Dagur - 27.03.1999, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 - 33
LIFIÐ / LANDINU
Gríðarleg spenna hefur
verið í Bosníu undanfar-
in ár og ekki bætir
stríðsástandið í
Júgóslavíu þar úr skák.
Menn hljóta að velta því
fyrir sér hvaða áhrif
stríðið hafi á friðarferlið
í Bosníu. íslenskir lög-
reglumenn hafa undan-
farin ár lagt sitt af
mörkum í uppbygging-
arstarfinu á þessu
svæði.
Bjöm Halldórsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn hjá embætti Rík-
islögreglustjóra, er nýlega kom-
inn frá Bosníu-Hersegóvínu þar
sem hann dvaldist um níu mán-
aða skeið á vegum Sameinuðu
þjóðanna ásamt um 2.000 lög-
reglumönnum frá 44 ríkjum.
Björn var einn níu íslenskra lög-
reglumanna sem hafa farið á
þetta svæði til að starfa í hópi
Alþjóðlegu Iögreglusveitarinnar.
Annar Islendingur er Guðmund-
ur Omar Þráinsson aðalvarð-
stjóri. Guðmundur Omar var í
hópi þeirra þriggja sem fyrst
fóru utan haustið 1997 en Björn
var í hópi tvö í fyrravor.
Hamla gegn lögleysunni
Islensku lögreglumennirnir
störfuðu við hlið lögreglumanna
frá hinum ýmsu ríkjum víðs veg-
ar á hnettinum og kynntust því
hvernig túlkunin getur verið
mismunandi á grundvallaratrið-
um á borð við
mannréttindi og
hlutverki lög-
reglunnar.
Staðarlög-
reglumenn
voru til að
mynda mikið í
því að gæta
hagsmuna ríkis-
ins og komust oft
upp með að gera
það sem
datt í
meðan Al-
þjóða
lög-
reglu-
liðið
reyndi að hamla gegn því. Björn
og Guðmundur Ómar segja það
liggja í hlutarins eðli að skoðanir
séu skiptar og verklagið mis-
munandi þegar svo margir lög-
reglumenn koma svo víðs vegar
að.
„Það var ekki sama hver var
með manni. Eg fann svolítinn
mun á váðhorfi Iögreglumanna
og íbúa á hverjum stað eftir því
hver var með mér. Þeir tóku
sumum þjóðum vel, öðrum illa.
Lögreglumenn með langa starfs-
reynslu spurðu hvers vegna í
ósköpunum sendir væru til að-
stoðar menn sem kynnu ekki á
ritvél eða tölvu, menn sem færu
ekki í bað. Þetta var hluti af
vandamálinu. Það er verið að
láta fólk, sem er ekki hæft til
þess, leiðbeina og kenna og vera
fyrirmynd fyrir heimafólk,“ segir
Björn.
Eyðileggingin alls staðar
Borgarastríðið í fyrrum
Júgóslavíu snerist um landsvæði
og þjóðernishreinsanir. Fyrir
stríðið lifðu margir þjóðernis-
hópar saman; Króatar, Serbar og
múhameðstrúaðir Bosníumenn.
Þar sem Serbar náðu yfirráðum
flæmdu þeir alla aðra burt, þar
sem Króatar náðu yfirráðum
flæmdu þeir aðra burt og fólk af
ráðandi þjóð-
erni á svæð-
inu kom
inn.
Þannig eru
til að
mynda
mú-
Lögreglumenn og sjónvarpsmenn við bæinn Pale. Leigubílstjórar vildu ekki keyra
hér yfir landamærin.
Eyðiieggingin blasti hvarvetna við. Hér er heill stigagangur horfinn af fjölbýlishúsi.
Sprengdur burt!
Guðmundur Ómar var í slíkri
sveit í Sarajevó en Björn var
fyrst í bænum Visegrad og svo í
Sarajevó.
Þegar rætt er við Björn og
Guðmund Ómar kemur greini-
Iega í ljós að mikið vatn hefur
runnið til sjávar í Bosníu-Her-
segóvínu frá því fyrsti hópurinn
fór utan og mikið áunnist en
verkinu þó engan veginn lokið,
eins og nýjustu stríðsfréttir frá
Júgóslavíu bera reyndar sorglega
vitni. Guðmundur Ómar segir
að þegar hann kom til landsins
fyrir tæpum tveimur árum hafi
eyðileggingin verið gífurleg.
Flest hús í íbúðahverfum hafi
verið mikið skemmd og vonleysi
ríkjandi.
„Fyrstu viðbrögð eru að
býsnast yfir eyðileggingunni sem
maður sér. Hún blasir alls staðar
við. Heilu íbúðahverfin voru
mikið skemmd," segir Björn.
Handgengnir Milosevic
Bosnía-Hersegovína sam-
anstendur af tveimur svo að
segja sjálfstæðum ríkjum sem
eru eins og tveir aðskildir heim-
ar; Serbneska lýðveldið og Sam-
bandsríkið Bosnía-Hersegóvína.
