Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Side 22

Bókasafnið - 01.04.1995, Side 22
Anna Elín Bjarkadóttir, Bókasafni Seltjarnarness og Regína Eiríksdóttir, Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni Höll dofrans Þjóðbókadeild Norðmanna í Mo í Rana Inngangur Bærinn Mo er á 66° 15’ norðlægrar breiddar eða álíka norðarlega og Kópasker. Hann er í héraðinu Rana í Nor- landsfylki Noregs sem Hálogaland heitir í íslenskum forn- bókmenntum. Byggðin í Mo er álíka mikil og á Egilsstöðum. I Ranahéraði öllu eru 25.000 íbúar alls. I Mo var járnvinnsla, en hún var aflögð fyrir nokkrum árum. Bæjarstæðið er snot- ur dalur skógi vaxinn með ávöl fjöll umhverfis. Að sjá er þetta fremur lítið pláss á yfirborðinu og nokkuð afskekkt þótt í kynningarbæklingi fyrir ferðamenn segi að samgöngur þangað í lofti, láði og legi séu afburðagóðar. Mofjellet sem rís upp af bænum er gegnheil forngrýtis- klöpp og þar í iðrum jarðar er alveg annar heimur því djúpt í berginu er að finna tvær tröllauknar hvelfingar sem geyma varðveislusafn Norðmanna. Þar hafa þeir búið menningararf- inum leg til þess að hann glatist ekki heldur geymist ókomn- um kynslóðum til gagns og gamans. Þetta er gull dofrans sem hirð hans hefur komið fyrir í sérstökum bókageymslum í fjallinu. Allt norskt efni og efni sem varðar Noreg er vand- lega skráð og geymt í fjallinu. Þeir láta þó ekki þar við sitja því fyrir neðan fjallið stendur bygging full af tækjum og tól- um sem öll eru notuð til að skrá, varðveita og veita öllum að- gang að gullinu. Greinarhöfundar sóttu ráðstefnu í Mo í Rana dagana 8.-10. febrúar sem bar heitið Folkebibliotek som brukere av nasjonalbibliotek og voru þá svo lánsamir að fá tækifæri til að kynna sér hvernig frændur okkar Norðmenn hlúa að sínum menningararfi. I þessari grein er ætlunin að gera grein fyrir þjóðbókadeild Norðmanna í Mo í Rana. Fjallað verður um þær deildir sem eru einstakar hvað varðar varðveislu og aðgengi að gögnum. Flestar tölulegar upplýsingar eru úr ársskýrslu safnsins 1993. Þjóðbókasafn í Mo í Rana Fyrsti steininn að byggingu þjóðbókasafns í Noregi var Iagður árið 1882 þegar norsk deild var stofnuð við Háskóla- bókasafnið í Osló (Universitetsbiblioteket i Oslo: UBO). Norðmenn telja sig þó ekki hafa eignast þjóðbókasafn fyrr en með þjóðbókadeildinni í Mo i Rana 1989 (Roed, s. 255). Enn vantar þá samt nákvæma skilgreiningu á þjóðbókasafni. Fram til ársins 1988 var öll starfsemi þjóðdeildar Noregs rekin í Háskólabókasafninu í Osló. Þessi deild stóð sig vel hvað varðaði þjónustu en söfnun skylduskila og varðveisla þeirra var þó ábótavant. Norðmenn vöknuðu því upp við vondan draum þegar það kom á daginn að menningararfur- inn væri ansi götóttur. Þaulsöfnun efnis hafði orðið að lúta í lægra haldi fyrir kröfuhörku notenda. Til að tryggja þaulsöfn- un voru skylduskilalögin endurskoðuð og skipulagt hvernig gögnin skyldu varðveitt. I mörg ár hafði stofnun þjóðbókasafns í sama anda og á hinum Norðurlöndunum og í öðrum löndum Evrópu verið rædd. Lausn vandans kom óvænt og var allt önnur en áður Nýbygging Nasjonalavdelinga í Mo í Rana. hafði verið til umræðu. Til stóð að breyta járniðnaðarstöð sem var í Mo í Rana í Norður-Noregi og í breytingunum fólst meðal annars að hætta járnbræðslu. Við það myndu fjöldi starfa leggjast niður og þess vegna þurfti að skapa ný atvinnutækifæri. Þingið samþykkti að leggja peninga í verk- efnið og hluti af þessum peningum var notaður til að stofna þjóðbókadeildina í Rana. Af gömlum vana héldu ráðamenn að hægt væri að reka slíka stofnun með ófaglærðu fólki en síðar kom í ljós að verkefn- in varð að leysa, að mestu leyti með sérhæfðu starfs- fólki í bókasafnsfræðum og ýmsum tæknigreinum. Það olli miklum deilum þegar þinginu hugkvæmdist að setja upp hraðnámskeið í bókasafnsfræði í Rana þar sem átti að vera hægt að ná sömu réttindum með eins árs námi í Rana og tók þrjú ár að afla sér í Osló. Málið leystist farsællega eftir harðar deilur og blaðaskrif. Nú er hægt að taka eins árs nám í Rana en til að öðlast fullkomin réttindi sem bókasafnsfræðingur verð- ur viðkomandi að fara og stunda nám við Statens bibliotekshogskole í Osló (Seland, s. 11-12). Skoðanir voru einnig mjög skiptar um staðarvalið því engum hafði hugkvæmst annar möguleiki en sá að safnið yrði í Osló. I upphafi var talað um að leggja niður stöður í Osló og flytja þær til Mo en sú hefur enn ekki Ársmelding 1992 22 Bókasafnið 10. árg. 1995

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.