Dagur - 27.03.1999, Qupperneq 11
Xfc^nr
LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 - 27
MATARGATJÐ
Ebba Sigurðardóttir og
herra Ólafur Skúlason
biskup hafa haft fyrir sið
að bjóða í morgunverð
eða fara í morgunverð
til annarra strax eftir
messu klukkan átta á
páskadagsmorgun. Það
þykir þeim hátíðlegasta
máltíð dagsins. Ebba
segir hér frá páskasið-
um þeirra hjóna og gef-
ur nokkrar uppskriftir
að páskamatnum.
„Þegar Ólafur var prestur mess-
aði hann sjálfur á páskadag
klukkan átta. Lengi vel vorum
við boðin í morgunverð til vina-
hjóna okkar og meðan Óiafur
var biskup til dómkirkjukórsins
eftir morgunmessu en smám
saman fór fjölskyldan að taka við
þessum sið og halda honum
áfram. Meðan tengdafaðir minn
lifði kom hann frá Keflavík og
var hjá okkur um páskana og þá
tók hann þátt í þessu með okk-
ur. Þegar Ólafur var biskup
héldum við áfram að fara í
messu klukkan átta og þá bauð
dóttir okkar, Guðrún Ebba, okk-
ur í morgunverð. Eftir morgun-
verðinn fór ég svo með foreldr-
um mínum á hverjum einasta
páskadegi upp í kirkjugarð. Síð-
an var messa klukkan tvö og ég
fór oftast í messu. Síðustu árin
höfum við svo verið í kvöldmat
hjá dóttur okkar,“ segir Ebba
Guðrún Sigurðardóttir, eigin-
kona Ólafs Skúlasonar biskups.
Aðstæður breytast með tíman-
um. Börnin hafa stofnað fjöl-
skyldur og flust utan eða út á
land. Skúli, sonur þeirra, er
prestur fyrir vestan og er þar um
páskana. Ebba og Ólafur hafa
einu sinni upplifað páska erlend-
is og það var hjá dóttur þeirra,
Sigríði, í Hollandi en annars
hafa þau eytt páskunum með
Guðrúnu Ebbu, foreldrum sín-
um og tengdaforeldrum hennar
Ebba Sigurðardóttir, eiginkona Ólafs Skúlasonar, býður dóttur sinni og fjölskyldu hennar og tengdafjölskyldu i snemmbúinn
hádegisverð eða síðbúinn morgunverð, svokallað „brunch“, fyrir hádegi á páskadag.
Moraunverðurinn
ernátíðlegur
síðustu árin. Þau ætla þó að
breyta örlítið til um páskana að
þessu sinni. Að sjálfsögðu verður
farið í messu klukkan átta, eins
og alltaf, en rétt fyrir hádegi ætl-
ar Ebba að bjóða föður sínum,
dóttur sinni og fjölskyldu hennar
og tengdafjölskyldu í „brunch“,
síðbúinn morgunverð eða
snemmbúinn hádegisverð. „Þá
ætla ég að hafa ýmsa rétti og
breyta aðeins til,“ segir hún.
Ómissandi að hittast
En hvernig skyldi morgunverð-
arborðið á páskadagsmorgun Iíta
út hjá þeim? Borðið er að sjálf-
sögðu skreytt páskalega með
kertum í gulum lit og fallegum
borðdúk til að gera hátíðlegt.
Ebba segist bjóða upp á kaldan
ávaxtasafa, heitt súkkulaði og
kaffi. Hún baki ýmist eða kaupi
rúnnstykki og góð brauð og
bjóði upp á kjötálegg og osta
ásamt salötum. Eftir á hefur ver-
ið vinsælt að fá sér smjörköku,
vínarbrauð eða annað sætmeti
úr bakaríinu eða bakaraofni hús-
móðurinnar að ógleymdum
páskaeggjum handa börnunum.
„Þetta er ákaflega hátíðlegt og
fólki finnst það eiginlega
ómissandi núna að hittast eftir
messu. Aðalmáltíð dagsins er
kvöldmaturinn en ég myndi
segja að morgunverðurinn sé há-
tíðlegasta máltíðin. Hátíðlegast
af öllu er þó sjálf morgunmess-
an,“ segir hún og bendir á að
kórarnir hafi gjarnan fyrir sið að
snæða saman morgunverð eftir
messu. Fólkið hafi gaman af að
hittast.
