíð hreint fram. Heimild: Michael F. Corbett & Associates, Ltd. 2. skref. Næsta skref er að ræða vanda- málin og hugsanlegar lausnir þeirra við ut- anaðkomandi aðila sem hugsanlega geta veitt viðkomandi þjónustu. Þá má finna alls staðar í kringum fyrirtækið. Ef vanda- málin eru fjármálalegs eðlis er gott ráð að tala við endurskoðanda fyrirtækisins; hans fyrirtæki gæti hugsanlega veitt alhliða fjármálaþjónustu. Mörg endurskoðunar- fyrirtæki taka að sér að sjá um beinan fjár- hagslegan rekstur fyrir fyrirtæki. Ef end- urskoðunarfyrirtækið getur það ekki getur það ábyggilega mælt með fyrirtækjum sem taka slíkt að sér. Ef málið er tæknilegs eðlis er rétt að ræða við þá ráðgjafa sem fyrirtækið hefur áður átt farsælt samstarf við. Ef vandamál- in snúast um prentun og útgáfu einhvers konar er ráð að tala við prentara og hönn- uði sem fyrirtækið hefur átt viðskipti við og þá sem sjá því fyrir tækjabúnaði. 3. skref. Þegar möguleikarnir sem bjóðast utan fyrirtækisins og listinn yfir mögulega samstarfsaðila er farinn að skýrast er næsta skrefið mótun samstarfsins. Oft er þjónusta samstarfsaðilans seld samkvæmt staðlaðri verðskrá. Mikilvægt er að gefa sér tíma til að komast að samkomulagi sem bæði fyrirtækin eru sátt við - þar sem báðir aðilar hagnast. Einnig er nauðsyn- legt að gera ráð fyrir snöggum og vel út- hugsuðum samstarfsslitum ef eitthvað skyldi breytast. Æskilegt er að stefna að langvarandi samstarfi sem byggist á endumýjanlegum skammtímasamningi. Það veitir báðum aðilum svigrúm til aðlögunar þegar for- sendur breytast. Reyndar er eðlilegt að ráðfæra sig við lögmann við gerð hvers konar samninga. 20 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.