Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 87
við aðra menningar- og menntastarfsemi í landinu. Ennfrem-
ur skal hann veita almennings- og grunnskólasöfnum faglega
ráðgjöf og halda uppi fræðslu fyrir starfsfólk þeirra (Reglu-
gerð um almenningsbókasöfn nr. 178/1987).
Framtíðarstefha um
á Islandi
Engin opinber stefna er til um framtíðarþróun bókasafns-
og upplýsingamála hér á landi. A árunum 1989 til 1990
unnu tvær nefndir, báðar skipaðar af menntamálaráðherra,
að tillögum um stefnumótun í bókasafns- og upplýsingamál-
um: Samstarfsnefnd um upplýsingamál (STUPP), sem starf-
aði frá 1979 til 1990 og var samkvæmt skipunarbréfi 23.
febrúar 1989 falið að skila tillögum um framtíðarskipan upp-
lýsingamála í þágu vísinda- og menntastofnana í landinu og
benda á brýnustu verkefni á því sviði. (Samstarfsnefnd urn
upplýsingamál 1990). Þann 19. desember 1989 skipaði
menntamálaráðherra aðra nefnd sem gera skyldi tillögur um
heildarstefnu fyrir bókasöfn í landinu fram til aldamóta svo
og skipulagningu og rekstur bókasafnakerfis.(Stefnumörkun í
bókasafna- og upplýsingamálum ... 1990).
Nefndirnar skiluðu báðar tillögum sínum á árinu 1990
eins og tilskilið var í skipunarbréfum. Hvorug tillagan hefur
verið nýtt í heild eða að hluta og er engin viðtekinn stefna í
gildi um þróun bókasafns- og upplýsingamála landsins. Sam-
þykktir og bréf m.a. frá Bókavarðafélagi Islands hafa engin á-
hrif haft í þessurn efnum (Bókavarðafélag Islands 1991 og
1992).
5. Aðstæður í íslensku þjóðfélagi á könnunartíma
Astandið í þjóðfélaginu í heild hefur að sjálfsögðu áhrif á
afkomu og atvinnuframboð meðal einstakra stétta og at-
vinnugreina. Því er óraunhæft að skoða hluta vinnumarkað-
arins án þess að taka mið af heildinni hverju sinni (Slater
1980). Aðstæður á vinnumarkaði mótast af mörgum þáttum.
Meðal þeirra þátta sem hafa áhrif á framboð og eftirspurn eft-
irvinnuafli eru: byggðaþróun, efnahagsþróun, þjóðfélags- og
tækniþróun (Myers 1986).
Undanfarið hefur æ fleira fólk fluttst til höfuðborgarsvæð-
isins utan af landi. Fjárveitingar til bókasafns- og upplýsinga-
þjónustu eru miðaðar við höfðatölu í almenningsbókasöfn-
um (Lög um almenningsbókasöfn nr. 50/1976) og skólasöfn-
um (Lög um grunnskóla nr. 87/1989). Miðað er við að
3000-4000 manna byggðarlag þurfi til að standa undir
sómasamlegri almenningsbókasafnsþjónustu (Arsskýrsla
bókafulltrúa ríkisins 1986).
Aðeins 12 sveitarfélög hér á landi telja 3000 eða fleiri íbúa
(Hagstofa íslands 1993). Helmingur þeirra er á höfuðborgar-
svæðinu, þrjú þeirra Keflavík, Selfoss og Akranes eru innan
seilingar frá því, í um klukkustundarferð með bíl eða ferju.
Annars staðar á landinu eru aðeins þrjú sveitarfélög Akureyri,
ísafjörður og Vestmannaeyjar nógu stór til þess að hægt sé að
búast við sómasamlegri bókasafns- og upplýsingaþjónustu þar.
A sama tíma verða upplýsingar, miðlun þeirra og nýting
æ mikilvægari í okkar þjóðfélagi og er góður aðgangur að
nauðsynlegum upplýsingum grundvöllur fyrir uppbyggingu
atvinnulífs og þar með byggðar í landinu.
Or tækniþróun veldur því að æ auðveldara er að vista,
geyma, veita aðgang að og miðla upplýsingum í tölvutæku
formi, ekki aðeins hvert á land sem er heldur út um allan
heirn. Enda þótt enn sem komið er sé ekki nema lítill hluti
þess upplýsingaefnis sem til er á prenti í tölvutæku formi er
auðvelt, með nútímafjarskiptatækni, að senda upplýsingar
hvort sem er úr prentuðum ritum eða í tölvutæku formi hvert
sem er á svipstundu um leið og beiðni um það berst. Jafn-
framt verður meira og meira af upplýsingum, nýjum og
gömlum, aðgengilegt í tölvutæku formi á æ lægra verði.
