Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 25

Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 25
þá fljúgandi mávar. Mis- tök af þess tagi er auðveld- lega hægt að laga, því upprunalegu filmunni er ekki breytt heldur er unn- ið með afrit. Með þessari tækni gefst tækifæri til að njóta gamalla kvikmynda á ný. Gamlar myndir og sögulegt efni í varðveislu safnsins er afritað á mynd- bönd eftir óskum. Hljóðverið endurvinn- ur gamlar plötur og hljóð- upptökur. Verið er að færa 78 snúninga hljómplötur yfir á geisladiska. Oll aukahljóð eru hreinsuð út en einnig er hægt að bæta inn hljóðum sem vantar. Unnið er að því að varðveita gamlar upptökur með því að gera öryggis- og notkunareintök. Margmiðlunartækni gefur færi á að blanda saman mynd- um, texta, hljóði og kvikmyndum. 1 Noregi er verið að vinna að „norskum hljóðgagnagrunni“ (Norsk Lydbank) sem á að skapa möguleika á að hægt verði að nálgast ýmiss konar efni á víðneti (Internet). Þetta er samvinnuverkefni sem kallast JUKEBOX á vegum Evrópusambandsins sem Noregur, Dan- mörk, Italía og England vinna að sameiginlega. Hljóð- og myndadeildin í Mo sér um notendarannsóknir í tengslum við verkefnið. Ætlunin er sú að hægt sé að fletta upp í grunnin- um t.d. undir efnisorðinu Grieg og laginu I höll dofrans (I dovregubbens hall). Eftir örfáar mínútur fáist svar og hægt sé að láta tölvuna spila fyrir sig lagið, sýna sér nóturnar eða lesa texta um samningu verksins (Jukebox ... s. 6). Þannig verði hægt að nota gögn í ýmsu formi á einum diski. Tölvuþróun Þrjár deildir heyra beint undir stjórnanda stofnunarinnar og sinna þær hver um sig ákveðnum sérverkefnum, jafnframt því að vera sú undirstaða sem aðrar deildir byggja á. Þessar deildir eru stjórnunardeild, tæknideild og deild tölvuþróunar. Hér er aðeins ætlunin að gera grein íyrir tölvudeildinni. Deildin sér, eins og nafnið bendir til, um tölvuþróun. I þessu felst það fyrst og fremst að gera þau gögn sem berast til safnsins í skylduskilum aðgengileg í tölvutæku formi. Tölvudeildin sá um hönnun á heimasíðu þjóðbókadeild- arinnar í Rana (Nasjonalbibliotekavdelinga; NBR) á veraldar- vefnum (World Wide Web) á Internetinu. (http://mack.nbr.no/welcome.html). Einnig hefur deildin unnið nokkur verkefni þar sem heil skjala- eða ljósmynda- söfn eru skönnuð og gerð aðgengileg á geisladiski (CD- ROM) eða á Internetinu. Hér ber fýrst og fremst að nefna ljósmyndagagnagrunn sem nú er komin í gagnið á Internetinu. Þetta verkefni var unnið í safninu í samstarfi við önnur söfn. Ahersla var lögð á að almenningur þyrfti ekki að eiga hátæknivædd tæki til að leita í gagnagrunningum. Grunnurinn er bæði bókfræðilegur og myndrænn, fólk getur fundið myndir eftir ýmsum leið- um og séð myndina á tölvuskjánum heima hjá sér. Gæði myndarinnar eru þó ekki slík að hægt sé að taka hana t.d. beint inn í eigin tölvu og prenta út, heldur er hægt að panta afrit af henni í gagnagrunninum. Þetta er gert til að tryggja höfundarréttinn (Gamle bilder ... s. 6). Ekki er reiknað með að þeir sem setja inn mynd- irnar og upplýsingar séu alvitrir og þess vegna er innbyggður í gagnagrunn- inn möguleiki fyrir not- andan að koma á framfæri athugasemdum. Fleiri myndagagnagrunna mætti nefna eins og Fridjof Nan- sen fotoarkiv, grunn um plaköt og ólögleg dagblöð frá stríðsárunum auk ým- issa bókfræðilegra grunna. Kosningaloforðin eru nú ekki lengur gleymd og grafin strax að kosningum loknum, því eftir sveitar- stjórnarkosningarnar 1991 hannaði tölvudeildin geisladisk þar sem öllu því efni sem dreift var á meðan á kosningabar- áttunni stóð var safnað saman. Efni sem dreifist venjulega á hina ýmsu flokka í venjulegu bókasafni er nú leitarbært í frjálsri textaleit (free text search) á einum litlum diski (Ná er valgloftene ... s. 3). Skipulag vetrarólympíuleikanna í Lillehammer þótti takast ótrúlega vel. Akveðið var að gera skýrslu um leikana og dreifa í tölvutæku formi og er það í fyrsta sinn sem öllu efni frá Ólympíuleikum er komið á framfæri á þennan hátt. Tölvu- deildin tók að sér þetta verkefni og var það í lokavinnslu þeg- ar okkur bar að garði. A geisladisknum er skýrslan á norsku, ensku og frönsku, myndir af þátttakendum og einstökum at- burðum, kvikmyndir eru þarna einnig, auk skráa og mynda af verðlaunum og verðlaunahöfum. Þegar hönnun disksins er lokið verður hann fjöldaframleiddur og dreift af safninu (Lillehammer-OL... s. 8). Starfsmenn deildarinnar vinna að yfirfærslu gagna frá ýms- um söfnum inn í BIBSYS, Gegni þeirra Norðmanna. Deildin vinnur einnig að þróun gagnagrunna fyrir útgáfu bókaskráa og þar má nefna nýtt forrit sem gert var til þess að hægt væri að gefa út samíska bókaskrá bæði í prentuðu og tölvutæku formi. Tölvudeildin skapar með vinnu sinni allsherjaraðgang að gögnum sem varðveitt eru í Mo eða á öðrum söfnum. Um leið og hver gagnadiskur er unnin fara fram prófanir á bestu aðgangs- og birtingarmöguleikum hinna ýmsu gagna. Þannig miðlar tölvudeildin í Mo ómetanlegri þekkingu á framsetn- ingu gagna í tölvutæku formi sem á eftir að nýtast öðrum. Geymslusafh Geymslusafnið þjónar öðrum söfnum með efni sem þau eiga ekki sjálf. Safnið er því hugsað sem einskonar Boston Spa Noregs. Hlutverk safnsins er geymsla, útlán og endur- nýting efnis sem önnur bókasöfn skila inn þegar þau grisja safnkost sinn. Þar að auki fær geymslusafnið eitt skylduskila- eintak til útlána þannig að í safninu er einnig nýtt efni. Efni sem er sent frá öðrum bókasöfnum er m.a.: * Bækur og tímarit sem lítil hreyfing er á í útlánum. * Bækur sem til eru of mörg eintök af. * Ritraðir sem taka mikið pláss. Geymslusafnið safnar öllu þessu í einn sameiginlegan safn- kost sem er raðað í aðfangaröð og tryggir þannig góða og hagkvæma nýtingu bókasafnsefnisins. í safninu eru u.þ.b. 3000 hillumetrar með allt frá mynda- bókum til doktorsritgerða, efni frá 1700 til 1994. Safnkostur- Starfsmaður í deild tölvupróunar við störf Bókasafhið 19. árg. 1995 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.