Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 22
Skjalasöfn Langtímavarðveisla rafrænna skjalasafna opinberra aðila Eiríkur G. Guðmundsson Þannig hefur Þjóð- skjalasafn í 120 ár tekið við opinberum skjölum sem nú fylla rúmlega 30 hillukíló- metra. Þjóðskjalasafn íslands hefur það hlutverk að taka við og varðveita til frambúðar skjalasöfn stofnana, embætta og fyrirtækja ríkis og sveitarfé- laga. Þar sem héraðsskjalasöfn starfa varð- veita þau skjöl viðkomandi sveitarfélags en skjöl embætta og stofnana ríkis fara í öllum tilvikum til Þjóðskjalasafns. I raun eiga öll skjöl og skjalleg gögn þessara skilaskyldu aðila að berast Þjóðskalasafni eða héraðsskjalasöfnum til varðveislu. Engum er heimilt að eyða opinberum skjölum án leyfis stjórnar Þjóðskjalasafns. Skil til Þjóðskjalasafns eiga að gerast þeg- ar skjöl eru orðin 30 ára gömul. Þannig hefur Þjóðskjalasafn í 120 ár tekið við op- inberum skjölum sem nú fylla rúmlega 30 hillukílómetra. Þrátt fyrir tölvuvinnslu gagna undanfarna áratugi ber skilaaðilum enn að skila gögnum sínum prentuðum á pappír. A því verða breytingar á næstunni. Undanfarin ár hafa litið dagsins ljós tölvukerfi sem geta haldið utan um öll formleg samskipti stofnana eða fyrirtækja, bæði milli starfsmanna innbyrðis og við viðskiptavini. Þannig er viðtaka erinda, greining, meðferð þeirra og afgreiðsla nú víða komið fyrir í einu samhæfðu tölvu- kerfi sem heldur utan um nær alla starfsem- ina. Tæknilega er því kleift að hafa heilu ferlin frá almenningi til stjórnvalda, og öf- ugt, rafræn frá upphafi til enda. Þegar þessu stigi er náð og tölvueign er jafnmikil og raun ber vitni er tæknilegum forsendum fyrir rafrænni stjórnsýslu að mestu full- nægt. Öryggisþátturinn er enn ófrágengin en dreifilyklakerfi er í mótun. Umræðan um áreiðanleika og lagastöðu rafrænna skjala hér á landi er reyndar að mestu eftir. Eins og kunnugt er stefnir ríkisstjórnin að því að stjómsýsla verði rafræn hér á landi. Það felur í sér að pappír verður ekki lengur einráður miðill í samskiptum hins opinbera við þegnana. Rafrænar sendingar upplýsinga (eins og skattframtal nú) verða þá heimilar og jafnvel gerð um það krafa. Þetta ber með sér að opinberir aðilar verða að hafa öll sín gögn virk á rafrænu formi og aðgengileg ámm saman. Eðlilegt er því að finna lausn á því að geyma til frambúð- ar skjalleg gögn ríkisins á miðli sem raf- ræn tákn. Geymslusnið verður að vera staðlað og algengt svo hægt sé að lesa það til frambúðar og geymslumiðill svo traust- ur sem verða má. Ríkisskjalasöfn Ríkisskjalasöfn um heim allan hafa hingað til ekki treyst þeim rafrænu miðlum sem notaðir hafa verið og ekki hafa verið til staðlar eða lausnir á því hvernig skyldi varðveita gögn þannig að tryggt sé að þau megi lesa um alla framtíð með þeirri tækni sem til er í það og það skiptið. Að þessu er nú unnið af kappi. Rétt er að nefna að hér eru menn að tala í öldum og árþúsundum. Danska ríkisskjalasafnið tók forystu á þessu sviði fyrir nokkrum árum og hóf fyrst ríkisskjalasafna að taka við rafræn- um skjalasöfnum ríkisins með skipulegum hætti árið 1996. Menntamálaráðherra skipaði nefnd til að undirbúa varðveislu opinberra tölvuganga. Nefndin kynnti sér m.a. aðferðir Dana og lagði til að byggt yrði á aðferðum þeirra. A þeim grundvelli er nú verið að leggja lokahönd á reglur og leiðbeiningar um skil á rafrænum skjala- söfnum hins opinbera til Þjóðskjalasafns. Á þessu ári verða þær reglur kynntar og stefnt er að því hefja móttöku rafrænna gagna á næsta ári. Það er þó ýrnsu háð. Þjóðskjalasafn hefur hingað til sett regl- ur um skjalavörslu hins opinbera og haft eftirlitsskyldu með henni. Skil pappírs- gagna hafa því lotið sérstökum reglunt eða verklagi. Skjalasöfn sem skilað er til Þjóð- skjalasafns þurfa því að uppfylla ákveðin skilyrði. Þetta breytist ekki. Reglurnar sem nú eru í mótun lúta að þessurn tveim- ur sviðum; um skjalavörslu opinberra að- ila og um afhendingar á skjalagögnum op- inberra aðila til Þjóðskjalasafns. 22 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.