Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 15
Notendafræðsla er mikilvæg í öllum bókasöfnum. Lánþegarnir þurfa að kynnast þeim möguleikum sem safnið býður upp á til upplýsinga og menntunar. Kröfuharðir notendur stuðla jafnframt að vexti og árvekni safnsins. — Þetta segir Halldóra Þorsteinsdóttir, bókasafnsfræðingur, sem sér urn notendafræðslu í Háskólabókasafni, og við spyrjum hana hvers vegna hún hafi lagt bókasafnsfræði fyrirsig. Ég verð að viðurkenna að það var ekki köllun. Að loknu stúdentsprófi fór ég utan, til Frakklands og Þýska- Iands, og lagði stund á landafræði og tungunrálanám. Að loknu háskóla- prófi, með franskar bókmenntir sem aðalfag blasti ekki annað við en að snúa heim og leita fyrir sér um starf við kennslu. Einhvem veginn fannst nrér'sú leið of endaslepp. Mig langaði að sjá meira af heiminum og afla mér menntunar sem gerði mig hlutgenga á erlendum vinnumarkaði. Ég hafði þá kynnst nokkrum bókasafnsfræðing- um, sem allir virtust mjög ánægðir með starf sitt og þeim stóðu ýmsar leiðir opnar til að fá atvinnu annars staðaren í heimalandi sínu. Þetta réði mestu um að ég ákvað að bæta bóka- safnsfræðinni við það sem ég var þeg- arbúinaðlæra. — Finnst þér þú hafa lent á réttri hilluílífinu? Já, því ekki það? Draumurinn um að nota þessa menntun til starfa er- lendis og sjá meira af heiminum hefur að vísu gleymst. Eftir að námi lauk í Frakklandi kom ég heim og fékk strax vinnu í Háskólabókasafni, að vísu aðeins til skamms tíma. Ég var þá að leita fyrir mér með vinnu erlendis og hafði engar áhyggjur af því að vera lausráðin í starf. Ég tók einnig upp á því að fara á námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn og vann síðan nokkur surnur við að fara með erlenda ferða- menn um landið. Ef til vill urðu þess- arferðirtil þessað eyðalönguninni til frekari dvalar erlendis. Á vetrum starfaði ég svo áfram á Háskólabóka- safni og sá urn safndeildina í jarð- og landafræði. I þessum tveimur störf- um sameinaði ég nokkur helstu áhugamál mín og það sem ég gerði í öðru starfínu nýttist mér jafnframt í hinu. Þegar þannig tekst til fínnst manni rétt hilla fundin í lífínu. En þann 1. desember 1981 gerðist svo tvennt, sem markaði brautina fram á við á ótvíræðan hátt. Ég var skipuð í Kristín H. Pétursdóttir bókafulltrúi Að ferðast úr einni fræðigrein í aðra Halldóra Þorsteinsdóttir, bókavörður Háskóla- safni tekin tali BÓKASAFNIÐ 15

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.