Bókasafnið - 01.04.1995, Side 54
Tafla 2
Útvega Handbók um sjálfsvíg
I 3-5 (jákvæðir)
■ 0-2 (neikvæðir)
Bókasafnsfr. í alm.bókasöfnum
Bókasafnsfr. í öðrum söfnum
Ófaglærðir
0,0%
50,0% 100,0%
einnig búið að slá saman skalanum þannig að þeir sem eru
taldir jákvæðir eru allir þeir sem merkja við skalann frá 3-5.
Hinir sem teljast neikvæðir eru þeir sem svara á skalanum
0-2 og eru annað hvort mjög eða fremur mótfallnir því að
láta efni af þessu tagi í té.
Þegar skoðaðar eru tölur sem sýna mismunandi viðhorf
eftir hópum kemur fram að það eru sérstaklega bókasafns-
fræðingar í almenningssöfnum sem telja sig ekki bera ábyrgð
á því hvað notendur gera við þær heimildir sem þeir fá í
hendur og líta svo á að þeir hafi íyrst og fremst skyldum að
gegna varðandi upplýsingamiðlunina sjálfa. Forsjárhyggja er
meira ríkjandi meðal ófaglærðra og bókasafnsfræðinga í ann-
ars konar söfnum en meðal þeirra bókasafnsfræðinga sem
starfa í almenningssöfnum.
Athugasemdir við þessari spurningu eru aðallega tvenns
konar svo sem reikna mátti með, annars vegar það viðhorf að
bókavörður mundi leitast við að fela bókina, láta sem hún
væri í útláni eða væri ekki til. „Ég mundi láta sem bókin sé í
útláni.“ Einn dró í efa réttmæti spurningarinnar um að til
væru bækur í aðferðafræði sjálfsvíga. Eitt svar sýndi að bóka-
vörður var tilbúinn að reyna að hafa áhrif á unglinginn: „Ég
reyndi að finna fyrir unglinginn efni sem greindi frá afleið-
ingu sjálfsmorða á aðra og þeirri ábyrgð sem allir bera á eigin
breytni.“ Enn má benda á svör sem styðja það að láta við-
komandi hafa bókina möglunarlaust: „Ungt fólk kemur oft
til að leita að slíku efni - hvernig á bókavörður að meta til
hvers eigi að nota það?“ I þessum svörum kemur fram í hnot-
skurn vandi bókavarðanna.
I framhaldi af þeirri umræðu hvort menn líti á hlutverk
sitt sem upplýsingastarf eingöngu eða hvort þeim finnist þeir
bera ábyrgð á þeim upplýsingum sem notandi fær í bókasafn-
inu var kannað hvort menn fýndu til ábyrgðartilfinningar ef
leiða mætti að því líkur að upplýsingar úr bókasafninu hefðu
verið gagngert notaðar til tjóns.
Á þessari töflu sést vel að bókaverðir eru mjög ófúsir til að
taka á sig ábyrgð á því í hvaða tilgangi menn nota heimildir
þær sem þeir kunna að fá á bókasafni. Langstærstur hluti
hópsins telur sig alls ekki bera neina ábyrgð á hugsanlegu
sjálfsvígi einhvers notanda. Þetta er jafnvel rökstutt með
þeirri fullyrðingu að ekki sé hægt að fullyrða að heimsóknin á
bókasafnið hefði valdið neinum straumhvörfum í þessu til-
viki.
Tafla 4
Ef notandinn fremur sjálfsvíg, berð þú ábyrgð?
I 3-5 (jákvæðir
H 0-2 (neikvæðir)
Bókasafnsfr. í alm.bókasöfnum
Bókasafnsfr. í öðrum söfnum
Ófaglærðir
0,0% 50,0% 100,0%
Ef skoðaðir eru hóparnir þrír kemur í ljós að bókasafns-
fræðingar í almenningsbókasöfnum taka afdráttarlausasta af-
stöðu í þessu máli. Bókasafnsfræðingar í almenningssöfnum
eru ólíklegastir til að telja sig bera ábyrgð ef ungi maðurinn
fremur sjálfsvíg. Ekki er eins mikill munur á ófaglærðum
bókavörðum og bókasafnsfræðingum sem starfa í öðrum
söfnum en þeir hinir síðastnefndu eru líklegastir til að telja
sig bera ábyrgð á því efni sem þeir láta notendum sínum í
hendur. Alls eru um 40% þeirra sem telja sig bera einhverja
ábyrgð (3-5 á skala) á því ef notandinn fremur sjálfsvíg.
Hér má ef til vill leiða getum að því að bókaverðir í skóla-
söfnum finnist þeir bera meiri ábyrgð vegna þess hve þeir eru
í nánu sambandi við unga fólkið og þekkja ef til vill persónu-
lega þá sem þeir þjóna og hefðu þjónað í þessu sérstaka til-
viki. Einnig má getum að því leiða að þeir bókasafnsfræðing-
ar sem starfa í sérfræðisöfnum finnist þeir bera meiri ábyrgð á
notkun heimilda sem þeir afhenda notendum sínum en þeir
sem eru í almenningsbókasöfnum. Við þessu eru þó engin
afgerandi svör fáanleg úr könnuninni.
Þetta er altént mjög athyglisverð niðurstaða sem bendir til
þess að viðhorf til ábyrgðar á afleiðingum þjónustunnar séu
ekki almennt þau sömu meðal allra bókasafnsfræðinga enda
þótt þeir hafi í flestum tilfellum fengið sömu undirstöðu-
menntun. Starfið virðist móta viðhorfin meira en menntun-
in.
Skiptir útlit lánpega máli?
Kannað var hvort útlit notenda hafi áhrif á þjónustuna og
viðhorf til hennar. Tekur bókavörðurinn aðra afstöðu ef hann
hyggst geta séð fyrir óæskilega notkun á heimildum þeim sem
hann afhendir notanda? Reynt var að finna dæmisögu þar
sem hægt væri að giska á það af útliti notanda að hann hefði
illt í huga. Meðal norrænna bókavarða var erfitt að finna hóp
manna sem kallaði fram tortryggni meðal bókavarða. Því var
brugðið á það ráð að nota óljóst orðalag s.s. „glæpamanns-
54 Bókasafnið 19. árg. 1995