Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 81

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 81
Stefanía Júlíusdóttir lektor, Háskóla íslands Bókasöfn á íslandi Mannafli, menntun, ritakostur, almennar aðstœður, löggjöf Skipulag bókasafns- og upplýsingaþjónustu á landsvísu Inngangur I þessari grein er fjallað um atriði sem skipta máli við skipulag samhæfðrar bókasafns- og upplýsingaþjónustu á landsvísu: mannafla bókasafna, menntunarleiðir sem starfs- fólki bókasafna standa til boða og nýtingu þeirra, ritakost bókasafna á Islandi, löggjöf, varðandi samstarf bókasafna og þróun bókasafna- og upplýsingamála, almennar aðstæður í þjóðfélaginu sem hafa áhrif á starfsemi bókasafna jafnt sem aðra starfsemi og skipulag bókasafns- og upplýsingaþjónustu á landsvísu. 1. Mannafli bókasafna á íslandi Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem höfundur gerði á mannafla bókasafna á íslandi í árslok 1989 og á árinu 1990 (Stefanía, 1994) er starfsfólk með sérstaka menntun til starfa við bókasafns- og upplýsingaþjónustu flest við störf á höf- uðborgarsvæðinu og í stærri kaupstöðum. Störfum sem bókasafnsfræðingar gegna á þessum vettvangi fjölgar hlut- fallslega en störfum sem aðrir gegna fækkar að sama skapi og vinnumarkaður bókasafnsfræðinga á bókasöfnum er að mettast. I könnuninni voru könnunargögn send til 665 aðila. Svör bárust frá 316, þar af 70 frá aðilum sem ekki ráku bókasafn á könnunartíma. Auk þess fengust upplýsingar um 152 aðila, annars staðar en úr könnunargögnum: úr ársskýrslum bóka- safna hjá bókafulltrúa ríkisins og Skólasafnamiðstöð Reykja- víkurborgar, auk þess sem prófessor Sigrún Klara Hannes- dóttir veitti mér góðfúslega aðgang að gögnum úr könnun sinni á starfsemi skólasafna sem nær til sama tíma og fýrri hluti mannaflakönnunar. Afþessum 152 aðilum eru upplýs- ingar um 95 bókasöfn (102 aðila) á könnunartíma, 28 bóka- söfn (30 aðila) fyrir næsta ár á undan og 29 aðila sem ekki ráku bókasafn á könnunartíma. Að minnsta kosti 99 þeirra sem fengu send könnunargögn ráku því ekki bókasafn á könnunartíma. Sé gert ráð fyrir að allir aðrir sem fengu send könnunargögn hafi rekið bókasafn á þeim tíma eru það 567 aðilar. Upplýsingar fengust um 369 þeirra sem er 65%. Sum bókasafnanna eru samsteypusöfn (þá eru rekin sam- an tvö eða fleiri bókasöfn, algengast er að saman sé rekið al- menningsbókasafn og grunnskólasafn, en margs konar aðrar samsetningar eru til svo sem grunnskóla- og sérfræðisafn, al- mennings- og sérfræðisafn, framhaldsskóla- og sérfræðisafn) og gilda svör þeirra fyrir bókasafnsþjónustu tveggja eða þriggja aðila. Upplýsingar urn 369 bókasöfn gilda þannig fyr- ir 421 aðila alls. Ekki var vitað um öll slík samsteypusöfn fyr- irfram. Þau samsteypusöfn sem ekki var vitað um fyrirfram fengu því send sitt spurningaeyðublaðið hvert en aðeins eitt sameiginlegt svar barst. Upplýsingar fengust því um heldur fleiri aðila en prósentutalan segir til um. Að meðtöldum þeim 99, sem ekki ráku bókasafnsþjónustu á könnunartíma, feng- ust upplýsingar frá 520 aðilum. Upplýsingar um samsetningu mannafla, dreifmgu hans á safnategundir og um landið eru marktækar svo og upplýsing- ar um skiptingu starfa milli starfshópa og meðalstarfshlutfall starfsmanna í hverjum starfshópi. En niðurstöður sýna hvorki heildarstærð mannaflans né hve mörg störf eru unnin alls í bókasöfnum á landinu. Upplýsingar sem gera kleift að áætla eftirspurn eftir mann- afla og æskilega menntun og þjálfun starfsfólks í framtíðinni fengust aðeins um þau starfandi bókasöfn sem sendu svör við könnuninni. Þau voru aðeins 246 vegna þess að 70 þeirra 316 aðila sem svöruðu ráku ekki bókasafn á þeim tíma sem könnunin var gerð. Svör nýtileg við útreikninga í líkani Moore's, sem hér er notað, eru aðeins 43.4% en 50% svörun er lágmark til þess að niðurstöður séu marktækar (Moore 1986). Auk þess er nauðsynlegt að í hverjum starfshópi í hverri bókasafnategund séu a.m.k. 10 manns. Sú tala næst ekki í öllum tilvikum enda þótt bæði starfshópar og bóka- safnategundir hafi verið sameinuð til að mynda stærri starfs- hópa fyrir úrvinnslu gagnanna. Niðurstöður úr útreikningum úr líkaninu gefa því aðeins vísbendingu um mögulega þróun mannafla bókasafna hér á landi. Fjöldi stöðugilda og starfsmanna skipt niður í starfshópa Upplýsingar fengust um starfsmenn 369 bókasafna, þar vinna 759 starfsmenn tæp 335 störf. Þar af eru 95, 12% starfsmanna, sjálfboðaliðar sem ekki hafa stöðugildi. Störfin 335 eru því unnin af 664 starfsmönnum sem að meðaltali vinna um hálft starf hver. Stöðurnar skiptast misjafnlega milli starfshópa og milli þeirra bókasafna sem sendu svar sjálf og þeirra sem afla varð upplýsinga um annars staðar frá. Sjá töfl- ur 1-2. Samanburður á þeim bókasöfnum sem svar barst frá og hinurn leiðir í Ijós að þeir aðilar sem tóku þátt í könnuninni og starfrækja bókasafn eru mun betur búnir að starfsfólki, bæði eru stöður þar fleiri og menntun starfsmanna meiri. Verst settir eru þeir aðilar sem ekki tóku þátt í könnuninni og upplýsingar voru aðeins fáanlegar um í ársskýrslum fyrir árið á undan könnunartíma. í þeim hópi eru 28 bókasöfn með 31 starfsmann, 15 þeirra eru sjálfboðaliðar, 14 ófaglærðir, 1 með próf frá Kennaraskóla íslands og 1 með háskólapróf. Einungis eru gefin upp stöðugildi fyrir þá ófaglærðu, samtals 3.24 stöður. Það jafngildir því að hver þeirra vinni um 23% úr starfi að meðaltali sem er ekki ósennileg tala fyrir starfs- menn lítilla bókasafna. Ef til vill þarf engan að undra að erfiðlega gangi að fá svör við könnun sem þessari og að ársskýrslugerð sé á eftir tíman- I Bókasafnið 19. árg. 1995 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.