Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 45

Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 45
íkjallara bókhlöðunnar eru þéttiskápar. öðrum ráðningum var hins vegar gengið með föstum samn- ingum, er gilda frá og með 1. mars og til ótiltekins tíma. Þó bíður um sinn að ráða í fáein störf, einkum þau sem tengjast rekstri hússins. Þegar þessari lotu ráðninga lýkur, væntanlega íyrir mitt ár 1995, verða í bókasafninu um 80 stöðugildi, og eru þá ótal- in fáein störf við veitingarekstur. Áætlað hefur verið, að safn- ið þurfi á 115 stöðugildum að halda miðað við fullan rekstur. Væntingar um hið nýja safn eru miklar, eftir allan þann tíma sem tekið hefur að koma því á fót, og í rauninni ætlast notendur til þess að safnið sé starfrækt af fullu afli frá upp- hafi. Á það er einnig að líta, að allt húsið er tekið í notkun þegar á íyrsta ári, svo og allur tæknibúnaður þess. Þá má það heldur ekki gleymast, að flutningi og skráningu er alls ekki lokið, og verið er að móta ýmsa starfsþætti, sem vart eða ekki voru til áður. Annir eru því miklar í safninu og víða tekur í. Matstofa starfsfólks. Hlutverk og markmið Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns (6. og 7. grein laga nr. 71/1994) Bókasafnið er þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Is- lands. Safnið er rannsóknarbókasafn sem skal halda uppi á- virkri og fjölþættri upplýsingaþjónustu á sviði vísinda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífs. Hlutverk bókasafnsins er m.a.: Að viða að sér gögnum í prentuðu formi eða á öðr- um miðlum, skrá þau og búa í hendur notendum. Að þaulsafna íslenskum gögnum, m.a. með viðtöku skylduskila, svo og að afla erlendra gagna er varða ís- lensk málefni. Að varðveita handritasöfn þau sem stofnað hefur ver- ið til, vinna að frekari söfnun og rannsóknum íslenskra handrita og samsvarandi efnis á nýrri miðlum. Hið sama á við um hliðstætt erlent efni sem varðar Island. Að tryggja sem best viðhald og varðveislu safnkosts- ins. I því skyni skal m.a. starfrækja bókbandsstofu, við- gerðarstofu og myndastofu. Þá skal taka frá eitt eintak af öllu efni sem berst í skylduskilum, undanskilja það allri venjulegri notkun og geyma tryggilega. Að starfrækja bókminjasafn. Að gera skrár um íslenskar bækur, handrit og hljóð- rit, svo og eftir atvikum margvíslegar efnisskrár. Að halda uppi rannsóknum á sviði íslenskrar bók- fræði og bóksögu og veita upplýsingar um íslenska bókaútgáfu. Að starfrækja landsskrifstofu fýrir alþjóðabóknúm- erakerfið og samsvarandi númerakerfi annarra safn- gagna, eftir því sem stjórn bókasafnsins ákveður. Að gefa safngestum kost á vinnuaðstöðu og sem greiðustum aðgangi að safngögnum. Að leiðbeina notendum bókasafnsins eftir föngurn um heimildaöflun og halda uppi fjölþættri upplýsinga- þjónustu. Að sinna þörfum kennslu og rannsóknarstarfsemi í Háskóla Islands. Að stuðla að sínu leyti að sjálfstæði og frumkvæði há- skólanema í námi. Að veita bókasafns- og upplýsingaþjónustu í þágu at- vinnuvega, stjórnsýslu, rannsókna og hvers kyns lista og menningarmála í landinu. Að starfrækja samskrá bókasafna og láta bókasöfnum í té tölvu- og skráningarþjónustu eftir því sem stjórn bókasafnsins ákveður. Að stuðla að samræmingu starfshátta í íslenskum bókasöfnum, veita þeim faglega ráðgjöf og eiga við þau sem víðtækast samstarf. Að vera landsmiðstöð fyrir millisafnalán. Að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði rann- sóknarbókasafna og upplýsingamála. Að stuðla að fræðslu- og menningarstarfsemi, m.a. með því að standa að fýrirlestrahaldi, sýningum og list- viðburðum. Bókasafnið 19. árg. 1995 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.