Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 13
Grace Paley Langanir Ég sá fyrrverandi eiginmann minn úti á götu. Ég sat á tröppum nýja bókasafnsins. - Halló, líf mitt og yndi, sagði ég. Við höfðum verið gift í tuttugu og sjö ár svo mér fannst ég hafa fullan rétt. - Ha? Hvaða líf? Ekki mitt líf, sagði hann. - Allt í lagi, sagði ég. Ég rífst ekki þegar það er von- laust að ná árangri. Ég stóð upp og fór inn í bókasafnið til að athuga hvað ég skuldaði mikið. Bókavörðurinn sagði, þú skuldar þrjátíu og tvo dollara og skuldin er átján ára gömul. Ég neitaði því ekki. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvernig tíminn líður. Ég hafði verið með þessar bækur. Það hafði oft hvarflað að mér að skila þeim. Bókasafnið er aðeins steinsnar í burtu. Fyrrverandi eiginmaður minn elti mig að afgreiðslu- borðinu. Hann greip frammí fyrir bókaverðinum sem var ekki búin að ljúka máli sínu. - Þegar ég hugsa til baka, sagði hann, finnst mér að hjónaband okkar hafi fyrst og fremst farið út um þúfur vegna þess að þú vildir aldrei bjóða Bertramhjónunum í mat. - Það getur vel verið, sagði ég, - en ef þú manst þá var pabbi í fyrsta lagi veikur þetta kvöld, svo fæddust börnin og ég fór að fara á þessa fundi á þriðjudagskvöldum og svo hófst stríðið. Og þá var eins og við þekktum þau ekki lengur. En þú hefur rétt fyrir þér. Ég hefði átt að bjóða þeim í mat. Ég rétti bókaverðinum ávísun uppá þrjátíu og tvo dollara. Ég var undireins aftur orðin manneskja sem hægt var að treysta, fortíð mín var gleymd og grafin, í hennar augum hafði ég nú hreinan skjöld ólíkt því sem tíðkast hjá öðrum ríkis- og bæjaryfirvöldum. Ég tók sömu tvær bækurnar eftir Edith Wharton í lán sem ég hafði skilað rétt í þessu, af því að það var svo langt síðan ég hafði lesið þær og þær eiga mun betur við núna. Það voru Hús hlátursins og Börnin sem fjallar um hvernig lífið í New York í Bandaríkjunum breyttist á tuttugu og sjö árum fyrir fimmtíu árum. - Ég á samt góðar minningar frá morgunverðar- stundunum, sagði fyrrverandi eiginmaður minn. Ég var hissa. Við fengum olckur aldrei annað en kaffi. Svo mundi ég að það hafði verið gat á veggnum inní eldhússkápnum og sást inní næstu íbúð. Þeim megin fengu þau sér alltaf reyktar sykurmaríneraðar flesklengjur. Þess vegna fannst okkur alltaf eitthvað mikilfenglegt við morgunverðinn, en við tróðum ekki í okkur og urðum silaleg. - Þetta var þegar við vorum fátæk, sagði ég. - Vorum við nokkurn tíma rík? spurði hann. - Ja, tíminn leið, ábyrgðin varð meiri, en við liðum aldrei skort. Þú hugsaðir vel um fjármálin, minnti ég hann á. Börnin voru mánuð í sumarbúðum á hverju sumri, áttu góða stakka, svefnpoka og stígvél alveg eins og öll hin börnin. Þau voru vel klædd. Á veturna var hlýtt í íbúðinni, við áttum fallega rauða púða og margt annað. - Mig langaði alltaf í seglbát, sagði hann. Þig langaði aldrei í neitt. - Vertu ekki bitur, sagði ég. Það er aldrei of seint. - Nei, sagði hann mjög bitur. Kannski fæ ég mér seglbát. Reyndar er ég búinn að borga inná átján feta skonnortu. Mér hefur gengið vel í ár og enn betri tímar eru í vændum. En það er orðið of seint fyrir þig. Þig mun aldrei langa í neitt. Öll árin tuttugu og sjö hafði hann haft lag á að gera hárfínar athugasemdir sem fikruðu sig eins og barki pípulagningarmanns inn um eyrað mitt og niður eftir hálsinum, hálfa leið að hjartanu. Síðan hvarf hann og skildi mig eftir þar sem ég náði varla andanum fyrir tækjum og tólum. Ég á við að ég settist aftur á tröppur bókasafnsins og hann fór sína leið. Ég fletti í Húsi hlátursms en náði ekki að festa hugann við hana. Mér fannst ég hafa verið borin alvarlegum sökum. Það er satt að ég bið ekki um margt og þarfnast lítils. En það er samt ýmislegt sem mig langar í. Mig langar t.d. að vera öðruvísi manneskja. Mig langar til að vera konan sem skilar þessum tveimur bókum eftir tvær vikur. Ég vil vera gagnlegi borgarinn sem breytir skólakerfinu og ávarpar Áætlunarnefndina um vandamál okkar ástkæru borgar. Og ég hafði lofað börnunum að binda enda á stríðið áður en þau yrðu fullorðin. Ég vildi hafa verið gift einum manni alla ævi, annaðhvort fyrrverandi manni mínum eða núverandi. Báðir eru þeir nógu traustir til að duga mér ævilangt, sem er þegar allt kemur til alls ekki svo langur tími. Báðir höfðu til að bera óendanlega kosti og rökfestu sem myndu endast heila lífstíð og meir en það. í morgun horfði ég út um gluggann og virti fyrir mér götuna dálitla stund. Þá sá ég að garðahlynurinn, sem borgaryfirvöld höfðu látið gróðursetja nokkrum árum áður en börnin fæddust, hafði einmitt þennan dag náð fullum blóma. Jæja! ég ákvað að skila bókunum tveimur á bókasafnið. Það sannar að þegar einhver eða eitthvað ýtir við mér eða gerir úttekt á mér þá get ég gert viðeigandi ráðstafanir, þó að ég sé betur þekkt fyrir vinsamlegar athugasemdir. Áslaug Agnarsdóttir þýddi. Um höfundinn: Grace Paley er fædd árið 1922 og býr í New York. Hana þekkja flestir sem höfund smásagna, en hún hefur einnig samið ljóð og fengist við ritstjórn. Þekktustu ljóðabækur hennar heita The Little Disturhances ofMan og Enormous Changes at the Last Minute. Bókasafhið 19. árg. 1995 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.