Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 2
18 - LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 Tfc^ur HELGARPOTTURINN Jólabækurnar eru nú allflestar komnar á markað og á næstu vikum mun bókasalan aukast jafnt og þétt. Þrjár ævisögur eru sagð- ar seljast afar vel: annað bindi af ævisögu Ein- ars Benediktssonar og Steingríms Her- mannssonar og svo bók Páls Valssonar um Jónas Hallgrímsson Ein skáldsaga er sögð vera komin á verulegt flug í sölu en það er Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son og glöggir menn telja næsta víst að hún muni verða metsölubók ársins og höfundur muni jafnvel slá fyrri sölumet sín. Bamabókin í ár sýnist vera hin fræga saga af Harry Potter, sem virðist ætla að slá í gegn hér á landi sem annars staðar... Ólafur Jóhann Ólafsson. Einar Kárason rithöfundur er að flytjast af landi brott með fjölskyldu sína, nánar tiltekið til Þýskalands, þar sem hann hyggst búa í eitt ár og Ijúka við nýja skáldsögu. Með þessum brottflutningi mun Einar þó ekki' glata sambandi við aðdáendur sína því bækur hans hafa sem kunnugt er notið mikilla vinsælda í Þýskalandi og hlotið afbragðsgóða dóma... Myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Þor- valdur Þorsteinsson hefur mörg járn í eld- inum um þessar mundir. Hann er að skrifa leikrit fýrir Borgarleikhúsið, sem verður sett upp á næsta ári, en eftir áramótin verður það unnið í leiksmiðju. Hann segir það vera tæki- færi sem öll leikskáld dreymir um að fá tíma til þess að prófa verkefnið áður en það fer á svið. Auk þess hefur hann nýlokið við barna- leikrit fyrir sjónvarp sem verður sýnt íjóladag- skránni. Núna um helgina er myndlistamaður- inn svo á ferðalagi á Norðurlöndunum þar sem hann heimsækir Gautaborg og Helsinki en þar setur hann upp sýn- ingar næsta vor í tilefni af aldamótum ög því að Helsinki er ein af menn- Mikið er að gerast kring um ungskáldið góða Andra Snæ Magnason um þessar mund- ir. Hann er að senda frá sér barnabók í við- hafnarbúningi sem heitir Lífið á bláa hnettin- um og kemur út hjá Máli og menningu eftir fáa daga. Önnur bók eftir hann um trú í Ijóðum ísaks Harðarsonar er væntanleg á mark- aðinn undir merkjum Háskólaútgáfunnar og svo eru þeir Jóhann Sigurðsson leikari og Helgi Ólafsson skákmeistari að gefa út geisladisk með Ijóðum Andra Snæs þar sem skáldið les og hljómsveitin Moon spilar undir. Þar með er ekki öll sagan sögð því næsta verkefni Andra Snæs Magna- sonar er leikritsgerð um hið magnaða líf á bláa hnettinum og það verð- ur sett upp í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. Það minnti á gamla daga að fylgjast með stuttri en snarpri snerru Össurar Skarphéðins- sonar og Halldórs Blöndal í umræðunni um Fljótsdalsvirkjun. Halldór steig þá úr stóli forseta til að hjóla í Össur og kvað hann bera hluta af ábyrgðinni á virkjuninni því hann hefði staðfest línulögn sem tilheyrði henni. Össur mótmælti þessu harkalega, kvaðst ein- mitt hafa sett hinn umdeilda hluta línunnar í umhverfismat, og hellti síðan úr skálum reiði sinnaryfir Halldór með slíku orðaflóði að Pott- verjum fannst forseti Alþingis helst minna á mann sem hefði lent undir fílahjörð. Halldór mun þó hafa átt síðasta orð- ið því Pottverjar hafa fyrir satt að þegar hann gekk úr salnum hafi hann tuldrað fyrir munni sér að menn mættu ekki umhverfast þó þeir hefðu verið umhverfisráðherrar... Bubbi snapar sér víða matarholu, segja Akureyringar þessa dagana, en nýlega sendi kappinn sá erindi til áfengis- og vímuvarnanefndar bæjar- ins þar sem hann bauðst til þess að ganga í skóla bæjarins og ræða við æskulýðinn um eiturlyfjaneyslu og forvamastarf. Nefndin sá ekki ástæðu til að þiggja greiðann frá goðinu, enda vildi hann ekki fá fyrir þetta við- vik nema litlar 45 þúsund krónur! Þeir eru fullir eftirvæntingar ungherrarnir sem á fimmtudagskvöldið munu keppa um titilinn herra Island 1999. Það eru 16 herrar sem stíga á sviðið (Broadway og keppa um titilinn og að sjálfsögðu hafa þeir verið í ströngum æfingum, bæði líkamsrækt og sviðsframkomu. Á þessu glæsilega kvöldi verður karlmennskan í fyrir- rúmi. Strákarnir koma fram á boxerum, sýna nýjustu herratískuna og koma loks fram í smóking. Inn á milli verða svo skemmtiatriði með dansi og söng. Það er svo herra ísland 1998, Andrés Þór Björnsson, sem afhend- ir sprotann arftaka sínum. Andrés Þór