Tölvumál - 01.05.2002, Page 9

Tölvumál - 01.05.2002, Page 9
Universal námsefnið skilgreint í námseiningum og námskeið sett sarnan úr námseiningum. Universal miðlarinn er byggður á skýrri skiptingu milli innihaldslýsingar námsein- ingar og sjálfri námseiningunni og dreif- ingu hennar. Lýsigagnaskráningin (meta- data) innheldur mjög nákvæmar lýsingar um allar námseiningamar sem eru að- gengilegar frá UBP og eru þessar upplýs- ingar geymdar á miðlægum UNIVERSAL þjóni. Námseiningarnar eru geymdar á þjónum þeirra sem bjóða efnið og lifandi fjarfundir eru boðnir í gegnum miðlara. Tryggja verður að allt námsefni sé til reiðu á netinu. Þetta er auðveldara þegar um efni er að ræða sem geymt er á tölvum en getur verið vandkvæðum bundið ef t.d. á að netvarpa rauntíma kennslustund. Skráning námseininganna er byggð á stöðlum (IEEE LOM3/IMS). Viðmótið á gagnaskráningunni notast við XML:RDF. Ákveðið var að styðjast við IEEE LOM staðalinn eftir töluverða skoðun á þeim stöðlum sem í boði eru. Aðilar verkefnis hafa farið nokkur ítrunarskref í gegnum staðalinn því hann heimtar mikið magn af upplýsingum. I fyrstu útgáfu miðlarans var þess krafist að öll svæði yrðu fyllt út en eftir nokkrar prófanir var ákveðið að fækka svæðunum þar sem um óþarfar upplýsingar var að ræða. Dæmisaga um notkun UBP Jóna Guðmundsdóttir er kennari við í heimspekideild Háskóla íslands. Næsta haust á hún að kenna námskeið fyrir er- lenda nemendur, um sögu, bókmenntir og menningu Islands. Það eru ekki nema 10 nemendur skráðir í námskeiðið, þannig að hún ákveður að notfæra sér hina nýju þjónustu, UBP. Hún vill fjölga þátttakend- um í námskeiðinu m.a. til þess að fá aukna vídd í umræður. Einnig sakar ekki að fá nokkrar aukakrónur í vasann. Hún skiptir námskeiðinu í þrjár náms- einingar. sögu Islands, íslenskar bók- menntir og menningu Islands. Saga Islands tekur þrjár vikur, bókmenntirnar fjórar vikur og menningin nær yfir þrjár vikur. Jóna hefur hug á að láta nemendur lesa nokkrar sögur og sýna atriði úr íslenskum kvikmyndum, upplýsingar urn bækurnar skráir hún í UBP. Jóna hefur ákveðið að nemendur eigi að skila ritgerðum eða fyrirlestrum innan hvers hluta námskeiðsins. Hún ætlar ekki að fara yfir ritgerðir nemenda sem ekki eru þátttakendur í öllu námskeiðinu, hún skráir þessar upplýsingar inn í UBP. Svein Bergvik er prófessor í sagnfræði við háskóla í Noregi. Hann á að kenna námskeið næsta haust fyrir fyrsta árs nem- endur, senr á að fjalla um sögu Islands og Leif Eiríksson. Hann hefur ekki sérhæft sig á þessu sviði og er þess vegna í vand- ræðum með að finna áhugavert námsefni fyrir nemendur sína. Sagnfræðin hefur átt undir högg að sækja vegna þess að nem- endur hafa horfið til annarra skóla því kennslan í skólanum sem hann starfar við hefur ekki þótt nógu nútímaleg. Hann ákveður að leita fanga hjá UBP þjónustunni og athuga hvort ekki sé ein- hver frá íslandi sem geti aðstoðað hann með skemmtilegt og fræðandi efni. Hann finnur upplýsingar um námseiningu Jónu þ.e. sögu Islands. Hann finnur nákvæmar upplýsingar um námseininguna, markmið, hverjum ætlað o.s.frv. og einnig lista yfir hvaða námsefni Jóna ætlar að nota. Hann sækir um þátttöku og óskar eftir að fimm nemendur fái leyfi til þátttöku í námsein- ingu Jónu. Námseiningin er nokkuð dýr vegna þess að Jóna notar efni úr íslensk- um kvikmyndum. Svein er þó tilbúinn að reiða fram nokkurt fé fyrir námseininguna því með henni verður námsefni hans áhugavert og nútímalegt. Hluti af nám- skeiðinu verður á netinu, þ.e. almennar upplýsingar, námsbækur, vefþræði og verkefni. Síðan mun Jóna hafa fyrirlestra á netinu og einnig ætlar hún að nýta fjarfunda- búnað fyrir umræður. Hún mun einnig gera ráð fyrir því að nemendur hafi horft á ákveðna búta úr íslenskum kvikmyndunt á netinu áður en umræðutíminn hefst. Joáo Lucas er prófessor í mannfræði við háskóla í Portúgal. Hann á að kenna námskeið um menningarheim Norður- landa næsta haust. Þetta er nýtt námskeið og hann hefur ekki hugmynd um hvar hann á að finna nýlegt og áhugavert efni. Hann ákveður að leita í UBP og finnur þar námseiningu Jónu um menningu Islands. Honum líst vel á og sækir um þátttöku fyrir 20 nemendur. Jafnframt vonast hann til að finna eitthvað svipað frá hinum N orðurlöndunum. Tölvumál 9

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.