Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 21

Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 21
* Kynnið ykkur framboð á kennslu í ættfræði og sækið sjálf eða sendið full- trúa úr safninu á námskeið. * Hefjið uppbyggingu handbókasafns, leggið áherslu á að eignast fyrst al- menn rit, s.s. manntöl, ábúendatöl, almennar æviskrár. * Kaupið áskrift af FréttabréfiÆttfiœðifélagsins og látið liggja frammi. * Kynnið ykkur félagatal Ættfræðifélagsins þar sem kemur fram áhugasvið félaga og þar með oft og tíðum sérþekking. * Takið saman og fjölfaldið flokkaðan lista yfir þær heimildir í ættfræði sem safnið á. * Safnið nöfnum á stofnunum, söfnum, ættfræðimiðstöðum, heimilda- mönnum og heimildasöfnum sem þið getið síðan vísað á eða leitað til. * Kaupið áskriftir af héraðstímaritum af eigin svæði og víðar ef fjárhagur safns leyfir. * Reynið að koma upp og viðhalda úrklippusafni (minningargreinar, af- mæli, bókagagnrýni um bækur gagnlegar við söfnun og úrvinnslu ætt- fræðiheimilda. * Reynið að kaupa hugbúnað til skráningar á ættfræði ásamt gagnasöfn- um og gera þau aðgengileg safngestum. * Reynið að eignast afrit af kirkjubókum, a.m.k. ykkar eigin þjónustusvæð- is, helst í pappírsformi. * Geymið gamlar útgáfur af t.d. íbúaskrám, þjóðskrá, símaskrám, skatt- skrám, fasteignabókum. * Munið að því fyrr sem ættfræðiáhugafólkið kynnast söfnum ykkar betur, þeim mun sjálfstæðari verður það í vinnubrögðum og þarf minna á ykk- ur að halda þegar mikið er að gera! Góð lesningfyrir bókaverði: 1. Corsaro, James. 1991. Manus manum lavat - genealogy and libraries : a cooperative enterprise. The Bookmark 49: 177-181. 2. Gunnar Karlsson. 1982. Baráttan við heimildirnar : leiðbeiningar um rannsóknartœkni og ritgerðavinnu í sagnfræði. Reykjavík : Sagnfræðistofn- un H.í. 3. Gunnar Karlsson. 1981. Hvarstœða: leiðbeiningar um bókanotkun ísagn- frœði. Reykjavík : Sagnfræðistofnun H.í. 4. Jonasson, Eric. 1975. Tracingyour Icelandic fiamily tree. Winnipeg : Wheatfield Press. [Ný útgáfa komin eða væntanleg]. 5. Jón Valur Jensson. 1991. Yfirlit um helstu ættfræðiheimildir samkvæmt skráningartíma. FréttabréfÆttfrœðifélagsins 9: 16. 6. Jóna Þorsteinsdóttir. 1985. Atthagadeildir í almenningsbókasöfnum. Bókasafnið 9: 15-18. 7. Kristín H. Pétursdóttir. 1994. íslensk œttfrœði: skrá um rit í œttfrœði og skyldum greinum. Reykjavík : Þjóðsaga. 8. Þorsteinn Jónsson. 1982. Ættarbókin. Reykjavík : Sögusteinn. SUMMARY Genealogy and Pnblic Libraries Genealogy is a very popular hobby in Iceland, pursued by people of all ages and for different reasons. The authors point out that knowledge and interest in genealogy goes back to the period of settlement in the country, as represented in the Icelandic Sagas. Interest in genealogy has been rapidly growing in the last years and the public libraries have tangible been made aware of this development. Therefore library staff has now to face various tasks in this regard, but often has little knowledge in the area and must therefore advance in knowledge within a short amount of time. The main approaches to improvement are discussed, i.e. how librarians can develop their knowledge, build up the collections and enhance the services. The authors conclude by stating