Bókasafnið - 01.04.1995, Side 7
Gopher
Gopher var fyrst þróaður við Háskólann í Minnesota árið
1991 til að auðvelda notendum Internetsins aðganginn með
því að búa til valmynda-aðgang að upplýsingum og þjónustu
á Internetinu. Þetta var fyrsta kynslóð notendavænna hjálpar-
tækja á Internetinu og sem gerði Internedð aðgengilegt stór-
um hópi fólks sem ekki hafði nægilega leikni til að hagnýta
sér eldri tækni á borð við gagnaflutningsreglurnar (ftp). Nafn-
ið „Gopher“ hefur margskonar skírskotun. Gopher er lítið,
bandarískt dýr af jarðíkornaætt. Þjónustan var einnig skírð í
höfuðið á íþróttaliði Háskólans í Minnesota, „Golden Goph-
ers“. A hinn bóginn er orðið einnig orðaleikur og notað um
mann sem er framagjarn og hljómar eins og „go for“. Hug-
myndin er sú að Internet-„gopher“ sé hugbúnaður sem gref-
ur sig í gegnum upplýsingamassa Internetsins og safnar sam-
an gögnum sem koma notandanum við lyklaborðið að gagni.
„Gopher“ er einnig hægt að nota til að skapa staðbundna
upplýsingaþjónustu samhliða því að auðvelda aðgang að
Internet-upplýsingum. Hér á landi hafa bæði Háskóli Islands
og Islenska menntanetið búið til „gophera" sem veita upp-
lýsingar um kerfin sjálf auk þess sem þau opna víðari aðgang
að Internetinu. Háskóli Akureyrar er með „gopher“ í smíð-
um.
Veraldarvefimnn (World Wide Web)
Veraldarvefurinn er tiltölulega nýtt Internet-hjálpartæki
og var þróaður í Sviss árið 1992. Á sama hátt og „gopherinn“
er hér um að ræða notendavæna sýn á Internetið. Munurinn
er samt sá að „gopherinn“ notar valmyndir en Veraldarvefur-
inn notar hypertext-tengingar milli skjala. Upplýst eða lituð
uppflettiorð og setningar á síðum Veraldarvefsins leiða not-
endur að tengdum uppiýsingum. Þegar upplýsingar eru skoð-
aðar í Vefnum með aðstoð hugbúnaðar á borð við Mosaic eða
Netscape má sjá að síður geta verið mjög fallegar þar sem
flestar geyma litmyndir og teikningar. Sumar geyma einnig
litljósmyndir, hreyfimyndir, tónlist og/eða talað mál. Á Vef-
síðum Hvíta hússins eru til dæmis ljósmyndir af fjölskyldu
Bills Clinton, stuttar ræður fluttar af forsetanum og varafor-
setanum A1 Gore og smá ávarp frá fjölskyldukettinum Socks
og textuð þýðing á skilaboðum kattarins! Að líkindum eru
gagnlegri síður frá stofnunum eins og Smithsonian-safninu í
Bandaríkjunum og Louvre-safninu í Frakklandi. Nota má
hugbúnað Veraldarvefsins á sama hátt og „gopher“-hugbún-
aðinn til að skapa eigin upplýsingaþjónustu og til að tengjast
Internetinu.
Þótt það kunni að vera ruglingslegt fyrir nýliða á Internet-
inu (sem kallast gjarnan ,,newbie“) er þó langt í frá að hér sé
allt upp talið í flokki hjálpartækja á Internetinu en þetta er
þó það algengasta. Mörg fleiri hjálpartæki eru þó til svo sem
finger, archie, WAIS, whois, knowbots.
Internetið í bókasöfinum
Gagnasöfn, umræðuhópar (listservs), ráðstefnur, frétta-
hópar, tilkynningatöflur (bulletin boards), frjálsnet
(freenets), rafeindatímarit, ftp-stöðvar, rafræn upplýsingarit
og handbækur, „gopherar", síður á Veraldarvefnum og aðrar
upplýsingalindir og þjónusta á Internetinu eiga sér lítil tak-
mörk. Innan um þetta allt er margt sem getur vakið áhuga
bókavarða og fólks sem notar þjónustu þeirra. Almennt talið
voru bókaverðir sem annast upplýsingaþjónustu fyrstir til að
nýta sér Internetið, en til staðar eru einnig Internet-gögn
sem tengjast öðrum starfsþáttum í bókasöfnum svo sem
skráningu og stjórnun. Þar að auki nota sum bókasöfn Inter-
netið í þeim tilgangi að veita fólki utan bókasafns upplýs-
ingaþjónustu og til þess að auglýsa og markaðssetja bóka-
safnið og þjónustu þess. Hér á eftir eru talin nokkur dæmi
um notkun Internetsins í bókasöfnum og upplýsingastofn-
unum.
