Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Page 11

Bókasafnið - 01.04.1995, Page 11
stór framan af. Fólk, sem á annað borð hafði áhuga á lestri virðist hafa átt talsvert af bókum og algengara var að fá lánað hjá vinum og kunningjum en að fara á bókasöfn. Mikil breyt- ing varð á notkuninni eftir að kaupstöðum fjölgaði. Það er þó ekki fyrr en á fimmta áratugnum að hægt er að sjá verulega aukningu á fjölda útlána á bókasöfnum og má líklega þakka það ötulu starfi fyrsta sérmenntaða bókavarðarins, Sigurgeirs Friðrikssonar, sem var yfirbókavörður Borgarbókasafns Reykjavíkur frá því það tók til starfa og fram til ársins 1942. Það er því tiltölulega stutt síðan bókasöfn á Islandi urðu að almennum útlánasöfnum sem allflestir landsmenn, þ.m.t börn, gátu nýtt sér. Vaxandi þéttbýlismyndun á þessari öld ýtti undir meiri notkun, einfaldlega vegna þess að meiri nálægð við söfnin gerði fólki auðveldara fyrir. Reynslan hefur sýnt að bókasöfn eru mest notuð af þeim sem búa í næsta ná- grenni við þau. Þessi þróun endurspeglast reyndar í þeirri umfjöllun sem bókasöfn hafa fengið í íslenskum bók- menntum. I verkum eldri höfunda er helst talað um bókasöfn í endurminning- um, en umfjöllun um þau í skáldverkum eykst eftir því sem nær dregur nútímanum. I skáldbókmenntum annarra ianda hafa bókasöfn aftur á móti lengi verið notuð sem sögusvið og söguhetjurnar átt samskipti við bókaverði eða jafnvel verið bókaverðir. Má nefna jafn ólík verk sem Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco og Vertu sœll, Kólumbus eftir Philip Roth, þótt bæði séu nýleg. Af eldri skáldsögum eru mér ofarlega í huga Main Streeteftir Sinclair Lewis (1929) og Leik- vangur lífiins eftir William Saroyan (1946). Síðast en ekki síst skrifaði einn frægasti bókavörður allra tíma, Giacomo Casa- nova, ævisögu sína, Histoire de ma vie, sem er reyndar fyrst og fremst þekkt af öðru en lýsingum á starfi bókavarðarins kom út á íslensku á árunum 1943-1944. Þegar litið er yfir það sem ég hef fundið af íslensku efni er það aðallega tvenns konar, þ.e. endurminningar og skáldverk. Eldri kynslóðir rithöfunda sem sátu við skriftir á lestrarsal Landsbókasafns eða á öðrum bókasöfnum hérlendis og er- lendis, hafa samið misjafnlega langar lýsingar á ýmsurn söfn- um og birt í endurminningum sínum. Aftur á móti hafa yngri höfundar gert meira af því að nota bókasöfn sem sögu- svið í skáldverkum sínum. í þessari stuttu grein ætla ég að nefna fáein dæmi úr bók- menntum á íslensku, bæði þýddum og frumsömdum. Hér er þó engan veginn um tæmandi upptalningu að ræða. Halldór Laxness sat löngum á lestrarsal Landsbókasafns þegar hann var ungur. Þrátt fyrir það minnist hann sjaldan á safnið í endurminningum sínurn og alltaf eins og í framhjá- hlaupi. Má t.d. nefna lýsingu hans á safninu þó stutt sé í Sjömeistarasögu, en hún endar á þessari frægu setningu um fálæti bókavarðanna: Aldrei létu bókaverðir sem þeir könnuðust við mig þó ég kæmi þángað um leið og lokið var upp og færi seinastur á kvöldin. (Sjömeistarasagan, s. 132) í þessum kafla er hann reyndar fyrst og fremst að lýsa þeirri tveggja mínútna leið niður Traðarkotssundið sem hann var vanur að fara, í því skyni að geta sagt frá afar skemmtilegri drykkjukrá neðst í sundinu þar sem