Björnsson. ingarborgum Evrópu. Andri Snær Magnason. ...en þess má hins vegar geta að Ungfrúin, með Tinnu Gunnlaugs Edduverðlaunaleikkonu í aðalhlutverki, hefur fengið jafna og góða að- sókn frá bíógestum 25 ára og eldri, um 16.000 manns höfðu séð mynd- ina fyrir viku og tók aðsóknin svo kipp eftir að myndin fékk hrúgu af Edduverðlaunum og mun vera komin upp í um 20.000 manns eftir Eddu... „Ég vil nú ekki taka þannig til að þetta séu beinlínis hrútasýningar, en sjáifur hef ég iátid þau orð falla að þetta séu kroppasýningar. Þetta er eingöngu hugsað til þess að menn hafi gaman af þessu og eru léttir á því, “ segir Freyr Hákonarson, umsjónarmaður keppn- inar Herra Hafnarfjörður. Skemmtana- gildið ræður í kvöld fer fram keppnin Herra Hafnarfjörður á Kaffi Firði í Hafnarfirði. Þar munu fríðir sveinar keppa sín á rnilli um það hver þeirra sé föngulegastur. Freyr Hákonar son, umsjónarmaður keppninnar, segir hana vera blöndu af fyrirsætukeppni og fegurðarsamkeppni. „Strákarnir hafa mætt reglulega í Iík- amsrækt. Þeir duglegustu hafa mætt á hveijum degi allan siðasta mánuð. Þeir hafa haft aðstöðu í Betrunar- húsinu, síðan hafa þeir verið að sækja ljósalampa í Sól stúdíó héma suðurfrá í Hafnarfirði," segir Freyr. Hann segir að það sé samnefnd verslun sem haldi keppnina Herra Hafharljörður. Sjálfur rekur hann fyrirtæki sem heitir Arctic eða norð- urheimskautur, sem hefur staðið fyr- ir ýmsum uppákomum. „Þetta er fimmta árið sem þessi keppni er haldin héma suður frá. Til- gangurinn með henni er aðalega sá að vekja athygli á verslunum hérna í Firði. Svo er þetta líka gert til gam- ans. Keppendur eru allsstaðar að. Eg held að það séu þrír Hafnfirðingar af 10 keppendum. Hinir koma af Suð- umesjunum og Stór-Hafnarfjarðar- svæðinu. Það má kannski segja að þetta sé svona fegurðarkeppni með íéttara ívafi. Þetta er poppað frekar en hitt. Keppendurnir voru valdir þannig að menn gáfu kost á sér sjálf- ir, það var auglýst eftir keppendum og menn gátu komið í verslunina til þess að skrá sig. Sfðan gátu þeir komið í verslunina þar sem vom valdir 10 álitlegustu gæjarnir og það var gert eingöngu af mér í rauninni," segir Freyr Ekki hrútasýning Þau eru þrjú sem skipa dómnefnd- ina. I dómnefndinni eru Fjölnir Þor- geirsson, Anna Rakel, fýrirsæta og dagskrárgerðarkona á Skjá 1, og Olöf Maren, sem er á Stöð 2 og er að ganga til liðs við þáttinn „Með haus- verk um helgar." Þau sjá um að dóm- gæsluna. Þetta er blanda af fyrirsætukeppni og fegurðarkeppni. Strákarnir sem hafa unnið þessa keppni hafa setið fyrir á myndum fyrir búðina. Síðan hef ég aðeins reint að ýta þessum strákum áfram þar sem það hefur átt við. Eg vinn mikið með fyrirtækjum eins og „Casting". Strákarnir eru þó númer eitt, tvö og þrjú að taka þátt í þessari keppni til þess að krækja í þá vinninga sem eru í boði hverju sinni. Sá sem vinnur þetta hann situr uppi með vinninga að vermæti tæplega 300 þúsund kall.“ - Hvað segir þú um að þetta séu hrútasýningar? „Eg vil nú ekki taka þannig til orða að þetta séu beinlínis hrútasýningar, en sjálfur hef ég látið þau orð falla að þetta séu kroppasýningar. Þetta er eingöngu hugsað til þess að menn hafi gaman af þessu og eru léttir á því og íyrir þá sem mæta á svæðið er þetta líka skemmtileg afþreying. Þetta er haldið á kaffihúsi héma í verslunarmiðstöðinni, sem heitir Fjörður, og það sem við gerum er að við opnum alla sameignina á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Það verður búin til skábraut þar sem drengirnir spóka sig. Þetta eru heil- miklar framkvæmdir. Þetta er fimmta árið í röð sem keppnin er haldin og þetta er það veglegasta sem hefur verið gert. Þetta er gffurlegt framtak af þessum aðilum," segir Freyr og bætir því við að þetta sé ein- aöneu eert með skemmtanaeildið í huga. -PJESTA MAÐUR VIKUNNAR ER HINN SVELTANDI NAMi Maður vikunnar er hinn sveltandi námsmaður sem ákvað að fórna hluta af sinni fátæklegu framfærslu í kökubakstur og bjóða öllum þingmönnunum 63 til afmælisveislu í vikunni. Staðið var að veisluhöldun- um af stökum rausnarskap og boðið upp á af- mælistertu með framfærslugrunni úr marsipani og fleira fínerfi. Þrátt fyrir rausnarlegt boð komu aðeins tíu gestir úr hópi þingmanna og því tölti mannskap- urinn niður á þing með köku. Þeir sleppa ekki svo létt, blessaðir þingmennirnir...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.