Tölvumál - 01.05.2002, Síða 26

Tölvumál - 01.05.2002, Síða 26
Kynningargrein Ótrúlegar framfarir í skjúvarpatækni Nýherji kynnir nýjustu tækni í kynningarbúnaói Nýherji stóð nýlega fyrir kynningu á nýjustu tækni í skjávörpum og ráðstefnubúnaði. Fjöldi manns mætti, naut veitinga og kynnti sér þá möguleika sem nú standa til boða í skjá- vörpum, hvort sem um er að ræða fræðslu- búnað fyrir skóla, funda- og ráðstefnubún- að fyrir fyrirtæki, eða hreina og beina skemmtun fyrir heimilið. Meðal þeirra tækninýjunga sem voru kynntar, var mimio töfluhermirinn, sem nemur það sem skrifað er á venjulega teiknitöflu og færir það inn í tölvu, svo hægt sé að teikna skýringarmyndir á fjar- fundum. Þá var kynntur til sögunnar nettengdur 3000 ANSI Lumens skjávarpi sem gerir tengingar milli tölvu og skjávar- pa óþarfar. Þráðlaus tækni liðkar mjög fyr- ir framsetningarmöguleikum kynninga. Einnig voru sýndar nýjustu tæknilausnir í kennslu og fundahaldi. Skyggnst var inn í skólastofu framtíðarinnar, þar sem börn- in lærðu internetfræði á fartölvur, auk þess sem nýjasta tækni í búnaði fundarher- bergja var kynnt. Stolt Nýherja að þessu sinni var óneit- anlega hið glæsilega par, IBM ThinkPad X22, ein smæsta fartölva IBM og skjávar- pinn netti ASK M3. Samanlagt vógu þessi tvö nettu tæki undir fjórum kílóum. Fulltrúi skjávarpafyrirtækisins ASK/In- Focus, Henrik Breda, var staddur á Islandi vegna kynningarinnar og ræddi við áhuga- sama um framfarir og nýjungar í kynning- ar- og ráðstefnubúnaði. Breda sagði að nú væru til dæmis heimabíókerfi með skjá- vörpum orðin sambærileg hágæðasjón- vörpum að gæðum. Hann taldi líklegt að nú yrði almenningi í auknum mæli kleyft að bæta heimaskjávörpum í annars litríka flóru afþreyingartækja á heimilum. Þó Breda þætti ólíklegt að skjávarpar myndu nokkurn tíma taka algerlega við af sjón- vörpum, taldi hann víst að fjölskyldur myndu oftar njóta kvikmynda og afþrey- ingarefnis með heimabíóbúnaði sem nú er loksins að ná verðflokkum sem eru al- mennum neytendum viðráðanlegir. Nýherji er eitt öflugasta þjónustufyrir- tæki landsins á sviði upplýsingatækni. Þeir Nýherjamenn Ágúst Þór Gylfason, Sveinn Þ. Jónsson sölustjóri ráðstefnubúnaðar, og Sverrir Krist- finnsson ásamt Henrik Breda frá ASK í Noregi, Thinkpad X22 fartölvunni og ASK M3 skjávarpanum. 26 lölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.