Tölvumál - 01.05.2002, Qupperneq 10

Tölvumál - 01.05.2002, Qupperneq 10
Universal Pó að þróun UBP sé aðeins á fyrsta áfanga, hefur kerfið þegar verið notað í tilraunaskyni í Háskóla Islands. Nú er Jóna með 15 nemendur í sögu- hluta námskeiðsins og 30 í menningarhlut- anum. Það er mikið hagræði að því að hafa aðgang að námsefni á þennan hátt og að kerfið sjái um að fylgjast með notkun námseininga sem er grundvöllur að greiðslu til höfunda. Kerfið sendir reikn- inga til þeirra háskóla sem nýta námsein- ingamar og sér um greiðslur til höfunda og fulltrúa þeirra. Með UBP kemur fram nýr markaður fyrir kvikmyndir. Reyndar þarf að leggja allmikla vinnu í að búta niður kvikmyndir í hluta sem henta sem námseiningar. Kvik- myndaframleiðendur gætu t.d. frá upphafi reiknað með þessum markaði og haft kvik- myndahluta til reiðu á vefþjóni sem tengdur væri UBP. Þannig fengist aukin út- breiðsla á kvikmyndir og víðari tekjugrunnur. Reynsla af notkun UBP Þó að þróun UBP sé aðeins á fyrsta áfanga, hefur kerfið þegar verið notað í til- raunaskyni í Háskóla íslands. Fyrst var sýndur fyrirlestur eftir pöntun í fyrirlestri í M.S. námskeiðinu Formlegar aðferðir í hugbúnaðargerð í tölvunarfræðiskor. Þessi tilbreyting mæltist vel fyrir hjá nemendum. Jafnvel þótt fyrirlesturinn félli ekki beint að efni námskeiðsins, víkkaði hann tvímælalaust út sjóndeildarhring nemenda. í júní gafst nemendum í lesnám- skeiði um rafræn viðskipti kostur á að hlusta á heimsþekkta fyrirlesara fjalla um ýmis efni tengd rafrænum viðskiptum. Fjórir fyrirlestrar voru í boði, hver rúm- lega ein klukkustund að lengd. Upphaf- lega var gert ráð fyrir að nemendur hlust- uðu á fyrirlestrana samtímis og gætu því lagt spurningar fyrir fyrirlesara, en úr varð að þeir hlustuðu á fyrirlestrana eftir pönt- un, hver þegar honum hentaði. I öllum tilvikum fylltu nemendur og kennari út spurningablöð um gæði efnis og flutningstækja. í þetta skipti féllu fyrir- lestrarnir mjög vel að efni námskeiðsins og gæði þeirra voru einstök. í umræðum með nemendum kom einnig í ljós að sum- ir myndu horfa á fyrirlestrana aftur til að glöggva sig enn betur á innihaldinu. Á mynd 2 er sýnt dæmi um notendaviðmót fyrir lifandi kennslu í Universal. Viðskiptalíkanið Námsefnismiðlari eins og UBP er ekki byltingarkennd aðferð til að dreifa náms- efni. Undanfarin ár hefur orðið þróun í þá átt að gefa út námsefni á myndböndum, viðbótar námsefni á vefnum tengt kennslubókum í formi dæma, verkefna, ít- arefnis og uppbyggingu námskeiða (sylla- bus). Einnig hafa samtök og fagfélög gefið út námskrár eða þekkingarramma (e. body of knowledge) fyrir ákveðin fagsvið. Þekkingarrammar gætu liaft afgerandi áhrif til stuðnings á slíkum námsefn- ismiðlurum því þeir virka eins og tilvís- analíkan fyrir kennsluna. Með námsefnismiðlaranum er hins veg- ar stigið næsta skref fram fyrir þá sundur- lausu flóru sem boðið hefur verið upp á. í námsefnismiðlaranum er leitast við að hafa lýsigögnin samræmd þannig að margir kennarar eða skólar geti skipst auð- veldlega á efni. Einnig er reynt að leggja kennslufræðilegt mat á innihaldið. Hversu marktækt og nothæft matið verður á eftir að koma í ljós. Skrifaðir eru lesendadómar Gore productapproach Mynd 2: Fyrirlestur í rafrænum viðskiptum, tölvunarfræði Hl. 10 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.