Tölvumál - 01.05.2002, Síða 15

Tölvumál - 01.05.2002, Síða 15
Sími — nýir möguleikar Móttakendur Sendandi Boði www.simi.is/Bodi Sendandi 7550000 Mynd 3. Boði, notkun með síma og vef. getur síðan sett í gang nýja úthringingu bæði frá vef og frá síma. Hann getur ákveðið hvenær boðunin fer af stað og jafnvel hvort hún sé endurtekin, t.d. eins og þegar minna þarf félagana vikulega á að fótboltatíminn liefjist eftir 30 mínútur. Hægt er að ákveða hversu oft sé reynt að ná í viðkomandi og á hversu langt sé látið líða milli tilrauna. Hægt er að stjórna eðli boðunarinnar, t.d. venjulegt boð, láta mót- takanda staðfesta sérstaklega þegar hann hefur hlustað á skilaboðin, láta móttak- anda svara með því að slá inn tölu eða jafnvel skilja eftir talskilaboð. Hægt er tengja boðin við tölvupóst þannig að menn fái boðin í tölvupósti sem og niður- stöður boðunar. Þegar búið er að velja teg- und boðunar tekur notandinn upp talskila- boðin í gegnum síma eða notar upptökur sem hann hefur áður verið búinn að taka upp í gegnum síma. Síðasta skrefið er að staðfesta beiðnina og þar með hefur ný boðun verið framkvæmd sem annað hvort fer strax af stað eða á þeim tíma sem til- greindur var. Notandinn getur síðan fylgst með á vefnum hverjir hafa svarað og hverjir ekki. Lokaorð Þær þrjár lausnir sem hér voru nefndar eru einungis dæmi um þá möguleika sem sím- ar og þá sérstaklega samtvinnun vef og símalausna býður upp á. Þetta eru lausnir sem eru keyrandi í dag en ekki einhver framtíðarsýn. Sú símtækni sem þegar er til staðar í dag býður upp á fjölmarga mögu- leika, en þetta er þó einungis forsmekkur- inn af því sem korna skal þegar IP sím- tækni nær að festa sig betur í sessi sam- hliða komu 3ju kynslóðar farsíma. Það eru því vissulega spennandi tímar framundan. Björn Jónsson er framkvæmdastlóri Grunns- gagnalausna ehf., sem sérhæfir sig í IP-sím- tækni og símtölvun. Björn er rafmagnsverk- fræðingur og tölvunarfræðingur frá Háskóla Islands og með meistarapróf í tölvuverkfræði frá University of Texas í Austin. Tölvumál 15

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.