Aðstæður á vinnumarkaði og efnahagslegar forsendur
skipta einnig miklu máli í þessu samhengi. Þegar könnun á
mannafla bókasafna á Islandi var gerð voru erfiðir tímar í ís-
lensku efnahags- og atvinnulífi. Atvinnuleysi hafði verið
meira frá haustinu 1988 en allan níunda áratuginn, sé reikn-
að með árstíðarleiðréttingu (Þjóðhagsstofnun. Frétt nr.
7/1989). Lítil bjartsýni ríkti um breytingar til batnaðar á at-
vinnuástandinu. Þvert á móti var í apríl 1989 reiknað með
færra starfsfólki til sumarafleysinga þá um sumarið en áður
og frekari samdrætti með haustinu þar sem ætla mátti að fisk-
veiðiheimildir yrðu fullnýttar fyrr á árinu 1989 en oft áður
(Þjóðhagsstofnun. Frétt nr. 7/1989).
Atvinnuástandið breyttist til batnaðar í apríl 1990 (Þjóð-
hagsstofnun. Frétt 4/1990) en síðan hefur atvinnuleysið
stöðugt aukist (Vinnumarkaður 1991-1993, 1994, s. 14) og
mældist í apríl 1994 5.9% sem þýðir að 8.800 hafi þá verið at-
vinnulausir (Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í apríl
1994, s. 1). Heldur hafði dregið úr atvinnuleysinu í nóvember
1994, en sú fækkun atvinnulausra er ekki talin marktæk
(Vinnumarkaðskönnun Hagstofúnnar í nóvember 1994, s. 1).
Ahrifa atvinnuleysisins gætir að sjálfsögðu á bókasöfnum
jafnt sem annars staðar í þjóðfélaginu. Atvinnuástandið hefur
auk þess bæði bein og óbein áhrif á niðurstöður mannafla-
könnunar þar sem spurt er um væntanlega eftirspurn eftir
starfsfólki. Ætla má að bein áhrif slæms atvinnuástands séu
eftirfarandi:
- að mun færri skipti um vinnu en ella, þar sem litla sem
enga aðra vinnu er að fá,
- að tiltölulega auðvelt sé að fá ófaglært fólk í vinnu og
einnig faglært í mörgum tilvikum,
- að minna sé um fjárveitingar til nýrra starfa.
Óbein áhrif eru þau að þeir sem svara könnuninni gera
síður ráð fyrir heimildum til að ráða fleira fólk til starfa á
næstu árum. Þetta þarf ekki að þýða að svörin verði óáreiðan-
legri heldur getur það þvert á móti þýtt að þau séu betri
grunnur til að byggja á áætlun um framtíðina þar sem ekki er
um óhóflega bjartsýni að ræða. Hér hefur ástandið heldur
versnað en batnað.
6. Skipulag bókasafns- og upplýsingaþjónustu
Þegar litið er til samsetningar mannafla, dreifingar hans
urn landið og jafnframt til dreifingar ritakosts og þjóðfélags-
legra aðstæðna er augljóst að ekki er raunhæft að skipuleggja
bókasafns- og upplýsingaþjónustu fyrir Iandið í heild án þess
að gera ráð fyrir verulegri þjónustu frá höfuðborgarsvæðinu
til staða utan þess. Þaðan þarf bæði að veita lán á ritum, upp-
lýsingar úr þeim og einnig margs konar sérfræðiþjónustu.
Menntaðir starfsmenn eru of fáir og strjálir utan höfuðborg-
arsvæðisins til þess að þeir geti sinnt nema litlum hluta þeirra
sem á þjónustu þurfa að halda. Meðan sveitarfélög eru enn
mörg og smá er ekki grundvöllur fyrir því að fjölga mennt-
uðu starfsfólki utan höfuðborgarsvæðisins, nema í stærstu
sveitarfélögunum. Þetta mun, að vissu marki, breytast í fram-
tíðinni þegar sveitarfélög verða sameinuð í samræmi við
Sveitarstjórnarlög nr. 8/1986. Þó verða alltaf stór svæði sem
ekki munu geta veitt góða bókasafns- og upplýsingaþjónustu
upp á eigin spýtur vegna fámennis. Þau verða að reiða sig á
aðgang að upplýsingaþjónustu annars staðar frá.
Með auknum aðgangi að upplýsingum í tölvu og aukinni
bókasafns- og upplýsingamál
Bókasafrið 19. árg. 1995 87