Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Side 52

Bókasafnið - 01.04.1995, Side 52
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor, Háskóla íslands Samviskuspurningar með siðfræðilegu ívafi Umrœða um norrœna bókasafnasiðfræði A undanförnum árum hefur mikil umræða átt sér stað á Norðurlöndunum um siðareglur og hafa margar tilraunir ver- ið gerðar til að ná samkomulagi um norrænar siðareglur sem allir bókasafnsfræðingar gætu staðið að. Þetta hefur reynst mjög erfitt og margar mismunandi skoðanir hafa komið þar fram, m.a. hvort setja eigi siðareglur um störf bókasafnsfræð- inga eða hvort meiri þörf sé fyrir starfsreglur fyrir bókaverði, þ.e. alla starfsmenn viðkomandi stofnunar, óháð menntun og bakgrunni. Norræn ráðstefna um siðfræði í bókasöfnum var haldin hér á landi árið 1990. í framhaldi af þeirri umræðu var fmnskri konu, Kerstin Rosenquist, falið að taka saman bók um siðareglur í bókasöfnum sem kom út vorið 1991. Var efn- ið mjög gagnlegt innlegg í umræðuna um siðareglur fyrir bókasafnsfræðinga. Á Norræna bókavarðaþinginu í Járvenpaa í Finnlandi 1992 var siðfræðin enn til umræðu og nú í tengsl- um við Evrópumálin. Eitt viðfangsefni ráðstefnunnar var hvort til væri samnorræn bókasafnaheimspeki, skilgreinanleg og frábrugðin því sem gengur og gerist í öðrum löndum Evr- ópu. Ekki voru menn tilbúnir að samþykkja slíkar hugmynd- ir og því var stungið upp á að gera könnun meðal almenn- ingsbókavarða á öllum Norðurlöndunum til að sannprófa hvort til væri einhver heimspekilegur grunnur sem almenn- ingsbókaverðir væru sammála um. Vorið 1993 sóttu fyrrnefnd Kerstin Rosenquist og Johann- es Balslev frá Danmörku um styrk til Nordbok til að gera norræna könnun meðal bókavarða í almenningsbókasöfnum. Var markmið þessarar könnunar að leita að einhverjum sam- eiginlegum grunni. Þátttakendur í rannsókninni voru frá öll- um Norðurlöndunum og var könnunin undirbúin á sameig- inlegum fundi 17. og 18. apríl 1993 í Kaupmannahöfn þar sem mættust rannsóknaraðilar frá öllum löndunum fimm. Auk þeirra sem stjórnuðu rannsókninni voru þátttakendurn- ir Grethe Vollum frá Noregi, Erik Silenstam frá Svíþjóð og Sigrún Klara Hannesdóttir frá Islandi. Þar var ákveðið hversu stórt úrtakið skyldi vera og einnig hvaða þætti skyldi kanna. Rannsóknarefini Eins og áður er nefnt var í þessari könnun verið að leita eftir því hvort hægt væri að fmna einhvers konar óskrifaðar reglur sem norrænir almenningsbókaverðir fylgja, einhvers konar viðmiðanir sem allar þjóðirnar fara eftir, og ef ekki, hvort greina mætti einhverjar tilhneigingar til sameiginlegra viðhorfa til bókavarðarstarfsins. Því þurftu þau viðfangsefni sem skoðuð voru að vera mjög huglæg til þess að mæla mætti viðhorf. Viðfangsefnin voru því til dæmis hvort bókasafns- fræðingur fmni til ábyrgðar á þeim heimildum sem hann af- hendir notendum sínum, hvers konar forgangsröð menn vilji sjá í safni á niðurskurðartímum, hvort bókasafnsfræðingar séu algerlega hlutlausir gagnvart notendum sínum, hvers konar þjónusta er veitt og hversu ítarleg, viðhorf til safnkosts annars vegar og notenda hins vegar, viðhorf til greiðslu fyrir sérstaka þjónustu og spurningar um stefnu safnsins og for- gangsröðun í þjónustu og efnisvali. I þessari grein er aðeins hægt að gefa örstutt yfirlit yfir að- ferðafræðina, úrtakið og aðra þætti sem snerta rannsóknina og svo gefa svör við örfáum spurningum en könnunin í heild er nú í lokavinnslu og verður gefin út innan skamms. Aðferðafræði Undirbúningsfundur stóð í tvo daga og fór mestmegnis í að ræða hugsanleg dæmi um aðstöðu sem bókaverðir gætu lent í. Eins og gengur eru þessi dæmi mismunandi framand- leg fyrir bókavörðum á Islandi. Hópurinn kom sér saman um þau átta svið sem kanna skyldi og lögðu línur um hvað væri hægt að kanna án þess að það hljómaði afkáralega meðal bókavarða í einhverju landi. Þar sem hér er um fjölþjóðlega rannsókn að ræða var talið mjög mikilvægt að semja spurningar sem allir gætu svarað og hefðu ekki einhverjar tilvísanir í séreinkenni þjóða. Því var á- kveðið að fara þá leið að flestar spurningarnar byrjuðu með dæmisögu eða „case study“. Þetta átti að auðvelda svaranda að setja sig í það umhverfi sem verið var að skírskota til. Á eftir hverri sögu var svarendum gefinn kostur á að svara á skala sem átti að sýna hveru sammála eða ósammmála menn væru þeirri spurningu sem Iögð var fyrir. Skalinn var í fimm stigum: 0.........1.........2..........3..........4.........5 Nei, alls ekki Já, vissulega Endanlega voru spurningarnar og dæmin svo samin af þeim Kerstin Rosenquist og Johannes Balslev. Spurningarnar voru síðan sendar á dönsku til þeirra aðila sem áttu að sjá um könnunina í hverju landi. Engin tilraun var gerð til að bera saman þýðingarnar á einstök mál með því að þýða þær aftur á frummálið af óháðum aðila eins og oft er gert í svona fjöl- þjóða rannsóknum heldur var það alfarið lagt á ábyrgð þess sem sá um könnunina í hverju Iandi að þýða spurningarnar, semja kynningarbréf og hvatningu til svarenda. Oll svörin voru send beint til Danmerkur nema þau ís- lensku sem voru send til þess aðila á Islandi sem stóð fyrir könnuninni. Þar voru athugasemdir þýddar á ensku áður en spurningablöðin voru send til Danmerkur til kóðunar enda enginn íslenskumælandi þátttakandi í Kaupmannahöfn. Þar voru svörin aftur þýdd á dönsku og síðan á sænsku þegar sænska útgáfan var gerð. Úrtak Ekki lá alveg ljóst fyrir hversu margir bókasafnsfræðingar voru starfandi í almenningsbókasöfnum í hverju landi fyrir 52 Bókasafnið 19. árg. 1995

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.