Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 18
Dóra Thoroddsen deildarstjóri, Bústaðasafns Borgarbókasafns og
Kristín H. Pétursdóttir forstöðumaður, Skjalasafns Landsbanka íslands
Ættfræði og
almenningsbókasöfn
Inngangur
Ætrvísi og áhugi á ættfræði
eru jafngömul landnámi.
Þegar í Landnámabók voru
ættir landnámsmanna skráðar
og alltaf síðan. Þeir sem lögðu
grunn að nútímaættfræði
voru aðallega þrír menn:
Ólafur Snóksdalín bóndi og
ættfræðingur, Steingrímur
Jónsson biskup og Jón
Espólín sýslumaður og sagna-
ritari, allir fæddir á 18. öld.
I gegnum aldirnar hafa
gamlir menn, sjaldnar konur,
þær höfðu annað við tímann að gera, setið, samið og afritað
niðjatöl og ættarskrár, héraðssögur og alls kyns fróðleik. Þessi
fróðleikur barst milli manna og kynslóða, sumt komst á
prent, annað varðveittist í handritum. Fjöldi heimila á í fór-
um sínum gamlar handskrifaðar kompur með ættfræðilegum
fróðleik.
Hvað er ættfrœði?
Skilgreining Arna Böðvarssonar í Islenskri orðabók er þessi:
„Fræðigrein um uppruna, skyldleika og vensl manna (genea-
logia)“. Menn greinir hins vegar á um, hversu virðuleg þessi
fræðigrein getur talist, og margir, eink-
um sagnfræðingar, Iíta niður á ættfræði
og vilja afgreiða hana með því að kalla
hana grúsk. Grúsk er hins vegar engan
veginn neikvætt hugtak. Orðið að
grúska skýrir Arni Böðvarsson með
„iðka bókleg fræði, leggja stund á
fræðiiðkanir (án sérstakrar stefnu),
sökkva sér niður í (bókleg) áhugamál“.
Sennilega munu flestir þeir sem stunda
ættfræði játa sig grúskara og ekki eru
nema örfáir menn sem kalla sig ætt-
fræðinga á íslandi og hafa atvinnu af
ættfræði.
Vaxandi áhugi á ættfræði
Ahugi á ættfræði hefur aukist stór-
lega hin síðari ár, fjöldi niðjamóta er
haldinn árlega og í tengslum við þau
eru gefin út mismunandi vegleg og
vönduð rit, allt frá nokkrum síðum í fjölriti upp í mynd-
skreyttar prentaðar bækur. Einnig er mikil vakning í útgáfu
ýmissa tegunda ættfræðirita, svo sem ættarskráa og stéttartala.
Það vekur einnig dálitla undrun, að það er ekki, eins og flest-
ir halda, einungis eldra fólk
sem stundar þetta áhugamál,
heldur tekur yngra fólkið
einnig virkan þátt í því.
Hverjar eru ástæðurnar fyrir
þessum mikla og vaxandi
áhuga? Ef til vill umrót nú-
tímans, hinar miklu þjóðfé-
lagslegu breytingar síðustu
áratuga, atvinnubylting, bú-
setuflutningar milli lands-
svæða og landa. Einhvers
konar andsvar við rótleysi og
hraða, löngun til að ná
tengslum við uppruna sinn,
tilheyra, finna sitt og rætur sínar. Astæður geta líka verið
miklu fleiri og allt aðrar, jafnvel leit vegna erfðasjúkdóms og
ferli sjúkdóma.
Heyrum álit nokkurra sérfræðinga: Sigurjón Björnsson,
prófessor í sálarfræði og gagnrýnandi, telur í nýlegri
bókaumsögn eina ástæðu efalítið mikla landlæga forvitni um
fólk, aðra, að ættfræði sé einkar þægileg tómstundaiðja fyrir
þá sem una innisetum og séu kannske ekki færir til átaka-
verka. í þriðja lagi geri ættrakningar ekki miklar andlegar
kröfur.
Halldór Armann Sigurðsson, prófessor, skrifar nýlega rit-
dóm um Reykjahlíðarættina. Þar hrós-
ar hann höfundi fyrir að hafa tekist
betur en öðrum með útgáfúformi sínu
að gera ættfræðina að gamni almenn-
ings en ekki aðeins fáeinna grúskara.
Hann segir ekki ástæðu til að réttlæta
áhuga á ættfræði, hún sé, eins og hún
er alla jafna stunduð, einfaldlega bráð-
skemmtilegt tómstundagaman og lík-
ir henni við frímerkjasöfnun eða fót-
boltagláp. Hins vegar segir Halldór að
stunda megi ættfræði og persónusögu
sem vísindi.
Almenningsbókasöfn og ættfræði
í vaxandi mæli sækir fólk nú inn á al-
menningsbókasöfn í leit að upplýsing-
um um áa og ættmenni. Aður voru
það fremur skjalasöfn sem sátu með
þau gögn sem komið gátu að notum
við slíkar leitir, en með aukinni útgáfu á ættfræðiheimildum,
betri aðstöðu safnanna, m.a. betri skráningu á safnkosti,
menntaðra og þjálfaðra starfsliði, eru mörg bókasöfn nú í
stakk búin til að taka á móti þessu fólki og veita því aðstoð.
Ljósm.: Edda Sig.
Snmir jjölga sér, aðrir ekki.
18 Bókasafnið 19. árg. 1995