Bókasafnið - 01.04.1995, Page 65
um að notendur geti farið sjálfir í það safn sem á nauð-
synlegt efni og fengið það lánað (State of the art... c 1988,
s. 102), en millisafnalán milli bókasafna í Belgíu fara
einnig vaxandi (Peeters, J. viðtal 1994).
• Tiltölulega stutt er á milli bókasafna innan Belgíu og sam-
göngukerfi gott. Samnýting á safnkosti bókasafna og sam-
vinna um uppbyggingu hans, bæði við aðföng nýs efnis
og varðveislu eldra efnis, er því kjörin.
• LIBIS-netið hefur verið starfrækt síðan 1977, í nærri 17
ár (Borm, J.Van, 1991, s. 26). Þar ættu að hafa skapast
notkunarvenjur sem miða að sameiginlegri uppbyggingu
safnkosts, ef tilgátan reynist sönn, enda þótt heildarsamn-
ingur hafi ekki verið gerður um slíkt milli LIBIS-bóka-
safnanna.
Skipting efnis eftir efnissviðum í LIBIS-samskránni.
Hlutföll í %
Val á bókasöfnum í könnunina
LIBIS-net er notað í 16 stofnunum af þremuc bókasafna-
tegundum (LIBIS-net Information sheets, January 1994).
Þegar ákveðið var að veita öðrum en bókasöfnum Kaþólska
Háskólans í Leuven aðgagn að netinu var eitt af markmiðun-
um reyndar að afla einnar nýrrar stofnunar á ári og hefur það
nokkurn veginn tekist (Regent, A. viðtal 1994).
A skrifstofu LIBIS-netsins eru eingöngu til upplýsingar
um tengingarár stofnana og aðeins fengust upplýsingar um
tengiár 29 þeirra 37 bókasafna sem þátt tóku í könnuninni
í Stofnunum 16 eru starfrækt 44 bókasöfn, þar sem sjálf-
stæðar ákvarðanir eru teknar um aðföng og varðveislu. í flest-
um stofnananna er aðeins ein aðfangaeining. í sumum þeirra,
þar sem eru fleiri bókasöfn en eitt, eru sérstakar fjárveitingar
32 ■ 27 ' 22 ■ 17 ■ 12 ■ 7 ' 2 ' -3 Fjöldi b 1 7 7 áka saf na ;fti i- sen r te te ng ng< ng I e ará r rul ri. 4 JB IS- nel tini
1977 1978 1979 1900 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993
fyrir hvert bókasafn og ákvarðanir um aðföng teknar sjálf-
stætt fyrir hvert þeirra. Þetta á t.d. við um Kaþólska háskól-
ann í Leuven þar sem eru 25 bókasöfn með sjálfstæð aðföng
og Háskólann í Louvain-La-Neuve þar sem eru 3 bókasöfn
með sjálfstæð aðföng (LIBIS-net Secretarial 1994 óbirtar
upplýsingar). Ógerlegt þótti að taka dæmigert úrtak af þess-
um bókasöfnum því var ákveðið að senda þeim öllum könn-
unargögn.
Sundurliðun á tegundum bókasafna sem
tóku þátt í könnuninni
Fjöldi í öðrum
Tegund bókasafna % af [KUL % af stofnunum %of
bókasafns 37 37 22 22 15 15
Aðalsafn háskóla 9 24.3% 1 4.5% 8 53.3%
Safn háskóladeildar 20 54.1% 20 90.9% 0 0%
„Kampus“ safn 1 2.7% 1 4.5% 0 0%
Sérfœðibókasafn 6 16.2% 0 0% 6 40%
Skólasafn 1 2.7% 0 0% 1 6.7%
Alls: 37 100% 22 100% 15 100%
(KUL : Kaþólski hdskólinn í Leuven, þar eru 25 bókasöfii sem velja sjálfitœtt nýtt
safnejhi)
Könnunargögn
Þróun
Upplýsinga var aflað með spurningalista, sem þróaður var
í Leuven. Prufuspurningalisti var sendur til 5 bókavarða við
Kaþólska háskólann í Leuven, honum var breytt töluvert í
samræmi við athugasemdir þeirra. Auk þess veittu tveir bóka-
safnsfræðingar við sama háskóla, þeir Alberic Regent kerfis-
bókavörður og Jan Braeckman forstöðumaður bókasafns fé-
lagsvísindadeildar K.U. Leuven ómetanlega aðstoð við þró-
un spurningalistans.
Skipulag
A spurningalistanum eru 33 spurningar, sem skipt er í sex
hluta eftir efni:
Bókasafnið 19. árg. 1995 65