Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 54

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 54
Tafla 2 Útvega Handbók um sjálfsvíg I 3-5 (jákvæðir) ■ 0-2 (neikvæðir) Bókasafnsfr. í alm.bókasöfnum Bókasafnsfr. í öðrum söfnum Ófaglærðir 0,0% 50,0% 100,0% einnig búið að slá saman skalanum þannig að þeir sem eru taldir jákvæðir eru allir þeir sem merkja við skalann frá 3-5. Hinir sem teljast neikvæðir eru þeir sem svara á skalanum 0-2 og eru annað hvort mjög eða fremur mótfallnir því að láta efni af þessu tagi í té. Þegar skoðaðar eru tölur sem sýna mismunandi viðhorf eftir hópum kemur fram að það eru sérstaklega bókasafns- fræðingar í almenningssöfnum sem telja sig ekki bera ábyrgð á því hvað notendur gera við þær heimildir sem þeir fá í hendur og líta svo á að þeir hafi íyrst og fremst skyldum að gegna varðandi upplýsingamiðlunina sjálfa. Forsjárhyggja er meira ríkjandi meðal ófaglærðra og bókasafnsfræðinga í ann- ars konar söfnum en meðal þeirra bókasafnsfræðinga sem starfa í almenningssöfnum. Athugasemdir við þessari spurningu eru aðallega tvenns konar svo sem reikna mátti með, annars vegar það viðhorf að bókavörður mundi leitast við að fela bókina, láta sem hún væri í útláni eða væri ekki til. „Ég mundi láta sem bókin sé í útláni.“ Einn dró í efa réttmæti spurningarinnar um að til væru bækur í aðferðafræði sjálfsvíga. Eitt svar sýndi að bóka- vörður var tilbúinn að reyna að hafa áhrif á unglinginn: „Ég reyndi að finna fyrir unglinginn efni sem greindi frá afleið- ingu sjálfsmorða á aðra og þeirri ábyrgð sem allir bera á eigin breytni.“ Enn má benda á svör sem styðja það að láta við- komandi hafa bókina möglunarlaust: „Ungt fólk kemur oft til að leita að slíku efni - hvernig á bókavörður að meta til hvers eigi að nota það?“ I þessum svörum kemur fram í hnot- skurn vandi bókavarðanna. I framhaldi af þeirri umræðu hvort menn líti á hlutverk sitt sem upplýsingastarf eingöngu eða hvort þeim finnist þeir bera ábyrgð á þeim upplýsingum sem notandi fær í bókasafn- inu var kannað hvort menn fýndu til ábyrgðartilfinningar ef leiða mætti að því líkur að upplýsingar úr bókasafninu hefðu verið gagngert notaðar til tjóns. Á þessari töflu sést vel að bókaverðir eru mjög ófúsir til að taka á sig ábyrgð á því í hvaða tilgangi menn nota heimildir þær sem þeir kunna að fá á bókasafni. Langstærstur hluti hópsins telur sig alls ekki bera neina ábyrgð á hugsanlegu sjálfsvígi einhvers notanda. Þetta er jafnvel rökstutt með þeirri fullyrðingu að ekki sé hægt að fullyrða að heimsóknin á bókasafnið hefði valdið neinum straumhvörfum í þessu til- viki. Tafla 4 Ef notandinn fremur sjálfsvíg, berð þú ábyrgð? I 3-5 (jákvæðir H 0-2 (neikvæðir) Bókasafnsfr. í alm.bókasöfnum Bókasafnsfr. í öðrum söfnum Ófaglærðir 0,0% 50,0% 100,0% Ef skoðaðir eru hóparnir þrír kemur í ljós að bókasafns- fræðingar í almenningsbókasöfnum taka afdráttarlausasta af- stöðu í þessu máli. Bókasafnsfræðingar í almenningssöfnum eru ólíklegastir til að telja sig bera ábyrgð ef ungi maðurinn fremur sjálfsvíg. Ekki er eins mikill munur á ófaglærðum bókavörðum og bókasafnsfræðingum sem starfa í öðrum söfnum en þeir hinir síðastnefndu eru líklegastir til að telja sig bera ábyrgð á því efni sem þeir láta notendum sínum í hendur. Alls eru um 40% þeirra sem telja sig bera einhverja ábyrgð (3-5 á skala) á því ef notandinn fremur sjálfsvíg. Hér má ef til vill leiða getum að því að bókaverðir í skóla- söfnum finnist þeir bera meiri ábyrgð vegna þess hve þeir eru í nánu sambandi við unga fólkið og þekkja ef til vill persónu- lega þá sem þeir þjóna og hefðu þjónað í þessu sérstaka til- viki. Einnig má getum að því leiða að þeir bókasafnsfræðing- ar sem starfa í sérfræðisöfnum finnist þeir bera meiri ábyrgð á notkun heimilda sem þeir afhenda notendum sínum en þeir sem eru í almenningsbókasöfnum. Við þessu eru þó engin afgerandi svör fáanleg úr könnuninni. Þetta er altént mjög athyglisverð niðurstaða sem bendir til þess að viðhorf til ábyrgðar á afleiðingum þjónustunnar séu ekki almennt þau sömu meðal allra bókasafnsfræðinga enda þótt þeir hafi í flestum tilfellum fengið sömu undirstöðu- menntun. Starfið virðist móta viðhorfin meira en menntun- in. Skiptir útlit lánpega máli? Kannað var hvort útlit notenda hafi áhrif á þjónustuna og viðhorf til hennar. Tekur bókavörðurinn aðra afstöðu ef hann hyggst geta séð fyrir óæskilega notkun á heimildum þeim sem hann afhendir notanda? Reynt var að finna dæmisögu þar sem hægt væri að giska á það af útliti notanda að hann hefði illt í huga. Meðal norrænna bókavarða var erfitt að finna hóp manna sem kallaði fram tortryggni meðal bókavarða. Því var brugðið á það ráð að nota óljóst orðalag s.s. „glæpamanns- 54 Bókasafnið 19. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.