Bókasafnið - 01.12.1983, Síða 30

Bókasafnið - 01.12.1983, Síða 30
mörg önnur störf og ég er viss um að ég hefði unað mér vel á ýmsurn öðrum „hillum“. Nú ert þú einn stofnenda ogfyrsti formaður Skólavörðunnar. Það hljóta að vera mörg viðfangsefni og baráttumál hjásvo ungufélagi. Já, vissulega eru mörg verkefni að takast á við. Við stofnuðum félagið fyrst og fremst til að efla samvinnu og tengsl milli skólasafnvarða, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi, jafn- framt því sem við viljum vekja at- hygli á málefnum skólasafna al- mennt. Skólasöfn á íslandi eru til- tölulega ung og það má segja að stefna í málefnum þeirra sé í mótun. Reglu- gerð um skólasöfn í grunnskólum hefur ekki verið gefin út enn, og án reglugerðar eru allar kröfur um menntun og starfshætti skólasafn- varða á þessu skólastigi mjög óljósar. Það eru deildar meiningar um kröfur til menntunar, en við í Skólavörð- unni leggjum áherslu á að menntun í bókasafnsfræðum sé nauðsyn þeim, sem starfa á skólasöfnum, samhliða kennslufræðilegri þekkingu. Við hljótum að telja það meðal forgangs- verkefna félagsins að vinna að mótun ákveðinnar stefnu í þessum málum. Við höfum einnig mikinn hug á að koma á samnýtingu ýmissa verkefna sem safnverðir hafa unnið og koma þannig í veg fyrir margverknað. Það er mikilvægt að stuðla að aukinni samvinnu milli skólasafnvarða á grunn- og framhaldsskólastigi og við viljum endilega fá safnverði sem starfa úti á landi sem mest inn í sam- starfíð. Hefurðu gaman affélagsstörfum? Nú seturðu mig alveg í mát. Þessu get ég hvorki svarað ákveðið játandi eða neitandi. En ef að mér fínnst að- kallandi að vinna að einhverju ver- kefni þá á ég bágt með að vera hlut- laus áhorfandi. Og þú kannast við hvernig þetta er. Maður lætur í ljós skoðun og fyrr en varir er maður kominn á kaf í hitt og þetta. Sjái mað- ur árangur af starfí sínu veitir það góða tilfínningu. Skoðanaskipti og samvinna að málefnum sem ég tel að til heilla horfí verka á mig eins og vítamínsprauta, svo að ég held að ég verði að svara spurningunni játandi. En prívatmanneskjan Jónína Guðmundsdóttir. A hún nokkrar tómstundir? Hvað tekur við að lokn- um vinnudegi? Æ, það er nú þetta venjulega. Vökva blómin og grynna á mesta draslinu þegar heim kemur. En það gefast nú sarnt alltaf tómstundir til að gera eitthvað skemmtilegt með fjöl- skyldunni minni. Maðurinn minn heitir Hólmgeir Bjömsson og er deildarstjóri á Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins. Við eigum þrjár dætur. Tvær þeirra eru ennþá hjá okkur, en sú elsta er búin að stofna sitt eigið heimili og gefa okkur lítinn dótturson, sem er auga- steinninn okkarallra. — Ogauðvitað á ég ótal áhugamál. Ég hef gaman af að lesa og hlusta á góða tónlist. Hér á árum áður söng ég dálítið í kórum og ég er alltaf að bíða eftir að fá tíma til slíkrar þátttöku aftur. — Við höfum gaman af að ferðast og þá ekki hvað síst að rölta eitlhvað í rólegheitum úti í náttúrunni. Ég er fædd og uppalin á Þorgrímsstöðum í Húnavatnssýslu, sem er fremstur bæja í afskekktum dal. Þar átti ég góða bernskudaga og ég finn að lengi býr að fyrstu gerð, því að alltaf þegartækifæri gefast þá leita ég burt frá byggð og fram til íjalla og dala. — Og oftast finnst mér afskap- legagaman aðlifa. Það er auðvelt að koma sér upp eigin bókasafni Nú er auövelt fyrir bókaáhugafólk aö koma sér upp eigin bókasafni. Meö því aö gerast félagi í BÓKAKLÚBBIARNAR OG ÖRLYGS gefst fólki kostur á aö fá góöar bækur á mjög hagstæðu verði. Verö á nýjum bókum er mun lægra heldur en á almennum markaði og óhætt er að mæla meö fjölbreyttum valbókalista klúbbsins þar sem boönar eru bækur á sérlega góöu veröi — sú ódýrasta kostar t.d. aðeins 11 krónur. Þaö eru fáar kvaðir en margir kostir sem fylgja því aö vera félagi í BÓKAKLÚBBIARNAR OG ÖRLYGS. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs Síðumúla11 sími 84866. 30 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.