Bókasafnið - 01.04.1995, Side 50
Regína Eiríksdóttir
Bækur og butar
Er einhver skyldleiki með bókasöfnum og bútasaumstepp-
um? Það er a.m.k. ótrúlega algengt bæði hérlendis og erlend-
is að þeir sem vinna á bókasöfnum, hafi gaman af bútasaum.
Bókasöfn eru hlý, opin og ókeypis. Bútasaumsteppi fæst að
vísu ekki ókeypis en er að sama skapi hlýtt og býður þig alltaf
velkominn. Að vinna bútasaumsteppi er svipað þolinmæðis-
verk og að skrifa góða bók. Höfundar bókanna leika sér að
því að raða saman orðum og skapa þannig fyrir okkur sem
elskum að lesa ómetanlegan fjársjóð í formi texta. Það sama
gildir um þann sem raðar saman teppi úr mörgum bútum
sem loks verður að einni heild sem gott er að skríða undir
með góða bók.
í ritstjórn Bókasafhsins eru fimm ritstjórnarmeðlimir sem
eitthvað hafa snert á bútasaum og þetta skýrir valið á forsíðu
blaðsins þetta ár. Forsíðan er mynd af bútasaumsteppi sem
unnið var af bútasaumshópi sem stofnaður var í Gerðubergi,
útibúi Borgarbókasafns Reykjavíkur, árið 1989.
Hópurinn hittist yfir veturinn á laugardögum í fimm
klukkustundir á fimm til sex vikna fresti í viðgerðarstofu í
kjallara Menningarmiðstöðvarinnar í Gerðubergi. I hópnum
er ekki aðeins starfsfólk bókasafnsins heldur einnig starfs-
menn Menningarmiðstöðvarinnar, þannig stuðlar þetta tóm-
stundagaman að betri kunningsskap þeirra sem starfa í sömu
stofnun við ólík verkefni. Þegar ritstjóri Bókasafhsins heim-
sótti hópinn í vitlausu veðri einn laugardag í janúar ríkti inni
mikil hlýja og starfsgleði. Þær klipptu, röðuðu, saumuðu,
drukku kaffi og ræddu um bækur og bútasaum. Jafnt bækur
með sniðum og bútasaumsteppum sem krassandi sakamála-
sögur og aðrar bókmenntir. Þema þar sem bækur koma fyrir
höfðaði mjög til þeirra því flestum fannst jafn gaman að
hengja upp veggteppi með bókum eða af einhverjum við lest-
ur eins og að horfa á bækur í hillu eða lesa þær. Þessi áhugi
hópsins hefur komið að góðum notum í sögustund þar sem
börn fengu að teikna jólamyndir með taulitum á búta sem
síðan voru saumaðir saman í teppi sem nú skreytir safnið um
hver jól.
Þá fór ég að hugsa um það hvort eitthvað væri líkt með
bókasöfnun, bókasafnsfræði og bútasaum og komst að þeirri
niðurstöðu að svo væri. Það ríkir sama söfnunarhvötin við að
safna fallegum efnum og fallegum bókum. Jafnvel spjaldskrá-
Sigurbjörg Júlíusdóttir, aÖalsöguhetja bútasaumshópsins.
in er einskonar bútasaumur og fyrr á tímum var hún eflaust
bæði handskrifuð og handldippt. í bútasaum er litum og bút-
um raðað saman í ákveðið munsturkerfi og er það elcki
einmitt það sem Dewey karlinn var að gera þegar hann samdi
flokkunarkerfið fyrir bækur? Árið 1885 stofnaði hann New
York Library Club sem var fagfélag og hafði það hlutverk að
bjóða öllum sem áhuga höfðu á bókum og bókasöfnum upp
á fyrirlestra og sérstakar skoðunarferðir á bókasöfn og aðra
staði sem tengdust bókum á einhvern hátt. Ólíklegt er að
Melvil Dewey hafi grunað að 100 árum síðar yrði þessa at-
burðar minnst með því að sauma bútasaumsteppi sem sýndi
m.a. hann sjálfan standandi við bókahillu. Teppið var síðan
að afmæli loknu sent í sýningarferð á almenningsbókasöfn í
Bandaríkjunum.
Þetta leiðir hugann að því hvort ýmisskonar tómstunda-
iðja almennings geti ekki leitt til meiri notkunar á bókasöfn-
um. Bókasöfnin gætu lagt áherslu á að kaupa bækur um tóm-
stundastarf auk þess sem þau gætu boðið húsakynni sín fyrir
ýmsa tómstundaiðju. Þannig kæmi fólk í bókasafnið í þeim
tilgangi að iðka tómstundir sínar og myndi smám saman
kynnast safninu betur og þeim möguleikum sem það bíður
upp á. Ég spurði þær stöllur í Gerðubergi hvort þessi áhugi
þeirra hefði leitt til meiri aðfanga í bútasaum. Þær svöruðu
að þær raddir hefðu heyrst í öðrum útibúum safnsins en stað-
reyndin væri sú að Gerðuberg ætti ekki nægjanlegt efni í þess-
um flokki því aldrei væri nein bók inni og þær sjálfar væru
ekki með þessar bækur í láni.
I Bandaríkjunum er ekki óalgengt að bútasaumsklúbbar
starfi í einhverjum tengslum við vinafélög bókasafna. Búta-
saumsteppi hafa reynst vel til fjáröflunar, hvort sem er að
teppið er selt í heilu lagi eða styrktarfélagar fá nafn sitt saum-
að gegn ákveðnu gjaldi. Teppið er síðan látið hanga uppi í
viðkomandi bókasafni til skrauts. Bútasaumshópur sem kall-
ar sig The No-Name Quilters saumaði fyrir almenningsbóka-
safnið í Woodland í Kaliforníu teppi sem notað var til þess
að safna framlögum vegna afmælis safnsins. Teppið var sam-
sett úr opnum bókum og bókarkjölum og kostuðu áletranir á
kjöl 25$ en heil bók 50$.
50 Bókasafnið 19. árg. 1995