Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Page 30

Bókasafnið - 01.04.1995, Page 30
Tímaritahornið á Bókasafiii Menntaskólans við Sund. með starfsemi þeirra og tillögur að viðmiðum um lágmarks- tölur. Þar er lögð áhersla á að bókasafnið eigi að styðja alla starfsemi skólans og að þar þurfi að vera gögn og fara fram starfsemi sem styðja nám, kennslu, félagslíf, þróunarstarf og rannsóknir, þar segir síðan orðrétt (s. 24): Öflun og úrvinnsla þekkingar er eitt af lykilatriðum menntunar. Á bóka- safni er upplýsingum safnað saman, þær skipulagðar og notaðar. Bóka- söfn eru þess vegna eitt helsta kennslutæki skóla. Þau eiga að veita bæði kennurum og nemendum stuðning í starfi. Bestur árangur næst þegar starfsemi safns er samofin öllu skólastarfmu. I áðurnefndri greinargerð með Frumvarpi til laga um framhaldsskóla segir ennfremur (bls. 35): Áhersla er lögð á að skólasafnið verði virkur þáttur í fræðslustarfi fram- haldsskólans og að þar verði nemendur þjálfaðir í sjálfstæðri þekkingarleit og öflun upplýsinga, m.a. með aðgangi að heimildaritum og gagnabönk- um. Sífellt aukast möguleikar á upplýsingamiðlun í tölvutæku formi og er mikilvægt að nemendur í framhaldsskóla fái að kynnast sem flestum aðferðum upplýsingaöflunar. Hér kemur fram góður skilningur á mikilvægi skólasafna fyrir allt skólastarf. Ef þessum markmiðum verður fylgt eftir með viðunandi starfsgrundvelli fyrir söfnin, sem staðfestur verður í reglugerðum, virðist öflug starfsemi þeirra tryggð í framtíðinni. En vonandi munu fylgja væntanlegum lögum um fram- haldsskólann reglugerðir þar sem fjallað er um lágmarksvið- miðanir. Ofangreindur texti úr greinargerðinni virðist sýna aukinn skilning ráðamanna á mikilvægi safnanna fyrir skóla- starfið í heild og vissulega er það vel. Bókasöfn í framhaldsskólum hafa miklu hlutverki að gegna við að undirbúa nemendur undir að lifa og starfa í margslungnu upplýsingaþjóðfélagi nútímans (sbr. Thorney, 1994). Mótun menntastefnu fyrirfiramhaldsskólann Tveir síðustu menntamálaráðherrar landsins, þeir Svavar Gestsson (1988-1991) og Ólafur G. Einarsson (1991-1995) stofnuðu báðir fjölmennar starfsnefndir til að fjalla um skóla- kerfið og móta menntastefnu í landinu. Báðar þessar nefndir hafa skilað af sér skýrslum og tillögum, bæði áfangaskýrslum og endanlegum útgáfum. Fyrri skýrslan sem Menntamálaráðuneytið gaf út ber titil- inn 77/ nýrrar aldar (1991) í endanlegri gerð, en drög höfðu komið út árinu áður. Síðari skýrsluna tók Nefind um mótun menntastefnu saman og gaf út í endanlegri mynd árið 1994, en áfangaskýrsla kom út árið áður. Eftirtektarvert er að í hvorugri skýrslunni, hvorki í drög- um né í endanlegri gerð, er fjallað einu orði um bókasöfn í skólum sem virðist sýna að nefndarmenn hafi ekki gert sér grein fyrir mikilvægi bókasafna fyrir virkt skólastarf í nútíma samfélagi. I síðari skýrslunni eru aftast útskýringar á merkingu hug- taka. Þar eru meira að segja orðin „skólameistari“ og „skóla- stjóri“ útskýrð (s. 115), en ekkert hugtak er þar að finna sem efnislega tengist orðinu „bókasafn“ eða „skólasafn". Virðist sem hugtakið bókasafn eða annað sem samsvarar því eða tengist komi hvergi fyrir í ofangreindum skýrslum. Það er mjög miður að skólasöfnin og hlutverk þeirra skuli gleymast svo algerlega og þau fái enga staðfestingu í skýrsl- unum á tilveru sinni, hlutverki eða stöðu innan framhalds- skólans. Arið 1987 kom út á íslensku skýrsla Efnahags- ogframfara- stofnunarinnar í París (OECD) um úttekt á íslenska skólakerf- 30 Bókasafhið 19. árg. 1995

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.