Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 17
CeBIT 2002 Að sögn munu fjögur afbrigði sama tækisins koma á markað en hið voldugasta hefur harðan disk sem getur geymt allt að 80 klukkustundir af myndefni kynntar á sýningunni stafrænar videotöku- vélar frá Panasonic sem geta vistað mynd- ir á MPEG-4 sniði. I tengslum við sýninguna fékk nýtt grafískt kort frá ATI/Hercules, Radeon 8500DV, nokkra athygli fyrir eiginleika sem eru meðal annars þeir að geta horft á sjónvarpsútsendingu samtímis því sem verið er að taka upp dagskrána en hliðrað áhorfinu til í tíma. Þar fyrir utan er hægt að nota innrauða fjarstýringu til að stjóma kortinu eins og um sjónvarps-eða mynd- bandstæki væri að ræða. Hægt er að velja um MPEG-1 eða MPEG-2 (DVD) fyrir upptöku og að sjálfsögðu spila DVD- diska. Verðið á þessu korti er lágt, rétt rúmar 400 Evrur, og sumir einmennings- tölvuframleiðendur eru þegar farnir að láta kortið fylgja með tölvum sínum. Fujitsu Siemens var að sýna frístand- andi tæki sem kallast Activity Media Center en áætlað er að það komi á markað næstkomandi haust og muni kosta 1.000 Evrur. Að útliti er það eins og myndbands- tæki af stærstu gerð. Að sögn munu fjögur afbrigði sama tækisins koma á markað en hið voldugasta hefur harðan disk sem get- ur geymt allt að 80 klukkustundir af myndefni með gæðum sem eru jafngóð eða betri en VHS-myndbandsspólur. Líkt og með PC-kortið að ofan gefur tækið færi á að hliðra efni til í tíina, það er að taka upp á meðan verið er að horfa á sömu út- sendingu en aðeins á eftir í tíma og ef bregða þarf sér frá er einfalt að styðja á hlé-hnapp og halda svo áfram síðar þar sem frá var horfið. Tengingar eru á þessu stigi sagðar fyrir stafræna viðtöku frá Astra-gervihnetti þar sem forrita má tækið með EGP (Electron- ic Programming Guide) en fyrir utan það skartar tækið af möguleika á að bæta við eiginleikum fyrir mynd-að-vild (pay per view) og að geta spilað DVD-diska, MP3, Windows Media og hefðbundna CD- diska. Eins og sakir standa mun ætlunin verða að Astra sendi út um 30 kvikmyndir á mánuði og ef viðtakandinn horfir á mynd eru upplýsingar um það sendar um Netið og notandinn rukkaður sem því nemur. Urmull tenginga er á tækinu, þeirra á meðal Dolby dts, FireWire, Ether- net og USB en tvö seinni eru ætluð til að hægt sé að tengja tækið við Netið og síðan má stjórna tækinu með fjarstýringunni eða um þráðlaust hnappaborð. Tilraunaverkefni Það sem hið rótgróna fyrirtæki IBM hefur sýnt í gegnum tíðina hefur oft vakið at- hygli og að þessu sinni var kastljósinu beint að tækni sem kölluð er Meta Pad. Hún gengur út á það að í stað þess að not- andinn sé með margar ólíkar en samverk- andi tölvur í notkun er um eina tölvu að ræða sem getur brugðið sér í mörg hlut- verk eftir því hvernig henni er raðað sam- an. IBM afréð í tilrauninni að skilja í sundur allar helstu eiginleika venjulegrar tölvu. Aðalbúnaðurinn er það sem kallast kjami en hann er um 270 grömm og 7,5 sinnum 12,5 sentimetrar að ummáli og inniheldur örgjörvann, minni, gögn og for- rit ásamt stýrikerfmu Windows XP. Síðan má setja kjamann í samband við ýmiss- konar búnað þannig að úr geti orðið borð- tölva, lófatölva, fartölva eða „tablet“. Þannig er alltaf um að ræða einn stað þar sem gögnin eru geymd en notendaskilin eru breytileg eftir því hvemig Meta Pad er sett saman. Taka má kjamann úr þeim ein- ingum sem mynda borðtölvu og smella í einingu sem er lófatölva og síðan þaðan í einingu sem er fartölva. IBM tekur fram að Meta Pad muni ekki fara í framleiðslu heldur er um að ræða rannsóknarverkefni til að kanna hvernig best er að þróa annan skyldan búnað. Af öðrum búnaði sem sýndur var má nefna tilraunasíma frá Siemens sem hafði enga hnappa en er stjórnað með raddstýr- ingu. Síminn var afar smár og í tveimur útgáfum. Annar var hafður á úlnliðnum en hina gerðina mátti hafa um hálsinn en mynd sem fylgir þessari grein sýnir þann síðarnefnda. Hann var lítið stærri en hálft hænuegg og fyrir utan að nota hann á hefðbundinn hátt má nota með honum GPRS, GPS og tengja við MP3-spilara. Á myndinni má sjá litla myndavél við hlið símans en sá sem sýndi tækið tók mynd af höfundi og sendi í miðlara og litmynd birtist að skömmum tíma liðnum á skjá í básnum. Ekkert framar ókeypis? Þýska tæknitímaritið CHIP gerði CeBIT að venju góð skil og veitti verðlaun fyrir Tölvumál 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.