Verðlagið er mismunandi, sitt
hvor stjórnarskráin og til
skamms tíma hafa verið í gildi
tvenn lög um meðferð opinberra
mála og hegningarlög. Sam-
bandsríkið er byggt á tíu sýslum
Björn Halldórsson og Guðmundur
Úmar Þráinsson hafa unnið að friðar-
ferlinu í Bosníu með Alþjóðlegu lög-
reglusveitinni. Þeir segja að samstarf
hafi tekist við lögregluna í Sarajevó en
Serbarnir hafi ekki verið fúsir til sam-
starfs. „Þeir töldu sig ekki þurfa á okk-
ur að halda."
hameðstrúaðir Bosníumenn í yf-
irgnæfandi meirihluta í Sarajevó
eftir stríðið. Þegar
Serbar eða Króat-
ar vildu fá hús-
næði sitt til
baka lentu
þeir í
vanda-
málum
eða þá
að
mann-
réttindi
voru
brotin á
þeim og
þá þurfti
alþjóða-
lögregl-
an að
koma
til að-
stoð-
ar.
sem fara með ákveðna mála-
flokka en sambandsstjórnin hef-
ur samræmandi hlutverk.
Serbneska lýðveldið er hins veg-
ar ein eining með eina yfir-
stjórn. Þar eru háttsettir menn
sem hafa verið handgengnir
Milosevic Júgóslavíuforseta.
Fjöldi starfsmanna hefur verið
á þessu svæði síðustu árin við að
hjálpa landsmönnum við friðar-
ferlið og koma undir sig fótun-
um á nýjan leik. Fyrir utan Al-
þjóðlegu lögreglusveitina má
nefna starfsmenn frá alþjóðleg-
um stofnunum; Öryggis- og
samvinnustofnun Evrópu, Al-
þjóða flóttamannastofnuninni
og sjálfstæðum hjálparstofnun-
um, til dæmis Rauða krossinum.
Björn segir að af tvískiptingunni
skapist margháttuð vandamál og
því taki langan tíma að breyta.
Veruleg andstaða hafi verið við
alþjóðaliðið og „alþjóða samfé-
lagið“, sérstaklega Bandaríkin,
notað sem skammaryrði. Serb-
arnir hafi ekki viljað og ekki
talið sig þurfa á alþjóðlegum af-
skiptum að halda.
„Það var ágætis samstarf við
lögregluna í Sarajevó en ekkert
hinum megin,“ segir Guðmund-
ur Ómar og Björn bætir við að
öll vinna alþjóðalögreglunnar
hafi einkennst af þessu. „Þeir
vildu ekki starfa með manni.
Þeir töldu sig ekki þurfa á okkur
að halda. Það hefur ekki verið
nein samvinna milli yfirvalda
þessara sjálfstæðu eininga nema
síðustu misseri. Engin uppbygg-
ing hefur verið í lýðveldinu með-
an uppbygging hefur átt sér stað
í sambandsríkinu,“ segir hann.
Stöðugur ótti
Lögreglusveit Björns fylgdist
meðal annars með staðarlögregl-
unni á hverjum stað og hafði
eftirlit með því hvernig hún
framkvæmdi til dærríis umferð-
areftirlit. „Það getur verið stór-
mál. Þeir stoppuðu aldrei þá
sem voru af sama þjóðernishópi
og þeir sjálfir, bara hina. Þeir
beittu þessu til að koma í veg
fyrir ferðafrelsi,“ segir Björn.
Það hefur þó allt þokast í rétta
átt. Nú eru flestallir í Bosníu-
Hersegóvínu með sams konar
skráningarplötur þannig að ekki
er jafn auðvelt að þekkja þjóð-
ernishópa eftir bílum. Sums
staðar hafa fyrirmæli um skrán-
ingarplöturnar verið hunsuð.
Margt er eftirminnilegt eftir
dvölina í Bosníu-Hersegóvínu.
Guðmundur Ómar nefnir lög-
reglumennina og svo túlkana
sem greiddu aðgang þeirra að
samfélaginu. Vonleysið var mik-
ið en fór batnandi. „Fólk bjó við
stöðugan ótta árum saman því
að vopnuð átök voru í landinu í
Qögur ár. Nánast allan þann
tíma lifðu flestir eins og skepn-
ur, án hita, rafmagns og al-
mennrar heilbrigðisþjónustu. Al-
gjör lögleysa ríkti. Nærvera her-
valds var yfirþyrmandi," segir
Björn.
„I stríðinu varð gríðarleg
breyting á aðbúnaði fólks. I
Visegrad var vatnið skammtað,
það kom fyrir að við höfðum
ekki rafmagn. Við söfnuðum
vatni f flöskur úti á svölum og ég
var orðinn býsna lúnkinn við að
fara í ágætis bað úr þremur
tveggja lítra kókflöskum," segir
Björn að lokum. -GHS