that genealogy, apart from being an interesting hobby, strengthens family ties in the modern society and consider it to be maturing to get acquainted with the life of former generations. Thus librari- ans have good reasons to satisfy the needs of the constantly growing groups of genealogy lovers. Kveðja frá Félagi bókasafnsfræðinga og Bókavarðafélagi Islands Aðalheiður Friðþjófsdóttir bókasafnsfræðingur f. 17. maí 1930, d. 1. apríl 1995. Laugardaginn 1. apríi lést í Reykjavík Aðalheiður Friðþjófs- dóctir, bókasafnsfræðingur. Aðalheiður var fædd 17. maí 1930 á Húsavík. Foreldrar hennar voru Friðþjófur Páisson, símstöðvarstjóri á Húsavík og Auður Aðalsteinsdóttir, húsfreyja. Aðalheiður lauk stúdentsprófi úr máiadeild Menntaskólans í Reykjavík 1950 og B.A. prófi í bókasafnsfræði frá Háskóla Islands með ensku og sænsku sem aukagrein 1970. Hún stundaði fram- haldsnám í ensku og enskum bókmenntum við Háskólann í Reading á Englandi 1952- 1953 og nám í forn- og miðaldaensku við Háskóla Islands 1979, í enskum leikbók- menntum 1980 og í málfarsmun í ensku 1981. Aðalheiður vann hjá Þjóðleikhúsinu á árunum 1957- 1970, var bókavörður við Háskólabókasafn 1970-1971 og bókavörður hjá Landsbókasafni Islands 1971-1984. Loks starfaði hún sem bókasafnsfræðingur hjá Póst- og símamálastofnun frá júlí 1984 og byggði þar upp tæknibókasafn sem hún veitti forstöðu til dánardags. Aðalheiður var stundakennari í verklegri skráningu í bókasafnsfræði við Háskóla íslands um skeið. Hún var formaður skráningarnefndar á vegum bókafulltrúa ríkisins og Samstarfsnefndar um upplýsingamál, en nefndin stóð fyrir útgáfu ísíenskrar þýðingar á Skráningarreglum bókasafna, 1988. Önnur ritstörf Aðalheiðar voru aðallega á sviði leik- listar, en lokaverkefni hennar í bókasafnsfræði var skrá um íslensk leikrit 1950-1959. Hún gerði einnig skrár um leiksýningar hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og fleiri aðilum 1971-1975 og einnig 1975-1980. Aðalheiður var í Félagi bókasafnsfræðinga og ritari í stjórn þess 1981— 1983. Hún starfaði einnig í Bókavarðafélagi Islands. Þar var hún í samstarfshópi bókavarða í tæknibókasöfnum í deild félags rannsóknarbókavarða um árabil. Aðalheiðar er minnst sem góðs bókasafnsfræðings og kennara, sem með kyrrlátri og fágaðri framkomu vann sér hylli og virðingu nemenda sinna og samstarfsmanna. Sem leiðbeinandi var hún einstaklega hjálpsöm og hafði sérstakt lag á að hvetja óörugga nemendur til dáða þegar skráningardæmin þóttu helst til flókin eða ritvélin lét ekki að stjórn. Nemendur sem unnu námsvinnu hjá Aðalheiði nutu einnig góðs af þolinmæði hennar og góðri leiðsögn. I samstarfi við aðra bókaverði lagði Aðalheiður alltaf gott til málanna og þeir sem áttu því láni að fagna að vera með henni í samstarfi nutu góðs af greind hennar og kímnigáfu. Hún fylgdist vel með breytingum og þróun í bókasafns- og upplýsingafræði, sótti endurmenntunarnámskeið og nýtti þá þekkingu sem hún aflaði sér í starfi. Aðalheiðar verður saknað á vinnustað og rneðal kollega. Við fráfall hennar þakka bókaverðir og gamlir nemendur henni góða samfylgd. Kristín Geirsdóttir, formaður Félags bókavarða í rannsóknarbókasöfnum. Bókasafnið 19. drg. 1995 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.