Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 25
Kjallaragrein Oft er borin mikil virðing fyrir undirritun samninga í votta viðurvist. Með raf- rænum samningum er unnt að viðhafa sömu skilyrði og kröfur þar sem hlutað- eigandi nota rafræn- ar undirskriftir. Það er auðvelt að undirrita þau með raf- rænni undirskrift þannig að uppruni þeirra sé tryggður og vilji höfunda staðfestur. Það er auðvelt að hafa þau hulin öllum nema þeim sem eiga að sjá þau og það er auðvelt að afrita þau án þess að þau verði læsileg óviðkomandi aðilum. Auk þess er auðvelt að færa þau milli staða til að tryggja varðveislu þeirra. Alla meðhöndl- un rafrænna gagna, þar með talið ef þau eru lesin, skoðuð eða prentuð, er hægt að skrá þannig að unnt sé að rekja allar að- gerðir. Oft er borin mikil virðing fyrir undirrit- un samninga í votta viðurvist. Með raf- rænum samningum er unnt að viðhafa sömu skilyrði og kröfur þar sem hlutað- eigandi nota rafrænar undirskriftir. Það sem meira er, með tölvu- og samskipta- tækni er unnt að staðfesta gildi rafrænnar undirskriftar um leið og hún er fram- kvæmd þannig að enginn vafi leiki á því hver sé að rita undir og hvaða heimildir sá að- ili hefur. Öryggi rafrænna upplýsinga hefur því ekkert með geymslu- máta að gera, þó það væri sem „mynstur úr rafhleðslum og eyð- um“. Tölvugögn eru, eins og öll gögn, ótrygg ef ekki eru gerðar ráðstafanir til að tryggja að skilyrð- um sé fullnægt. Það er hins vegar mögulegt að tryggja öryggi tölvutækra gagna mun betur en unnt er með pappírsgögn. Það þarf að auka þekkingu almennings á notkun upplýsinga- tækninnar til þess að tryggja örugg rafræn viðskipti. Samhliða því þarf að samræma ýmsa þætti sem varða öryggi og öryggiskerfi og tryggja sannvottun á tölvukerfum, gögn- um og notendum þeirra. Auk þess þarf að gera notendum upplýsingakerfa kleift að undirrita við- skiptaskjöl á rafrænan hátt með því örygg- isstigi sem ásættanlegt er hverju sinni. Tæknin er til staðar. Með aukinni notk- un verður tæknin ódýrari, skilvirkari og á endanum verður hún eðlileg og sjálfsögð. Eg hvet því alla til að kynna sér mögu- leika rafrænna viðskipta og rafræns ör- yggis því þar liggur framtíðin. Stígið óhikað en með gát út á rafrænu upplýsingahraðbrautina, hún mun bera ykkur langa leið. Eyður Notadu Netbankann milli landa Erlendar greidslur á Netinu (swift) Nú getur þú framkvæmt greidslur til útlanda í Netbanka isb.is. Þar hefur þú aógang ad öruggu alþjódlegu greidsluneti sem kemur gjaldeyrisgreidslum til skila á fljótlegan og öruggan hátt. Bylting fyrir námsmenn - nú geta þeir tekid út af eigin reikningi í Netbanka isb.is og lagt inn á eigin reikning eda adra hvar sem er í heiminum. Aukid hagrædi og þægindi þar sem þú færd leidsögn um greidslumidlun til útlanda, skref fyrir skref. Hægt er ad senda helstu tegundir gjaldmidla til landa innan Evrópu og Bandaríkjanna. Hægt er ad vista greidsluformid og kalla þad fram aftur. Eykur öryggi og útilokar villuinnslátt og tafir. Kostnaóur skv. gjaldskrá bankans. ÍSLANDSBANKI Tolvumál 25

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.