Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 46

Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 46
Helstu deildir og starfsþættir (sbr. skipurit) Skrifstofa landsbókavarðar Landsbókavörður: Einar Sigurðsson Aðstoðarlandsbókavörður: Þórir Ragnarsson Fjármálastjóri: Hrafnhildur Asta Þorvaldsdóttir Tækniráðgjafi: Þorsteinn Hallgrímsson. Skrifstofa landsbókavarðar annast starfsmanna- og fjármálastjórn, þróunarmál, m.a. í tæknilegum efnum, rekstur húss, lóðar og búnaðar. Hún hefur umsjón með bókbandsstofu, viðgerðarstofu, myndastofu, fjölföldunar- stofu, veitingarekstri, símaþjónustu og póst- og sendi- þjónustu. Skrifstofan hefur einnig yfirumsjón með sýningarhaldi, útgáfu- og menningarstarfsemi, svo og fjölþjóðlegu samstarfi. Kerfisþjónusta Forstöðumaður: Andrea Jóhannsdóttir. Aðstoðarkerfisbókavörður: Sigrún Hauksdóttir. Tölvutæknifræðingur: Sigfús Jóhannsson. Kerfisþjónusta annast viðhald og þróun Gegnis og eftirlit með tölvubúnaði starfsmanna og notenda. Aðfangadeild Forstöðumaður: Þorleifur Jónsson. Deildarstjóri (skylduskil o.fl.): Nanna Bjarnadóttir. Deildarstjóri (almennt tímaritahald): Sigríður Lára Guðmundsdóttir. Aðfangadeild annast val og kaup á bókum, tímaritum og öðrum safngögnum. Hún sér einnig um skylduskil prentaðra gagna og um ritaskipti. Handritadeild Forstöðumaður: Ogmundur Helgason. Deildin annast öflun, skráningu og varðveislu handrita og sér um þjónustu við þá fræðimenn, sem til deildarinnar leita. Einnig hefur hún umsjón með öryggisgeymslu safnsins. Handritadeild og þjóðdeild hafa nána samvinnu um að búa til sýninga íslenskt efni, svo og efni úr sérsöfnum. Skráningardeild Forstöðumaður: Guðrún Karlsdóttir. Deildarstjóri (skráning íslenskra rita og ritstjórn Islenskrar bókaskrár): Hildur G. Eyþórsdóttir. Deildarstjóri (skráning erlendra rita og þróun skráningarsniðs (marksniðs)): Sigbergur Friðriksson. I skráningardeild eru safngögn flokkuð, skráð og efnisgreind og deildin sér um uppbyggingu gagnasafna í Gegni. Upplýsingadeild Forstöðumaður: Halldóra Þorsteinsdóttir. Deildarstjóri (tón- og mynddeild og notendaþjónusta á 4. hæð): Anna Jensdóttir. Deildarstjóri (uppbygging handbókakosts og notendaþjónusta á 2. hæð): Ingibjörg Árnadóttir. Meðal viðfangsefna deildarinnar eru tölvuleitir, notendafræðsla og almenningstengsl, auk almennrar upplýsingaþjónustu. Utlánadeild Forstöðumaður: Áslaug Agnarsdóttir. Deildarstjóri (millisafnalán): Barbara B. Nelson. Deildarstjóri (námsbókasafn og notendaþjónusta á 3. hæð): Ragnhildur Bragadóttir. Auk lánastarfseminnar sér deildin um bókun á aðstöðu í les- og hópvinnuherbergjum, hefur umsjón með bóka- geymslum safnsins og hinum opnu notendarýmum. Þjóðdeild Forstöðumaður: Kristín Bragadóttir. Deildarstjórastöðu við landakort og sérsöfn hefur ekki verið ráðstafað. Þjóðdeild hefur m.a. umsjón með aðaleintaki og varaeintaki íslenskra rita, sér um lestrarsal deildarinnar og annast þjónustu við fræðimenn, sem þangað leita. Á vegum deildarinnar er skrifstofa alþjóðabóknúmera (ISBN, ISSN). Viðbótareintök velflestra íslenskra rita, svo og filmur af dagblöðum, eru á sjálfbeinarými safnsins, utan þjóðdeildar. Það verður að segjast, að starfsfólk safnsins hefur staðist hið mikla álag undanfarinna mánaða með miklum ágæt- um. Takmarkaður mannafli og naum fjárráð safnsins hljóta hins vegar í ýmsu að bitna á starfsemi þess. Þannig hefðum við t.d. gjarnan viljað hafa þjónustutíma safnsins lengri. Það hefur verið opið kl. 9-19 á virkum dögum, laug- ardaga kl. 9-17, en Iokað á sunnudögum. Vegna prófa í Háskólanum var safninu þó I sérsafnarými. haldið opnu til kl. 22 virka daga frá byrjun apríl og fram undir miðjan maí. Fyrstu mánuðirnir Hvernig hefur svo starfsemin gengið þessa fyrstu mánuði? Á einfaldasta hátt má svara því þannig, að um ævintýralegan tíma hafi verið að ræða. Sjálf opnunarathöfnin þótti takast með ágætum. Dagana á eftir var mikil umferð í safninu, formlegar heimsóknir, opið hús fyrstu helgina og auk þess 46 Bókasafnið 19. árg. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.