menn gátu „ ... hvílt sig á leiðinni... “ Halldór nefnir reyndar fleiri bókasöfn í endurminningum sínum. Hann skrifar mjög fallega urn klausturbókasafnið í Clervaux í Lúxemborg og munkana sem störfuðu þar (Sjömeistarasagan, s. 89—91). Hann minnist einnig bókasafns í Helsingjaborg í Svíþjóð: Vænn búðarmaður gaf mér áritun á bókasafn staðarins og þessi vitneskja var mér á við hvalreka. Lesstofu bókasafnsins var lokið upp hlýrri og hljóðri seinnipart dags og ekki lokað fyren að áliðinni vöku. (Ungur ég var, s. 170) Ekki má heldur gleyma því að Islandsklukka Halldórs fjall- ar um einn frægasta bókavörð og bókasafnara íslenskra bók- mennta, sjálfan Arnas Arnæus sem sat forðum daga í bók- hlöðu sinni í Kaupmannahöfn: I bókhlöðunni tóku hillur frá gólfi til lofts altíkring, auk þess voru bæk- ur geymdar í tveim hliðarklefum, og þángað æddu íslendíngarnir, því það var á vitorði manna að í þessum kimum safnsins væru í lokuðum skápum geymdir dýrgripir einir. (Islandsklukkan, s. 431) Nokkrum árum áður en Islandsklukkan var gefin út orti Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn Ijóðið IArnasafnr. Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti, utan við kvikaði borgin með gný sinn og læti; hálfvegis vakandi, hálívegis eins og í draumi heyrði ég þungann í aldanna sígandi straumi. Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum: eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum; hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. (Ur landsuðri, s. 87) Fleiri höfundar af kynslóð Halldórs nefna Landsbókasafn sem vinnustað. Þórbergur Þórðarson nefnir safnið í lífsregl- um þeim sem hann setti sér og áttu að þroska sálina og gera hann að fullkomnum manni. Þær las hann upp fyrir bað- stofugesti heima hjá sér á öskudag árið 1910 en þriðja grein þeirra hljóðar svo: Vinna á Landsbókasafninu (við að skrifa upp bragfræði Finns Jónssonar o.fl.) kl. 5 til 8. (Ofritinn, l.b. s. 201) Það kemur líka fram annars staðar í Ofvitanum (t.d. s. 139) að hann stundar það að sitja á Landsbókasafni á kvöld- in en lýsingar á safninu, lestrarsalnum eða bókavörðum hef ég ekki rekist á. Fjörutíu og fimm árum eftir að áðurnefndur Benedikt á Auðnum stofnaði lestrarfélagið Ófeigur á Skörðum í Þingeyj- arsýslunni sat hann á sýslubókasafninu í Húsavík þar sem Stefán Jónsson, rithöfundur og fréttamaður, kynntist honum: Það var ekki fyrr en um miðjan þorra, að ég komst upp á lag með að nota bókasafnið. I byrjun sótti ég þangað öll heftin, sem ég átti enn óles- in af hinum Tarsanbókunum, hvert á fætur öðru. Og þarna var hann sem sagt fyrir innan borðið, pínulítill, ævaforn og skorpinn, skeggjaður og mjóróma karl, sem ekki fékkst orða bundist um það er lauk Tarsan- stúderingum mínum og lýsti fyrir mér vegferðinni, sem mér væri búin, ef ég héldi áfram að lesa eintóma djöfulsins vitleysu. (Að breyta jjalli, s. 184) Islendingar hafa einnig sótt erlend bókasöfn heim. Fræði- maðurinn dr. Jón Stefánsson, sem var eitt sinn aðstoðarbóka- vörður við Konunglega bókasafnið í Kaupmannhöfn, vann mikið á bókasöfnum erlendis og sat á lestrarsal British Muse- um í London í meira en hálfa öld, m.a. við hlið rússneska Bókasafnið 19. árg. 1995 11

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.