Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 40
ist almennt ekki notaður til þess að panta millisafnalán frá út-
löndum. Ekki var spurt um hvernig afrit og greinar væru send
til íslenskra safna, en full ástæða er til þess þegar millisafnalán
verða könnuð næst. Reynt var að fá svör við hversu langan
tíma tæki að afgreiða millisafnalán til og frá útlöndum en hér
fór á sömu leið og áður þar sem spurt var um tímamörk og
eru því engin áreiðanleg svör við þeim spurningum.
Helstu viðskiptalönd
Spurt var um þau þrjú lönd sem mest væri leitað til og frá
hvaða þremur löndum flestar beiðnir um millisafnalán bær-
ust. Islensk bókasöfn sækja mest til Norðurlandanna. Dan-
mörk er oftast nefnd, þá koma Svíþjóð og Noregur en fast á
eftir fylgir Bretland. Flestir fá beiðnir um millisafnalán frá
Danmörku og Noregi, Svíþjóð fylgir þar á eftir. Onnur lönd
komast vart á blað. Ekki var spurt um hversu margar beiðnir
voru sendar til hvers Iands né hversu margar beiðnir komu
frá hinum ýmsu löndum, heldur einungis til hvaða landa væri
oftast leitað og frá hvaða löndum bærust oftast beiðnir um
millisafnalán. Öll bókasöfnin voru jöfn hvort sem þau sendu
frá sér eina beiðni eða eitt þúsund. Þetta skýrir t.d. af hverju
Bretland, Þýskaland og Bandaríkin virðast leika svo lítið hlut-
verk í millisafnalánum. Það er umhugsunarefni fyrir næstu
könnun hvort ekki sé rétt að breyta spruningunni til þess að
frá fram hver eru raunverulega mikilvægustu viðskiptalönd
okkar í millisafnalánum
Eyðublöð og lánsefni
Spurt var um hvort bókasöfnin notuðu sérstök eyðublöð
þegar þau pöntuðu efni í millisafnaláni. Aðeins 28 bókasöfn
af 54 nota sérstök eyðublöð. Það vekur nokkra athygli, eink-
um í Ijósi þess hversu mikil áhersla er lögð á notkun eyðu-
blaða í öllum alþjóðlegum reglum og leiðbeiningum um
millisafnalán. Söfnin voru einnig spurð um hvort eitthvað af
efni þeirra væri ekki lánað út. 37 bókasöfn sögðu svo vera.
Var þar í langflestum tilvikum um að ræða tímarit, handbæk-
ur, nýsigögn og gamalt efni.
Samskrár og hjálpargögn
Yfirgnæfandi fjöldi bókasafnanna nefndi Samskrá um er-
lend tímarit í íslenskum bókasöfnun og stofhunum, sem það
hjálpargagn sem mest væri notað í millisafnalánum, en
TVOS/’-skráin kom þar næst. Flest bókasöfnin nefndu einnig
Gegni og ýmsar skrár á Interneti, ýmist annað eða bæði. Það
fylgir sögunni að þeir sem hafa aðgang að Interneti hafa þar
með aðgang að Gegni, en því þarf ekki að vera öfugt farið.
Læknisfræðibókasöfnin hafa nokkra sérstöðu hvað varðar
hjálpargögn. Auk þess að nefna framangreindar skrár nefna
þau svo til öll List-BioMed, Medline, Nordser og Tímaritalista
sjúkrahúsbókasafhanna. Önnur hjálpargögn sem sjaldnar eru
nefnd eru Dobis/Libis, Dialog og ritalistar frá British Lend-
ing Library.
Kynning á millisafhalánum í bókasöfhum
26 rannsóknabókasafnanna og 8 af framhaldsskólasöfnun-
um sögðust kynna millisafnalán fyrir notendum sínum. Flest
þessara safna höíðu fleiri en einn hátt á kynningunni. Algeng-
ast var kynna þau í samtölum við safnnotendur, 21 safn
nefndi þann hátt. 12 bókasöfn sögðust kynna millisafnalán í
sérstökum bæklingi, 9 með safnkynningum og 7 í innanhúss-
ritum, ársskýrslum og með tölvupósti.
Tækjakostur
Af 42 rannsóknabókasöfnum kváðust 40 hafa yfir tölvu
að ráða, en 10 af 12 framhaldsskólasöfnunum. 15 rannsókna-
bókasöfn voru með skanna. 51 bókasafn hafði aðgang að
bréfasíma, þar af öll rannsóknarbókasöfnin utan eitt, en 10 af
12 framhaldsskólasöfnum. Tölvupóstur virðist skammt á veg
kominn. Aðgang að tölvupósti höfðu 23 rannsóknabókasöfn
og 7 framhaldsskólasöfn, samtals 30 eða 56%. Það er nokkur
ágalli á könnunni að ekki er greint á milli innanhússpósts og
tölvupóstfangs á Interneti. Forvitnilegt verður að sjá fram-
vinduna á þessu sviði þegar næsta könnun á millisafnalánum
Tafla 7. Tækjakostur bókasafna
Rannsókna- Framhalds-
Fjöldi safna sem eiga bókasöfn skólasöfn Samtals
eftirtalin tæki: (42) (12) (54)
Tölvur 40 10 50
Skanni 15 0 15
Bréfasími 41 10 51
Tölvupóstur 23 7 30
Geisladrif 13 6 19
verður gerð. Það færist sífellt í vöxt að gagnasöfn, bæði stað-
reynda- og bókfræðigagnasöfn, séu gefin út á geisladiskum
og hafa mörg bókasöfn notfært sér þessa nýju tækni. I könn-
uninni var einnig spurt hversu mörg bókasöfn ættu geisladrif.
Reyndust 13 rannsóknabókasöfn eiga geisladrif og 6 fram-
haldsskólasöfn eða samtals 19. Fllutfallslega eiga fleiri fram-
haldsskólasöfn geisladrif eða helmingur á móti 31% rann-
sóknarbókasafnanna. Samtals eru það 35% safnanna.
Tekjur og útgjöld
Það færist í vöxt að bókasöfnin verði að kaupa þjónustu
sem áður var ókeypis. Þarna eru millisafnalán ekki undan-
skilin. Þetta knýr mörg safnanna til þess að afla tekna á móti
útgjöldunum og eru millisafnalán nokkrum bókasöfnum
tekjulind. Spurt var um tekjur og útgjöld safnanna af milli-
safnalánum. Þessari spurningu þótti mörgum erfitt að svara,
því í mörgum dlvikum er bókasafnið, hvað þá millisafnalán-
in, ekki sérstakur bókhaldsliður. Fengust því ekki marktæk
svör við þessum spurningum. Þó má sjá af þeim svörum sem
fengust að tekjurnar eru heldur meiri en útgjöldin. Ekki var
spurt um þann kostnað sem hlýst af því að taka gjald fyrir
millisafnalán. Að lokum var spurt um hvort bókasöfnin væru
með sérstaka gjaldskrá fyrir millisafnalán. Einungis 4 rann-
sóknabókasöfn svöruðu því jákvætt, en ekkert framhalds-
skólasafnanna.
40 Bókasafrið 19. árg. 1995