Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Page 37

Bókasafnið - 01.04.1995, Page 37
Þóra Gylfadóttir, Bókasafni Hagstofu íslands, Krístin Bragadóttir, Landsbókasafni Islands — Háskólabókasafni, Erna G. Arnadóttir, Bókasafni Landsspítalans Millisafnalán á íslandi 1976-1993 Inngangur Fyrir atbeina stjórnar Félags bókavarða í rannsóknarbóka- söfnum var stofnaður áhugahópur um millisafnalán haustið 1993. Nordiska vetenskapliga bibliotekarie förbundet, sem hefur beitt sér fyrir ráðstefnum um millisafnalán, lagði til að samskonar hópar störfuðu á öllum Norðurlöndunum. Áhugahópurinn gerði á þorra og góu 1994 könnun á milli- safnalánum í íslenskum rannsóknabókasöfnum. Sambærileg- ar kannanir voru gerðar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Millisafnalán hafa lengi verið í deiglunni í þessum löndum og bókaverðir eru meðvitaðir um mikilvægi þeirra og að þau aukast jafnt og þétt. Að könnuninni stóðu Erna G. Arnadóttir frá bókasafni Landspítala, Kristín Bragadóttir frá Háskólabókasafni, Linda Erlendsdóttir frá Kennaraháskóla íslands, Ólafur Páll Jóns- son frá Háskólabókasafni, Pálína Héðinsdóttir frá bókasafni Náttúrufræðistofnunar Islands og Þóra Gylfadóttir frá bóka- safni Hagstofu Islands. Undirbúningsvinnu lauk í febrúar 1994, spurningaeyðublað var sent út í sama mánuði. Spurt var um millisafnalán á árinu 1993. Nokkrar spurningar giltu aðeins fyrir einn mánuð og var mars 1994 valinn til þess gefa mynd af þeim mánuði. Markmið könnunarinnar var að meta hve mikil aukning hefði verið á þessum þætti bókasafnsþjónustu hér á landi og að skoða með hvaða hætti bókasöfn útvega lánþegum sínum efni sem þau eiga ekki. Spurningaeyðublað var sent til 66 rannsókna- og framhaldsskólabókasafna. 54 söfn svöruðu könnuninni. Áhugavert þótti að skoða umfang millisafnalána í framhaldsskólasöfnunum og voru þau tekin sem sérstakur hópur í könnuninni. Könnunin var einskorðuð við rannsókna- og fram- haldsskólabókasöfn þótt fróðlegt hefði verið að skoða millisafnalán allra tegunda safna. Þá var á- kveðið að kanna tækja- búnað safnanna og kostn- að við millisafnalán. Spurningin um hver á að greiða fyrir þjónustuna verður æ áleitnari en ekki hafa enn ekki verið teknar áltvarðanir þar að lútandi nema í fáum tilvikum. Skilgreiningar Með millisafnalánum er átt við efni sem bóka- safn lánar öðru bókasafni til að fullnægja kröfum lánþega þess. Efnið sem um ræðir get- ur verið frumrit eða afrit. Með hugtakinu rannsóknabókasafn er átt við bókasafn þar sem þjónustan miðar að upplýsingamiðlun í þágu sérhæfðra rannsókna eða verkefna. Skiptir engu hvort um er að ræða þvervísindalegar rannsóknir, eins og oft eiga sér stað á há- skólabókasöfnum, eða ákveðið fræðisvið í bókasöfnum stofn- ana sem sinna sérhæfðum verkefnum. Ekki eru skýr mörk milli bókasafna stofnana tengdum atvinnulífi eða stjórnsýslu og eiginlegra rannsóknabókasafna. Hér er hvort tveggja fellt undir skilgreininguna rannsóknabókasafn. Fyrri kannanir Könnunin sem hér er einkum fjallað um er fjórða athugun- in á millisafnalánum sem gerð hefur verið hér á landi. Árið 1977 var myndaður starfshópur bókavarða í rannsóknabóka- söfnum til að gera úttekt á millisafnalánum. Hópurinn stóð m.a. fyrir könnun á millisafnalánum á árinu 1976. Niðurstöð- ur úr könnuninni birtust í skýrslu sem starfshópurinn gaf út árið 1978 og nefnist Millisafnalán á Islandi. Kristín Bragadótt- ir skrifaði B.A. ritgerðina Millisafnalán árið 1977 þar sem einnig er fjallað um þessa könnun. Árið 1982 var önnur könnun gerð fyrir árið 1981 og eru niðurstöður hennar rakt- ar í B.A. ritgerð eftir Erlu Sigþórsdóttur, Allsherjaraðgangur að ritum (UAP) og könnun á millisafnalánum á Islandi. Haustið 1987 var enn myndaður starfshópur um millisafnalán og kannaði hann umfang millisafnalána í rannsóknabókasöfnum árið 1987. I apríl 1988 var haldin námsstefna í Odda þar sem hópurinn kynnti niðurstöður sínar. Einnig er fjallað um þessa könnun í grein eftir Guð- rúnu Pálsdóttur í Bóka- safhinu 1989, 13. árg. Þessar kannanir, ásamt þeirri sem gerð var fyrir árið 1993, geyma mikil- vægar upplýsingar um umfang millisafnalána á þessum árum og minna jafnframt á mikilvægi þess að halda tölulegum upplýsingum til haga. I könnuninni fyrir árið 1976 var lagður grunnur að spurninga- eyðublaðinu sem notað hefur verið í öllum könn- ununum. Bætt hefur ver- ið inn nokkrum spurn- ingum vegna tækninýj- unga svo sem tilkomu Starfsmenn í millisafnalánum í Landsbókasafiii Islands - Háskólabókasafni. Ljósm.: Edda Sigurjónsdóttir. Bókasafhið 19. árg. 1995 37

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.