Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 79
lánuð út. Starfsmenn bera kortin á milli húsa í möppum úr
sýrufríum pappír, og ef rignir eða snjóar eru þau vafm upp
og sett í hólka.
Kortasafnið býr við mikil þrengsli. Það hefur yfir að ráða
500 m2 húsrými en þyrfti 2000 m2 samkvæmt nýlegri áætl-
un. Því þarf að geyma kort í lestrarsalnum sem um leið er
skrifstofa þriggja starfsmanna. I salnum eru sérstakir stálskáp-
ar fyrir kortin, hver með 20-30 skúffum, og skáparnir eru
lokaðir til að verja gegn ryki. I lestrarsal er engin rakastilling
og ekki ryklaust. Kortin eru í sýrufríum möppum í skúffum,
tíu saman í hverri, nema hvað fágæt kort eru geymd eitt og
eitt í möppu. Stór og verðmæt kort eru geymd í sérstakri
hirslu sem kölluð
er „kortaborðið"
(the map table ; 2.
mynd). Það er
nógu stórt til þess
að hægt sé að
geyma öll kort án
þess að brjóta þau.
Kortaborðið þjón-
ar sem skrifborð
fyrir notendur
þegar það er lok-
að, en þykir óþjált
í notkun.
Gömul kort,
sem þarfnast við-
gerðar, eru send á
bókbandsstofu í
öðrum borgar-
hluta, sem er mik-
ill ókostur. Það er
draumur starfs-
manna að fá eigin
viðgerðarstofu í
sama húsi, sem yrði til þess að gert væri við mun fleiri kort en
nú er. En það er þarna eins og víðar, það er í hendi stjórn-
valda að láta drauminn rætast (Vejlsgaard, 1990).
Fleiri söfn búa við þröngan kost hvað varðar húsrými. Eitt
þeirra er kortasafn jarðfræðistofnunarinnar í Vínarborg.
Kortasafnið var sameinað bókasafni stofnunarinnar 1975. Þá
fyrst var tekið á málum kortasafnsins, en fram að því hafði
það liðið bæði fyrir þrengsli og skort á hæfu starfsfólki. Kort
höfðu legið í stöflum og þurft að fletta hundruðum blaða til
að fmna það sem vantaði. Nú var farið að flokka kort í hirsl-
ur eftir stærð, reynt að koma skipulagi á skráningu og ráðinn
starfsmaður til að annast kortin. Kortin eru geymd í viðar-
kistum eða stálskápum. Kort eldri en frá 1960 eru geymd í
möppum í opnum hillurn, óvarin gegn ryki og sólarljósi.
Kort síðan 1960 eru geymd í skúffum eða hengd upp, en
ekltert rými er fyrir ný kort, svo að þeim er staflað upp ofan á
skápunum. Mikil þörf er fyrir endurskipulagningu safnsins,
og er farið að huga að því, þegar ívitnuð grein er skrifuð
(Cernajsek, 1990).
A síðari árum hafa söfn í vaxandi mæli tekið upp örfilmu-
gerð af kortum í varðveisluskyni og til að auðvelda notkun
korta sem af ýmsum ástæðum eru óaðgengileg notendum. Til
dæmis um safn, sem hefur hafið örfilmugerð að verulegu
marki, má nefna kortadeild franska þjóðbókasafnsins í París
(Bibliotheque Nationale, Department des Cartes et Plans).
Tilraunir hófust þar með úrval korta árið 1980 og báru góð-
an árangur. Var því ákveðið að halda áfram og áhersla lögð á
að taka myndir af fágætum kortum og mjög stórum. Jafn-
framt var hafin viðgerð gamalla korta, og nýrri kort í bæri-
legu ástandi skyldu styrkt með e. k. plasthúðun.
Starfinu var skipt á milli nokkurra verkstæða bókasafns-
ins. Endurgerð gamalla korta er með hefðbundnum tímafrek-
um aðferðum, og að því loknu eru þau ljósmynduð til
örfilmugerðar. Hvert kort er ljósmyndað tvisvar, bæði í svart-
hvítu og lit. Gerð eru tvö eintök af hverri filmu. Annað ein-
takið er ætlað til notkunar fyrir safngesti, hitt til viðskipta-
nota og til að taka eftir ný eintök. Hver örfilma er geymd í
sýrufríu pappírsumslagi í geymslu, þar sem höfð er stjórn á
hita og raka loftsins. Aðeins eintökin, sem ætluð eru notend-
um, eru send
kortadeildinni í
París. Verðmæt
eintök og fágæti
hafa forgang, og
m. a. eru mörg
kort úr atlösum
mynduð. Meðal
gömlu kortanna
eru mörg hand-
gerð og -lituð.
Orfilmukortin
eru vandlega skráð
og skráningin not-
uð við útgáfu á
kortaskrám. I
skráningunni eru
tekin með mörg
atriði, s. s. höf-
undur, titill, út-
gáfustaður, stærð
upplags, hvort
frumgerð er prent-
uð eða handrit o.
fl. Einnig kemur fram hvenær filma var gerð, mælikvarði
korts og smækkunarhlutfall. í kortadeildinni hefur verið
komið fyrir lesvél, þar sem notendur geta skoðað kortin.
Bæði er hægt að skoða kort í heild og stækka hluta úr því
(Pelletier, 1990).
Islensk kortasöfn
Farið var í heimsókn í Landmælingar Islands og skoðað
kortasafnið þar. í húsakynnum bókasafnsins eru nýlegir stál-
skápar nteð mjög grunnum skúffum þar sem kortaseríur
stofnunarinnar eru geymdar, gróðurkort og fleira. Kortablöð-
um í hverri seríu er raðað eftir númerum í skúffumar og öll-
um útgáfum hvers númers saman. Skipulagning safnsins er á
algeru byrjunarstigi, og er bókavörður að raða í skúffurnar
samhliða öðrum störfum. Stefnt er að því að þaulsafna öll-
um kortum sem stofnunin hefur gefið út. Landmælingunum
hefur borist að gjöf frá dönsku landmælingastofnuninni,
Geodætisk Institut, mikið safn gagna varðandi landmælingar
og kortagerð Dana á íslandi. Þar á meðal eru frumkort,
handskrifuð og -lituð, ljósmyndir af stöðum og fólki víðs veg-
ar um land og minnisbækur mælingamanna. Þetta safn er að
mestu ófrágengið, og er þar mikið starf óunnið, að flokka
það, skrá og búa um til varðveislu. Gluggi geymslunnar, þar
sem þetta er geymt, er byrgður og svalt er þar inni, en að
öðru Ieyti hafa þessu merka safni ekki enn verið búin hæfileg
skilyrði.
Skráning korta Landmælinga íslands er í undirbúningi og
Bókasafhið 19. árg. 1995 79
Mynd 2
LIBER Bulletin 37 1990.