Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 11
Universa um bækur, og fagfólk skrifar bókardóma. Óvissan í notkun námsefnismiðlarans felst því í hve vel tekst að setja fram trú- verðugt viðskiptalíkan. Spurningarnar sem vakna eru: 1. Hver fær greitt fyrir sölu kennsluefnis- ins? Er það kennarinn eða háskólinn? Kennari fær greitt fyrir að skrifa bók. 3. Hver greiðir fyrir kennsluefnið? Er það háskólinn, kennarinn eða jafnvel nem- andinn? Nemandi kaupir bók. 4. Hver rekur námsefnismiðlarann og fær tekjur af færslum í gegnum hann? Ut- gefendur sjá um að prenta og markaðs- setja bækur og fá hluta af sölu þeirra. Einnig má vel hugsa sér að námsefnið sé ókeypis. Það er t.d. þannig um ýmsan hugbúnað, rnargar greinar og efni á vefn- um. Vel gæti hugsast að háskólar sæju sér hag að því að kennarar þeirra gæfu út námsefni frítt og væru þannig auglýsing fyrir háskólann. Háskólinn umbunaði svo kennaranum fyrir framleiðslu námsefnis- ins. Þegar eru komin fram dæmi urn þetta, það frægasta er líklega ‘Opencourseware’ hjá MIT (http://web.mit.edu/ocw/) Avinningur Ljóst er að enn á eftir að svara mörgum af þeim spurningum sem verkefnið dregur fram. Nú býðst liáskólum sem ekki eru þátttakendur í verkefninu að gerast aðilar að UBP og skiptast á námseiningum við aðra háskóla. Verkefnið er enn á tilrauna- stigi en við frekari kynningu á hugmynd- inni og miðlaranum sjáum við hver áhugi háskóla í Evrópu verður. Nemendur ættu að sjá eftirtalinn ávinn- ing af UBP tækninni: • Dreifnám, nemendur sækja námsein- ingar annarra háskóla sem eru viður- kenndar af viðkomandi háskóla • Betra námsefni, auðveldara/meira að- gengi að ýmsum námseiningum • Ódýrara námsefni, stærri markaður (fleiri nemendur) fyrir hverja námsein- ingu Það er von verkefnisaðila að sem flestir sjái sér fært að kynna sér nánar miðlarann sem nú er unnið að í verkefninu og er að- gengilegur á vefnum: http://www.ist-uni- versal.org. Frá og með janúar 2002 býðst öllum háskólum í Evrópu að skiptast á námseiningum bæði sem bjóðendur og viðtakendur. 1 Hugtakið dreifnám lýsir blöndu af staðbundnu námi og fjamámi. Nánari lýsingu má sjá á vefnum http://www.menntagatt.is/ 2 http://www.ist-universal.org 3 http://ltsc.ieee.org/doc/index.html Höfundar: Ebba Þóra Hvannberg er Dósent við tölvunarfræðiskor í Háskóla Islands, http://www.hi.is/~ebba Sigrún Gunnarsdóttir starfar við Rannsóknardeild Landssíma Islands, http://rannsoknir.simnet.is Sæmundur E. Þorstejnsson starfar við Rannsóknardeild Landssima Islands, http://rannsoknir.simnet.is Ný stjórn Skýrslutæknifélag íslands og framkvæmdastjóri -2002 Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri, Olafur Aðalsteinsson varamaður er hjá LSH, Einar H. Reynis meðstjórnandi er hjá Landssíma Islands, Heiðarjón Hannesson varamaður er hjá Vika, Brynja Cuðmundsdóttir gjaldkeri er hjá Skýrr, Sigurborg Gunnarsdóttir meðstjórnandi er hjá Tölvumiðstöð sparisjóðanna, Eggert Olafsson formaður er hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar og Svana Helen Björnsdóttir er hjá Stika. A myndina vantar Stefán Kjærnested varafor- mann en hann er hjá Ríkisbókhaldi. Tölvumál 11

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.