Margir hafa haldið þeim sið
að borða fisk og léttmeti á föst-
unni og snætt síðan kjöt á pásk-
unum. Ebba segist á árum áður
gjarnan hafa soðið hangikjöt til
að hafa í hádegisverð og narta í
yfir páskana og svínakjöt í kvöld-
verðinn á páskadag. Hugsanlegt
er að hún sjóði hangikjöt að
þessu sinni og beri fram kalt. Að
öðru leyti mun hún hafa sam-
blöndu af smáréttum; grænmet-
ishlaup og sósu, heimabakaðar
bollur, parmaskinku úr Gallerý-
Kjöt, kalt hangikjöt. I fjöldamörg
ár hefur hún bæði um jól og
páska búið til böku sem hún
segir gott að bera fram með
reyktu kjöti eða smáréttum.
Bakan sú arna verður á hádegis-
verðarborði Ebbu á páskadag.
_________Bakan
100 g hveiti
100 g smjör
raspaður ostur
1 stór dós aspas
6-8 egg
Á 1 rjómi
hvítlauksduft, pínulítið salt
og/eða Season All
Hveiti og smjör er hnoðað sam-
an og þrýst í botninn á sæmilega
stóru formi. Töluvert mikið af
osti er raspað í botninn ofan á
deigið og má þekja dálítið vel.
Safanum af aspasinum er hellt í
mál og aspasinum raðað ofan á
ostinn. 6-8 egg eru þeytt, rjóm-
anum þeytt saman \ið og mest-
öllum eða öllum safanum af
aspasinum bætt út í. Kryddað
með hvítlauksdufti, salti og/eða
Season All og þeytt. Gæta verð-
ur þess að þeyta ekki of mikið.
Vökvanum er hellt yfir botninn
og formið sett í kaldan ofn. Ofn-
inn er stilltur á meðalhita og
bakan Iátin vera inni í um 45
mínútur eða þar til hún er orðin
stíf og brún. -GHS
Appelsínugljáðar
sætar kartöflur
Á jólum og páskum hefur
Ebba gjarnan borið fram
óvenjulegt, sætt meðlæti úr
sætum kartöflum sem ávallt
hefur vakið ánægju við matar-
borðið. Hún segir að hann sé
afar góður í staðinn fyrir sultu
eða rauðkál ef maður vill
breyta til. Ebba fékk upp-
skriftina í Ameríku þegar hún
bjó þar.
2 bollar niðurskornar soðnar
sætar kartöflur
'á bolli púðursykur
'á bolli strásykur
'á bolli appelsínusafi
1 msk. kartöflumjöl
2-4 msk. smjör
Kartöflurnar eru afhýddar
hráar, skornar í sneiðar og
soðnar skamma stund f potti
þannig að þær mýkist aðeins.
Vatninu er hellt af og kartöfl-
unum raðað í smurt eldfast
form. Púðursykurinn er settur
í pott, sykurinn sömuleiðis og
appelsínusafa hellt út í. Kart-
öflumjöli er bætt út í, hrært
vel í og soðið upp þar til
blandan er orðin þykk. Þá er
potturinn tekinn af plötunni,
smjörinu bætt út í og blönd-
unni loks hellt yfir kartöflurn-
ar. Álpappír eða lok er sett á
formið áður en kartöflurnar
fara inn f ofninn. Bakað á
kökuhita í 30 mínútur.
Sætu kartöflurnar eru góðar
með kalkúni, kjúklingum,
reyktu kjöti og jafnvel lamba-
kjöti.
Rískaka með
súkkulaði og
líkjör
Eftir matinn á páskadags-
morgun ætlar Ebba Guðrún
að bjóða upp á ljúffengan og
sætan eftirrétt, súkkulaði-
moussé og tryfflé eða tertu og
kaffi. Hún segist í auknum
mæli vera farin að kaupa rís-
botna og útbúa eftirréttinn á
einfaldan og fljótlegan hátt.
Hún þeytir þá rjóma daginn
áður og blandar saman við
rjómann púðursykri, röspuðu
súkkulaði og örlitlum líkjör og
smyr blöndunni á botninn. Ef
von er á mörgum gestum
Ieggur hún tvo botna saman
og hefur ijómann á milli og
ofan á.
„Þetta hefur gert mikla
lukku," segir hún. „Fólk trúir
þ\i ekki að ég hafi keypt botn-
ana. Þetta er ekkert miklu
dýrara en að baka sjálfur og
mjög gott. Maður verður bara
að passa að setja ekki of mik-
inn púðursykur því að þá
verður þetta of sætt. Botnarn-
ir eru svo sætir.“