Fagleg tengsl og samskipti
Árið 1993/1994 gerði höfundur þessarar greinar alþjóð-
lega könnun meðal skólasafnvarða á Internetinu. Könnunin
sýndi að fólk lagði mikla áherslu á fagleg tengsl og samskipti
og taldi það helstu ástæðu fyrir notkun þess á Internetinu.
Önnur skyld ástæða fyrir notkun Internetsins sem oft var tal-
in voru umræður um fagleg viðfangsefni við fjarlæga kollega.
Margt bendir til þess að svipaðar ástæður séu jafngildar fyrir
bókaverði sem vinna í annars konar bókasöfnum. Umræðu-
hópar (listservs) á Internetinu og í minna mæli USENET-
fréttahópar gefa bókavörðum tækifæri til að komast í sam-
band við fólk sem vinnur í sams konar bókasöfnum eða fólk
sem hefur áhuga á svipuðum faglegum viðfangsefnum. Fyrir
fólk í almenningsbókasöfnum er aðalvettvangurinn PUBLIB;
fyrir skólasafnverði er það LM_NET. Aðrir helstu alþjóðlegu
umræðuhóparnir fyrir bókaverði eru LIBADMIN (fyrir fólk
sem hefur áhuga á stjórnun bókasafna), LIBREF-L (fyrir
bókaverði í upplýsingaþjónustu), STUMPERS-L (þar sem
bókaverðir geta leitað hjálpar við að svara erfiðum spurning-
um sem þeir hafa hnotið um (sbr. merkingu orðsins
„stumper") og PUBYAC (fyrir bókaverði sem hafa áhuga á
þjónustu fyrir börn og unglinga). Einnig fyrirfinnast urn-
ræðuhópar og fréttahópar til að ræða um vandamál og við-
fangsefni á borð við ritskoðun, þróun geisladiskatækni í
bókasöfnum og nýjungar í barnabókmenntum. Hér á landi
hefur umræðuhópurinn Skrudda, sem Ólöf Benediktsdóttir
átti frumkvæði að árið 1994, gefið bókavörðum á Islandi
tækifæri til að bera saman bækur sínar. KATALOGOS-L
þjónar sama tilgangi fyrir nemendur og kennara í bókasafns-
og upplýsingafræði við Háskóla íslands. Rafræn tímarit og
fréttabréf í bókasafns- og upplýsingafræði á borð við PACS-P
(Public Access Computer Systems Review), LITA Newsletter
(Library and Information Technology Association) og Cur-
rentCites (sem birtir útdrátt úr bókum og tímaritum um
upplýsingatækni) gefa kost á formlegri samskiptum á faglega
sviðinu.
Tilvísana- og upplýsingaþjónusta
Það er einkum á sviði upplýsingaþjónustu og leitar að
svörum við erfiðum spurningum sem bókaverðir hafa verið
fegnastir að fá Internetið. Til að lýsa þeim möguleikum sem
Internetið hefur sem upplýsingalind má nefna að Karen G.
Schneider hefur gert þrjár kannanir á Internet-notkun bóka-
varða í þeim tilgangi að safna sögum um góðan árangur sem
hún kallar „Internet Reference Success Stories“. Þessu safni
hefur verið dreift á Internetinu og þar kemur í ljós hvernig
bókaverðir nota Internetið við að svara spurningum á öllum
mögulegum sviðum, svo sem um heilsuvernd, hagtölur
Bandaríkjanna, kvennafræði og popptónlist. Upplýsingalind-
ir á Internetinu sem notaðar voru með góðum árangri voru
skrár um umræðuhópa, lyklar að Internet-þjónustu, tilkynn-
ingatöflur frá Bandaríska ríkinu, bókfræðiverk sem bókasöfn
og bókavarðafélög höfðu sett inn á Internetið, „gopherar“ og
Veraldarvefs-síður frá alþjóðlegum stofnunum.
Upplýsingar um heimildir
Bókaverðir geta fundið upplýsingar um bækur, greinar,
Bókasafhið 19. árg. 1995 7