Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 64
Stefanía Júlíusdóttir lektor, Háskóla íslands
Notkun LIBIS-netsins við
uppbyggingu safnkosts
Inngangur
Tölvuvæðing bókasafna hófst á sjöunda áratugnum með
tölvuvæðingu tveggja verkþátta, annars vegar útlánum stórra
bókasafna og hins vegar skráningu, þar voru Library of Con-
gress og British National Bibliography í fararbroddi með þró-
un fyrstu Marksniðanna. A seinni hluta þess áratugar voru
fyrstu stóru bókfræðiþjónustufyrirtækin, OCLC, Utlas og
WLN, stofnuð með það að meginmarkmiði að samnýta
skráningarvinnu.
Eftir því sem bókfræðigagnasöfnin stækkuðu og fleiri
bókasöfn tóku þátt í uppbyggingu þeirra og settu safntákn
sitt við færslur sinna rita, urðu þau einnig tæki til þess að
auðvelda samnýtingu safnefnis aðallega með millisafnalán-
um. (Hildreth, C.R. 1987, s. 222).
A áttunda áratugnum fengu bókasöfn víða um heim bein-
línuaðgang að tölvuvæddum samskrám bókasafna og tölvu-
væddum bókfræðigagnabönkum (commercial databases).
Hin nýja tækni var augljóslega öflugt tæki sem nota mátti við
mun víðtækari samvinnu en skráningu og millisafnalán. í lok
þess áratugar var Ijóst að:
Nettengd bókasafnsþjónusta hlyti að hafa áhrif á rekstur bókasafna. Auk
breytinga í skráningu, millisafnalánum, upplýsingaþjónustu og árvekni-
þjónustu hlytu einnig að verða breytingar á uppbyggingu safnkosts, þeg-
ar aðfangabókaverðir gætu með skjótum og auðveldum hætti séð hvaða
rit höfðu verið valin á bókasöfnum annarra stofnana. Það væri einnig
viðbúið að safngestir yrðu viljugri til að samnýta safnkost þegar mun
auðveldara yrði að komast að því hvað væri til á öðrum bókasöfnum og
að panta það í millisafnaláni með beinlínutengingu í gegnum net.
(Dougherty, R.M. 1978, s. 15-16).
Ný samvinnuverkefni um uppbyggingu safnkosts voru
hafin og nýtt tæki Conspectus, sem er eins konar heildar yfir-
lit yfir safnkost hvers bókasafns sem þátt tekur og stefnu þess
um uppbyggingu safnkosts í nútíð og framtíð (Ferguson,
A.W. 1988) var þróað til þess að gera samvinnu um upp-
byggingu safnkosts markvissari og árangursríkari. Heildar-
yfirlitið má gefa út á prenti og/eða hafa það aðgengilegt í
gagnagrunni sem þátttökusöfn hafa aðgang að. Árangur
samvinnunnar er háður nettengingum og beinlínuaðgangi
að bókasafnaskrám annarra bókasafna, þar sem sjá má hvaða
rit eru raunverulega til á hverju bókasafni. Á níunda ára-
tugnum kom enn annað tæki til sögunnar sem auðveldar
margvíslega samvinnu bókasafna m.a. samnýtingu safnkosts,
nefnilega geisladiskurinn.
Jafnframt nýjum möguleikum til samvinnu hefur þörfin
á henni einnig aukist að mun vegna niðurskurðar í bókasöfn-
um. Það er því ekki að undra að verkefnum um samnýtingu
skráningarvinnu, millisafnalán og samvinnu um uppbygg-
ingu safnkosts og varðveislu hafi fjölgað. í sumum tilvikum
byggist samvinnan á nákvæmu skipulagi og reglum, í öðrum
tilvikum á formlegu samkomulagi og í enn öðrum tilvikum
aðeins á óformlegu samkomulagi. Mikill fjöldi rita og greina
sem lýsa stofnun, rekstri og árangri slíkra verkefna hefur ver-
ið birtur í bókasafnsritum.
Hins vegar virðist þróun samvinnu um uppbyggingu safn-
kosts meðal bókasafna sem hafa kjöraðstöðu fyrir slíka sam-
vinnu, svo sem sameiginlegt bókasafnsnet, notkun sama
tölvukerfis í bókasöfnunum og beinlínutengda samskrá, án
þess að samkomulag hafi verið gert um samvinnuna eldd hafa
verið könnuð.
Rannsókn á bókasafnsnetinu LIBIS-net
í þessari grein er sagt frá hluta rannsóknar sem höfundur
gerði sl. vor á bókasafnsnetinu LIBIS-net, sem starfrækt er í
Belgíu, en nær til fleiri landa.
Markmið
Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem hér er greint frá
er að kanna hvaða áhrif kjöraðstaða fyrir samvinnu bókasafna
hefur á sameiginlega uppbyggingu safnkosts, þar sem sam-
starfssamningur milli bókasafna um slíkt er eldci til og reglur
til að fara eftir við samstarfið vantar.
Tilgáta
Tilgátan er sú að aðgangur að samskrá í gegnum sameigin-
legt bókasafnsnet valdi því, þegar til Iengri tíma er litið, að
sameiginlegur safnkostur verði fjölbreyttari en ef hann hefði
verið byggður upp án skjótfenginnar vitneskju um það sem
þegar er til eða hefur verið pantað á hinum söfnunum, jafnvel
þegar heildarsamstarfssamning vantar og engar sameiginlegar
reglur eru til að fara eftir við val aðfanga.
Val bókasafnsnets
Belgíska bólcasafnsnetið LIBIS-net sem stofnað var árið
1977 var valið fyrir þessa könnun. Ástæður þess eru m.a. þær
að:
• það er eitt stærsta bókasafnsnet í Evrópu og það stærsta í
Belgíu (Borm, J. Van, 1991, s. 26). Sameiginlegur safn-
kostur LIBIS-bókasafnanna er talin nema um 12-15 milj-
ónum eintaka (Regent, A., viðtal 1994). Enda þótt því fari
fjarri að allur sá safnkostur sé skráður í LIBIS-samskrána
(LIBIS-net Secretariat 1994, óbirtar upplýsingar) er mik-
ill akkur í samnýdngu á skráningarvinnu og safnefni fyrir
bókasöfnin og notendur þeirra.
• LIBIS-bókasöfnin hafa ekki heildarsamning um sameig-
inlega uppbyggingu safnkosts (Regent, A. viðtal 1994).
• LIBIS-bókasöfnin nota öll sama bókasafnskerfið, DOB-
IS/LIBIS bókasafnskerfið, sem auðveldar alla samvinnu
bæði fyrir starfsfólk safnanna og notendur þeirra sem geta
notað sömu leitartækni við efnisleitir í öllum LIBIS-bóka-
söfnunum.
• Hefð hefur skapast í Belgíu um óformlega samnýtingu á
safnefni bókasafna (Regent, A., Braeckman, J., og
DeSmedt, M., viðtöl 1994) og samkomulag hefur náðst
64 Bókasafnið 19. árg. 1995