Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 19
Þó er greinilegt að þessi þróun sem talað er um hér að ofan hefur komið starfsliði safnanna nokkuð á óvart og það skort- ir þekkingu á þeim heimildum sem fáanlegar eru og kunn- ugleika á leitaraðferðum á þessu sviði. Væntingar lánþega Þegar ættfræðiáhugi fólks vaknar, kemur þörfin fyrir að leita meiri upplýsinga. Hvað er þá eðlilegra en snúa sér fyrst til næsta bókasafns? Þar eru bækurnar og allur fróðleikurinn. Ættfræðiáhugamaðurinn fer í bókasafnið sitt, fullur eftir- væntingar. Það eru biðraðir við afgreiðslu- og upplýsinga- borðin og á undan er fjöldi ungra og gjörvilegra námsmanna og -kvenna í leit að heimildum í ritgerð sem skila á næsta dag. Ekki vert að trufla þar. Þetta er nú líka bara tóm- stundagaman. Gesturinn spyr samt um ættfræðirit og er bent á hálftómar ættartöluhillur, flest í útláni. Þar stendur hann ráðvilltur, veit ekki hvar hann á að byrja, veit heldur ekki, að ábúendatöl, héraðssögur, manntöl, jarðabækur og skrár yfir ættfræðirit eru í öðrum flokkum og því annars staðar í safn- inu. Oft fer gesturinn okkar heim aftur vonsvikinn, almenn- ingsbókasafnið hefur greinilega ekki svarað væntingum hans. Viðtöl við lánþega I tilefni af ritun þessarar greinar var rætt við nokkra gesti Bústaðasafns sem voru í forfeðraleit. Sumir, einkum eldra fólk, voru mjög hlédrægir. „Það er al- veg óþarfi að stússa við mig, ég er bara svona að dunda við þetta, kíkja í bæk- urnar og þannig". Ungur maður sagð- ist hafa byrja á grúskinu fyrir tveimur árum þegar hann heyrði frá eldri ætt- ingja að forfaðir þeirra hefði verið orð- aður við galdra. Nú væri hann búinn að rekja allar sínar ættir til miðrar átj- ándu aldar. Hann hefði byrjað í blindni, fikrað sig áfram með fletting- um í ótal bókum af handahófi. Vissi ekki af Ættfræðifélaginu, né ýmsum hjálparritum. Hann haíði aldrei vænst hjálpar á safninu, „Þetta er bara svona einkaáhugamál en meira spennandi en nokkur reyfari “. Aðrir gestir eru kröfú- harðari og jafnvel stórhneykslaðir á að finna ekki það sem aldrei hefur verið gefið út. Bókaverðir og œttfrœðiáhugafólk Bókavörðum finnst ekkert tiltökumál að finna upplýsing- ar um útflutning í Zansibar, lifnaðarhætti gíraffa eða heppi- legt jólaleikrit fyrir fjóra leikendur. Þeir standa hins vegar oft á gati þegar áhugasamur lánþegi vill afla sér upplýsinga um ættir og niðja Halldórs Guðmundssonar, forföður síns, sem bjó á Syðra-Hóli einhvers staðar fyrir austan um 1850, átti tíu börn, missti fjögur úr vesöld, en tvær dætur giftust prest- um því þær þóttu myndarlegar til munns og handa. Þarna eru samt ýmsar vísbendingar sem nýta má til leitar og vísa lánþeganum á, t.d. Manntal 1845, Ættir Austfirðinga, Islensk- ar œviskrár, Prestatal ogprófasta, ritaskráin Islensk œttfræði o.fl. Ókunnugleiki bókavarða á tilteknu efnissviði svo sem ætt- fræði má ekki valda því að gestur fái litla fyrirgreiðslu. Ættfrœðiheimildir Fjölbreytni heimilda sem að gagni geta komið við ætt- fræðigrúsk er mikil og ótrúlegustu gögn geta reynst gagnleg við ættfræði. Stundum vill gleymast að ýmis konar fróðleikur finnst á heimilum, dagbækur, bréf, myndir og önnur gögn. Af helstu frumheimildum á sviði ættfræði má nefna kirkju- bækur eða prestsþjónustubækur og sóknamannatöl og væri æskilegt að þær væru aðgengilegar í öllum helstu bóka- og skjalasöfnum landsins. Þær eru fáan- legar á örfilmum eða örskyggnum frá Ættfræðibókasafni Mormónakirkj- unnar í Salt Lake City. Örfilmur eru ódýrt efni, en góður vélarkostur dýr. Manntöl eru önnur mikilvæg heim- ild en nokkur þeirra hafa verið gefin út: 1703, 1801, 1816, 1845. Útgefn- ar nafnaskrár eru til við manntölin 1801, 1816 og 1845, en til er einnig vélrituð nafnaskrá við manntalið 1703. Manntöl frá síðari hluta 19. aldar eru til vélrituð á Þjóðskjalasafni. Hugsanlegt að kaupa ljósrit af þeirn. Öll þessi manntöl hafa einnig verið sett á örfilmur af Mormónum. Ætt- fræðifélagið er nú að hefja útgáfu Manntalsins 1910. Af útgefnum öðrum heimildum er mikil mergð og í bókaskránni Islensk ættfræðise.m út kom 1994 er að finna 1500 rit, ekki aðeins hrein ættfræði- rit, heldur ýmis konar jaðarrit, F{öl»kyldu»krá Niðjatal. Bókasafnið 19. árg. 1995 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.