Bókasafnið - 01.12.1983, Side 25

Bókasafnið - 01.12.1983, Side 25
frá því 1931 að Ámi Friðriksson réðist sem fiskifræðingur til Fiskifélags ís- lands. Hann starfaði þar til ársins 1937 en þá var Atvinnudeild Háskól- ans stofnuð og varð Fiskideild ein deilda hennar. Fiskideild var síðan lögð niður árið 1965 þegar lög um Rannsóknastofnanir atvinnuveg- anna og Rannsóknaráð ríkisins voru samþykkt, og Hafrannsóknastofnun varð til. Saga bókasafnsins er nátengd þessari sögu en stór hluti safnsins eru söfn Bjarna Sæmundssonar, Áma Friðrikssonar og Hermanns Einars- sonar, en stofnunin keypti þessi söfn að þeim látnum. Fiskideildin var til húsa að Borgartúni 7 í mörg ár, og var þá þegar komið bókasafn við deild- ina. Óskar Ingimarsson varð þá bóka- vörður og skráði og flokkaði allt safn- ið. Árið 1963 flutti deildin að Skúla- götu 4, og fékk bókasafnið strax her- bergi sem það hefur reyndar enn og er nú orðið allt of lítið. Það skilyrði fylgdi ráðningu Ósk- ars sem bókavarðar að hann sæi um bókasöfn allra deilda Atvinnudeild- arinnar, en auðvitað var það ófram- kvæmanlegt og kom aldrei til, en þannig er það sennilega tilkomið að bókasafn Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins fylgir með bókasafni Haf- rannsóknastofnunarinnar, auk þess sem báðar stofnanirnar eru í sama húsi. Hvernig líður dagurinn á sérfrœði- safni? Á morgnana skrái ég og flokka all- an póst sem berst. Öll tímarit eru skráð en þau koma um 800 á báðar stofnanimar samtals. Nýlega hef ég tekið upp þá þjónustu við útibús- stjóra stofnananna að senda þeim ljósrit af efnisyfirlitum þeirra tíma- rita sem þeir óska eftir að líta á og sendi þeim síðan greinar ef þeir biðja um eitthvað. Mikiðerum millisafna- lán, og ég fæ miklu meira lánað en ég lána. Ég skipti mikið við Norður- lönd, einkum Noreg, einnig mikið við British Library Lending Division í Bretlandi. Bækur skrái ég og flokka, en þær eru um 180—200 á ári. Ég sé um útsendingu á ritum sem gefin eru út á stofnuninni og er einnig í ritstjóm fyrir Hafrannsóknum, sem innihalda m.a. ársskýrslu stofnunarinnar. í fyrrasumar hófst bein upplýsingaleit með tölvu hér hjá mér, og hef ég sam- band við DIALOG upplýsingabank- ann í Kaliforníu. Þetta er stærsti upp- lýsingabanki í heimi. Beiðnir urn millisafnalán hafa líka aukist mikið með tilkomu þessarar þjónustu. Þá kemur einstaka sinnum fyrir að ég fer í leiðangra á rannsóknaskipum, en það er skemmtileg tilbreyting frá skrifstofuvinnunni. Hvernigfylgist bókavörður í svona safni með? Ég er meðlimur í ASLIB, bresku bókavarðafélagi, og fæ send tímarit þaðan. Þeir hafa einnig bókalista þar sem hægt er að fylgjast með því sem er efst á baugi í faginu og panta ég þá bækur og greinar frá þeim. Einnig kaupi ég nokkur fagtímarit sem hafa að geyma áhugaverðar greinar. Ég hef ekki fengið mörg tækifæri til að sækja fundi erlendis sem þó væri mjög æski- legt. Þú ert formaður Bókavarðafélags íslands. Hvaða trú hefur þú á þeim samtökum? Ég hef mikla trú á að BVLI hafi mikilvægu hlutverki að gegna, eink- um í sambandi við samræmingu og samvinnu bókasafna. Það er allt of breitt bil á milli bókavarða í hinum ýmsu safntegundum, og samvinna svo til engin. í litlu þjóðfélagi eins og okkar ætti að vera auðvelt að koma á verkaskiptingu milli safna, þannig að mörg söfn séu ekki að kaupa sömu bækumar eða tímaritin. Almenn- ingssöfnin gætu notfært sér sérfræði- söfnin miklu meira en nú tíðkast. Þetta eykst væntanlega með tíman- um. Skólamir gætu notfært sér bæði almennings og sérfræðibókasöfnin og gera það í nokkrum mæli. Það eru sérstaklega kennarar framhaldsskóla sem gera nokkuð af því að fara með nemendur á stofnanir, en flestir þeirra hafa einhvem tíma notað al- menn i ngsbókasöfn. Allir sem fást við tölvur þurfa að nota TÖLVUORÐASAFN sem er nýkomið út. í Tölvuorðasafni er bæði íslensk-ensk og ensk- íslensk orðaskrá yfir orð sem lúta að tölvum og tölvuvinnslu. Þar er að finna um 2000 heiti á rösklega 700 hugtökum. Fyrsta rit sinnar tegundar. Fyrsta orðabókin sem tölva gerir hér á landi. Verð kr. 296 til félagsmanna, kr. 370,50 til annarra. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG Þingholtsstræti 3 101 Reykjavík simi 21960 BÓKASAFNIÐ 25

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.