Tölvumál - 01.05.2002, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.05.2002, Qupperneq 19
Kaup á sérþekkingu Nýting ytri auðlinda Leiðarvísir lítilla fyrirtælcja við kaup á sérþekkingu Michel F. Corbett Eins og sjá má hér að neðan þar sem taldar eru upp helstu hindranir lítilla fyrir- tækja við kaup á sér- fræðiþekkingu utan fyrirtækisins er helsta hindrunin ótti við að missa stjórnina. Síðastliðinn áratug hafa bandarísk stórfyrirtæki (Fortune 500) í síaukn- um mæli fært ákveðna þætti í starf- semi sinni út úr fyrirtækinu og til sér- hæfðra fyrirtækja með svokallaðri útvist- un. Þessi stórfyrirtæki hika ekki við að fá utanaðkomandi sérfræðinga til þess að taka að sér verkefni sem áður voru unnin innan fyrirtækisins. Með þessu hafa þau dregið úr kostnaði, bætt skipulag og aukið hraða og sveigjanleika innan fyrirtækisins. „Fólk með sérþekkingu getur unnið verk sem fellur undir þess svið betur og ódýrar en aðrir,“ segir Herb Kelleher hjá Sout- hwest-flugfélaginu. Bandarísk stórfyrir- tæki hafa því orðið skilvirkari og sveigjan- legri og bætt þjónustu sína með því að leita til sérfræðinga með ákveðna þætti rekstrarins. Málið horfir öðruvísi við litlum fyrir- tækjum. Sveigjanleiki og lipurð fylgir smæð þeirra, þau eru sérhæfð og vinna verk sín af ástríðu. Aftur á rnóti skortir þau oft ýmsa verkkunnáttu, tækni, fjármagn, hagkvæmni í rekstri og önnur úrræði sem hin stærri hafa aðgang að. Eigendur lítilla fyrirtækja þurfa líka að gæta þess að láta reksturinn ekki íþyngja sér svo mjög að þeir geti ekki einbeitt sér að uppbyggingu fyrirtækisins. Vegna þessara sérkenna smærri fyrir- tækja er styrkurinn í að leita út fyrir fyrir- tækið ekki endilega fólginn í því að endur- skilgreina og -skipuleggja starfsemina í því skyni að auka hraða og skilvirkni heldur er útvistun rniklu frekar til þess fallin að auðvelda þeim að leggja aukna áherslu á styrkleika sína. Fyrstu skrefin Öll fyrirtæki, smá sem stór, eiga eitt sam- eiginlegt: Fyrstu skrefin í að kaupa til- tekna þjónustu utan fyrirtækisins eru oft- ast erfiðust. Eins og sjá má hér að neðan þar sem taldar eru upp helstu hindranir lít- illa fyrirtækja við kaup á sérfræðiþekk- ingu utan fyrirtækisins er helsta hindrunin ótti við að missa stjómina. Eigendur smærri fyrirtækja eru vanir að stjórna sjálfir starfsfólkinu, vinnuferlinu og tækn- inni sem notuð er við starfsemina svo þeim þykir erfitt að sætta sig við þá hug- mynd að færa eitthvað af þessu út fyrir fyrirtækið. Það getur þó verið vel þess virði að sigrast á óttanum. Helstu hindranir lítilla fyrirtækja við kaup á sérfræðiþekkingu utan fyrirtækis- ins: 1.1. Ótti við að missa stjórnina. 2. Vinna talin of stefnumarkandi. 3. Tilfinning fyrir sérstöðu fyrirtækisins. 4. Verðmætamat. Heimild: The 2001 Strategic Outsourcing Study - The Outsourcing Research Council Með því að nýta sér þjónustu samstarfs- aðila öðlast eigendur lítilla fyrirtækja að- gang að bestu þekkingu sem völ er á hverju sinni þótt þeir borgi aðeins fyrir þann hluta sem þeir nota, og aðeins þegar þeir þurfa á henni að halda. Þegar eigandi smáfyrirtækis hefur einu sinni leitað út fyrir fyrirtækið kemur það honum oft á óvart að þegar eru til lausnir á mörgum helstu vandamálunum sem fyrir hendi eru í rekstrinum. Eða eins og James Brian Quinn, prófessor við Darthmouth-háskóla, orðar það: „Það getur aldrei orðið meiri nýsköpun innan einstaks fyrirtækis en alls staðar umhverfis það.“ í hinum fjölþætta og margbrotna heimi nútímans koma bestu lausnirnar - á öllum sviðum nema helsta sérsviði hvers fyrir- tækis - í sífellt meiri mæli utan frá. Ef lít- ið fyrirtæki ætlar að halda í við keppinaut- ana, hvað þá að komast fram úr þeim, verður það sífellt að nýta sér þessar ytri Tölvumál 19

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.