Tölvumál - 01.05.2002, Síða 21

Tölvumál - 01.05.2002, Síða 21
Kaup á sérþekkingu 4. skref. Það krefst góðrar stjómunar að flytja starfsemi út úr fyrirtækinu og til sér- fræðinga utan þess. Eigandi fyrirtækisins getur að sjálfsögðu ekki varpað frá sér ábyrgð á því hver árangurinn verður, ætl- unin er einfaldlega að ná sama eða betri árangri á nýjan og skilvirkari hátt. Eigand- inn verður að vinna með fólki, bæði innan og utan fyrirtækisins, og sjá til þess að flutningurinn gangi snurðulaust fyrir sig. Hafa skal í huga hvaða áhrif breytingin hefur fyrir starfsmennina - sér í lagi þá sem vinna þau störf sem fyrirhugað er að flytja út úr fyrirtækinu - og hjálpa þeim við flutninginn. Ekki má heldur gleyma viðskiptavinunum. Best er að útskýra fyrir þeim, ef það á við, hvað fyrirtækið hefur í hyggju, hvers vegna og hvemig breytingin gerir því kleift að veita enn betri þjónustu í framtíðinni. 5. skref. Þegar líður á samstarf fyrirtækj- anna skipta þrjú atriði meginmáli: sam- skipti, samskipti og samskipti. Samskipti fyrirtækjanna geta aldrei orðið of mikil. Samt sem áður skyldi varast að reyna að stjórna fyrirtæki samstarfsaðilans fyrir hann. Opin samskipti á báða bóga eru fyr- ir öllu, og að báðir aðilar hafi ætíð upplýs- ingar um hvað gert er og hvers vegna. Einnig er mikilvægt að ræða sífellt um hvað gengur vel og hvað mætti betur fara. Mikilvægt er að hafa í huga þarfir fyrir- tækisins í framtíðinni, t.a.m. eftir þrjá mánuði, og hvað gæti þá hafa breyst frá því sem nú er. Stjórnendur fyrirtækja ættu líka að vera opnir fyrir nýjum hugmynd- um og nýbreytni - og samstarfið ætti að verða óþrjótandi uppspretta nýsköpunar. Til að gera langa sögu stutta má segja að möguleikar fyrirtækja til að bæta starf- semi sína með útvistun hafi sannað sig rækilega. Forystuhæfileikar skipta sköp- um í þessu tilliti, eins og ætíð. Eigendur lítilla fyrirtækja ættu að bæta nýtingu ytri þekkingar við listann yfir nauðsynleg við- skiptatæki. Þegar upp er staðið er það geta þeirra til að stofna til réttra viðskiptasam- banda, við rétta samstarfsaðila, af réttum ástæðum, og stýra samstarfinu farsællega, sem skapar mestu verðmætin fyrir fyrir- tækið, starfsmenn þess og viðskiptavinina. Sex helstu mistök lítilla fyrirtækja við kaup á þjónustu utan fyrirtækisins: 1. Að skilgreina ekki nákvæmlega hvaða árangurs er vænst og og hvernig á að mæla hann. 2. Að ræða ekki við núverandi og fyrrver- andi viðskiptavini samstarfsaðilans. 3. Að hugleiða ekki áhrif langvarandi samstarfs. 4. Að skrifa undir staðlaðan samstarfs- samning til margra ára. 5. Að gera ekki áform fyrir fram um hugsanleg lok samstarfsins. 6. Að koma fram við samstarfsaðilann eins og utanaðkomandi aðila. Heimild: Michael F. Corbett & Associates, Ltd. Michel F. Corbett er forstjóri Michel F. Corbett & Associates itd, formaður og framkvæmda- stjóri The Outsourcing Research Council. Hann er einn fremsti ráðgjafi og fyrirlesari heims á sviði útvistunar. B® ItllKMSIOIt r® IÍWKV\i\A Tölvumál 21

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.